Vikan


Vikan - 08.08.1974, Page 9

Vikan - 08.08.1974, Page 9
UPPALINN I GRÓÐURHÚSI „Sjálfur er Andrés svo aö segja uppalinn í gróöur- húsi, þvi faöir hans, ólafur heitinn Gunnlaugsson, var meö fyrstu garöyrkjubændum I Mosfellssveit. Andrés ætlaöi þó ekki aö leggja garöyrkjuna fyrir sig, en fór aö læra bifvélavirkjun. Hann fann fljótt, aö sú grein átti ekki viö hann og sneri sér þvi aö blómunum. Nú er hann meö 1000 fermetra gróöur- hús, sem hann annast einn”. Sjá viötai á bls. 2—3. LÁTBRAGÐSLE I KU R OG TRÚAR- BRÖGÐ „Látbragösleikur krefst trúarviöhorfs”, segir Marcel Marceau”. Látbragösleikur og sérstakiega MarceaustiU er nokkurs konar trúarbrögö. Allir listamenn eru trúhneigöir, en þaö þýöir ekki, aö þeir séu annaö hvort mótmælendur eöa kaþólikkar, heldur aö þeir þurfa aö vera gæddir rikri trú og kærleika”. Grein um meistara látbragösleiksins er á bls. 18—19. FONDA OG BÖRNIN „Ég geröi mér vel ljóst, aö krakkarnir voru upp- reisnargjörn og voru aö reyna aö finna sjálf sig. Og um leiö losnuöu þau undan áhrifum minuin. Ég er svolitiö sakbitinn vegna bernsku þeirra, en ég geröi hvaö ég gat til aö veita þelm gleöileg uppvaxtarár”. Þetta segir Henry Fonda m.a. um börnin sln, Peter og Jane, I skemmtilegri grein um þennan fræga leikara á bls. 24—25. KÆRI LESANDI „Ytra útlit má yngja með ýmsum hjálpartækjum sem kunnugt er, en erfiðara er að eiga við það, sem fyrir innan býr. Þar ráða ýmsir þættir ferðinni svo sem erfðir, lofts- lag, mataræði og lifnaðar- hættir i heild. Vitað er, að hæfileg útivera, samræmi milli áreynslu og hvildar, holl- ur matur og hæfileg andleg á- reynsla stuðla að betri heilsu og meiri velliðan lengur fram eftir æfinni, þótt framgangur aldurs verði ekki stöðvaður með þessu og þaðan af siður sjúkdómar, sem hafa einsett sér að herja á einstaklinginn. Þeir, sem eiga að fagna hreysti, þakka hana yfirleitt liferni sinu — en þeir, sem eiga við heilsuleysi og óeðlilega hraða hrörnun að striða, en hafa þó rækt likama sinn og anda, eins og bezt er vitað að hægt sé að gera, ja, hverju eiga þeir að kenna um? Þá kemur manni i hug sagan af öldungnum, sem átti aldaraf- mæli. Blaðamenn sóttu hann heim og sátu á rúmstokknum, meðan þeir spurðu afmælis- barnið hverju hann þakkaði langlifið. Afmælisbarnið svar- aði titrandi röddu, að hann þakkaði það tvimælalaust þvi, að hann hefði aldrei bragðað tóbak og vin og aldrei verið við kvenmann kenndur. En rétt i þvi að hann sagði þetta heyrð- ist mikill skruðningur handan við vegginn, og þegar blaða- menn litu upp undrandi sagði gamlinginn: Hafið engar á- hyggjur, þetta er bara hann pabbi að koma fullur heim af vændishúsinu”.” Að öllu gamni slepptu, þá er ellin mörgum alvarlegt vandamál, einkum þeim sem eiga við vanheilsu og félags- lega erfiðleika að striða. En hvernig færist ellin yfir okk- ur? Hvernig hrörna hin ýmsu liffæri og i hvaða röð? Frá þvi segir i athyglisverðri grein á bls. 12. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaða- rrienn: Matthildur Edwald, Trausti Ölafsson. útlitsteikning: Þorbergur Kristinsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Ölafsdóttir. Ritstjórn, auglýsing- ar, afgreiðsla og dreif ing í Síðumúla 12. Simar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 150.00. Áskriftarverð kr. 1.500.00 fyrir 13 tölublöð árs- f jórðungslega eða 2.925.00 kr. fyrir 26 tölublöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. 32. tbl. 36. árg. 8. ágúst 1$74 BLS. GREINAR 4 Konan eins og karlmaðurinn vill að hún sé 12 Hvernig eldumst við? 18 Marcel Marceau 24 Henry Fonda 32 Og þau áttu börn og buru VIÐToL: 2 Blómatizkan er stöðugt að breyt- ast, heimsóknað Laugabóli í Mos- fellssveit SoGUR: 14 Dóttir föður síns, smásaga eftir Gabriel Dundas 20 Bréfið, framhaldssaga, sjöundi hluti og sögulok 28 Rómantik í aftursætinu, smásaga eftir Elizabeth Peters 34 Handan við skóginn, framhalds- saga, sjöundi hluti YMISLEGT: 23 Fyrir verðandi mæður, tízkuþátt- ur Evu Vilhelmsdóttur 26 Hvernig gengur þér að ná sambandi við fólk? 42 Eldhús Vikunnar í umsjá Drafnar Farestveit 44 3m — músík með meiru i umsjá Edvards Sverrissonar FORSlOAN ;4 „Gulu rósirnar eru eiginlega þær einu á markaðnum nú, sem hafa sterkan ilm," segir Andrés Ölafsson, garðyrkjubóndi, sem Vikan ræðir við á bls. 2—3, og hér sýnir hann okkur fagran vönd af gulum rósum. 32. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.