Vikan


Vikan - 01.08.1974, Blaðsíða 13

Vikan - 01.08.1974, Blaðsíða 13
London er full af vofum, enda á engin borg sér eins litrika og blóðuga sögu og hún. Flestar þær byggingar, sem komið hafa við þessa sögu, standa enn þann dag i dag. Og margir hafa orðið fyrir dapur- legum örlögum I þessari borg. í fáum im er lika jafnmikið af kirkjum, lúsum og krám og i London og það er kannski einmitt á slikum stöðum, sem eitthvað sögulegt gerist. t þessari kirkju er fyrrum sóknarprestur á ferli, sorgmædd- ur á svip. Og þa& sama er a& segja um hundinn. Þegar fólk reynir að nálgast hana, hverfur hún inn i múrinn. Við Mitre Square sást siðastlið- ið haust eitt fórnarlamba hins þekkta Hnifa-Jacks, falleg ung kona, sem hann myrti árið 1888. Og kona nokkur, sem býr beint á móti Marble Arch, segir, að einn morguninn, þegar hún opnaði gluggann til þess að hleypa inn hreinu lofti, hafi hún séð aftöku á torginu. A aftökuna horfði . fjöldinn allur af fólki, sem klætt var gamaldags klæðnaði, en þegar hún æpti yfir sig, hvarf sýnin. Og rithöfundurinn Aikmann hefur mætt vofu manns, sem féll' út um gluggann á hótelinu Little Venice. Þessi upptalning er bara litill hluti allra þeirra dularfullu atburða, sem gerast i London. Silkiklæddur maður, sem hlustaði á tónlist Sæveruds. Anne Marie Bang heyrir stund- um klukknahljóm á nóttinni. Hún veit, að einu sinni stóð litil kirkja i nágrenninu. Per maður hennar heyrir hins vegar ekki klukkna- hljóminn. En eins og Peter Underwood segir — er fátt fólk, sem bæði er heilt á sál og likama og heyrir og sér yfirnáttúrleg fyrirbæri. Og Anne Marie litur út fyrir að vera fullkomlega heilbrigð bæði á likama og sál, svo að það hljómar trúver&uglega, þegar hún segir frá þvi, aö á Sæverudtónleikum i St. James Park hafi hún allt i einu séð ungan og laglegan mann i gráum silkihnébuxum. Hann horfði svolitið óánægjulega á planóleikarann, sem lék þessa nútimatónlist. Hún veitti mannin- um samt enga sérstaka athygli, þvi að það er ekki óalgengt aö sjá fólk I London klætt alls konar múnderingum, sem minna frem- ur á leikbúninga en venjulegan klæðnaö, en þegar maðurinn leyst ist allt i einu upp fynr augunum á henni og Per haföi ekki séð neinn silkiklæddan mann, skildi hún að þarna var maöur frá fyrri öldum i heimsókn. Kannski honum hafi mislikað tónlistin og mannfjöld- inn utan við höllina sina. Svarta nunnan i Englandsbanka Peter Underwood hefur gert kort af London, sem hann hefur merkt inn á staðina, sem vofurn-' ar sýna sig á. Við skulum lita á þetta kort og hafa það til að styðj- ast við á ferð okkar um borgina. Og að sjálfsögðu byrjum við i City. Þessi hluti bæjarins er næst- um mannlaus á kvöldin, þegar búið er að loka skrifstofunum og matsölustaðirnir og krárnar eru hættar að afgreiða viðskiptavini sina. Þess vegna er það alls ekki sjaldgæft, að sá, sem einn er á ferö, verði var við ýmislegt þar á kvöldin. t Englandsbanka eru tvær vel þekktar vofur. önnur er fyrrver- andi bankagjaldkeri, sem var næstum tveir metrar á hæð. Hann var uppi á 18. öld og óttaðist, að likami sinn yrði seldur háskólan- um eftir að hann dæi. Þess vegna fékk hann bankastjórann til þess að lofa sér þvi, að hann yrði graf- inn inni i sjálfri hvelfmgunni. En þar finnur hann Biemilega enga ró, þvi að hann er enn á sveimi á göngunum og hræðir næturverð- ina. „Svarta nunnan” er svart- klædda konan, sem stendur á dimmum vetrarkvöldum utan við bankann og hórfir upp i gluggana, kölluð. Saga hennar er dapurleg. Bróðir hennar starfaði i bankan- um. Hann gerðist nokkuð fingra- langur og notaði peninga bankans til þess að spila fjárhættuspil og taka þátt I vafasömum viöskipt- um. Hann keypti fallegt hús og þar fékk Sara systir hans hús- móðurstarfiö. Veslings Sara hélt, að bróðir hennar hefði hagnazt svona vel á viðskiptunum og vissi ekki, að einn daginn var hann handtekinn, settur I fangelsi og dæmdur til dauða. Vinir hans höföu hrifizt af Söru og sögðu henni, að hann væri á ferðalagi á vegum bankans. En þegar leið og beið án þess hann kæmi heim, á- kvað hún að fara i bankann og spyrja, hvort það væri langt þangað til hann kæmi aftur. 31. TBL. VIKAN 13 L

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.