Vikan


Vikan - 08.08.1974, Síða 14

Vikan - 08.08.1974, Síða 14
Ve&rið var dásamlegt, þegar þær sögðu Christine það. Hún var hjáfrænkum sinum af þvi að hvorki pabbi hennar né mamma voru heima og þvi enginn til þess að lita eftir henni i hvita húsinu handan Manor Park. bað var eft- ir morgunverðinn, að Christine var að velta þvi fyrir sér hvað hún ætti að gera um daginn og útund- an sér heyrði hún frænkur sinar vera að tala um kirkjutombóluna. Hún ætlaði að fara yfir i hvita húsið og heilsa upp á Pedro, hest- inn sinn. „Christine,” sagði Edith frænka, „við þurfum að segja þér svolitið.” Og Christine fann strax á sér, að það var eitthvað miður gott. bvi hafði Vicky farið svona snögglega að heimsækja lista- manninn vin sinn — og hvað höfðu pabbi hennar og mamma verið að rifast um, þegar hún vaknaði um nóttina klukkan hálf þrjú? „Pabbí þinn og mamma — ” byrjaði Edith frænka. Frænkurn- ar voru föðursystur hennar og þær sögðu alltaf „mamma þin”, þó að bæði Christine og allir aðrir kölluðu hana Vicky. „Pabbi þinn og mamma hafa beðið okkur um að útskýra fyrir þér...” Oröin, sem á eftir komu, voru eins og slæmur draumur, sem allt i einu varð að raunveruleika. bvi að Christine hafði lengi verið hrædd um eitthvað, sem hún vissi ekki almennilega hvað var. Hrædd vegna rifrildanna — reið- innar, sem skyndilega hjaðnaði, þegar hún kom inn til þeirra. Og hrædd við þræturnar, þegar pabbi hennar sat rólegur og ákveðinn i stólnum og Vicky hreytti út úr sér stuttum og hnitmiðuðum setning- um. „bú skilur það Christine,” sagði Edith frænka, „að ekki er um eiginlegan skilnað að ræða. Foreldrar þinir telja einungis, að þap verði hamingjusamari með þvi að búa sitt I hvoru lagi og þau vilja, að þú fáir tima til þess að hugsa þig um á meðarl hvorugt þeirra er heima og gerir upp við þig hjá hvoru þeirra þú vilt heldur vera. bvi aö við teljum öll, að þú sért oröin nógu gömul til þess aö gera það upp við þig, hvort þú vilt heldur vera hjá mömmu þinni i þessari vinnustofuibúð, sem hún hefur tekiö á leigu, eða hérna hjá pabba þlnum.” „Hérna?,” sagöi Edith, „þvi að hérna getum við bæði hugsað um föður þinn — og þig.” „bú færð að hafa bláa herberg- ið, sem þú sefur alltaf i hjá okk- ur,” sagði Mary frænka og brosti til Christine. Mary frænka var sú bliðari þeirra systranna. „Og það ætti að vera hægt að búa til hest- hús handa Pedro úti i reiðvera- geýmslunni.” „A þriðjudaginn,” hélt Edith frænka áfram, „fer ég með þér til London til mömmu þinnar, svo að þú getir séð hvernig það er aö búa hjá henni I þessari ibúð.” „Ég skil,” sagði Christine og var hissa á þvf sjálf hvað hún var róleg. „bakka þér fyrir.” Uppi i herberginu braut hún saman náttfötin sin og bjó um rúmið. Svo tók hún sópinn og sóp- aði herbergið. Hún gerði allt al- veg eins og hún var vön, þp að allt væri breytt, nema kannski hún hafi þurrkað tvisvar af sumum hillunum. begar hún var á leiðinni fram á baðherbergið, heyrði hún Mary frænku sina segja: „Hún tók þessu mjög vel, fannst þér það ekki?” „Jú. Vitaskuld. Hún er orðin ellefu ára og hún er skynsamt barn, dóttir föður sins. Hún er Crawford.” betta var Vicky lika vön að segja. „Hún er Crawford i gegn. A allan hátt, hún er reglusöm og áreiðanleg — óþolandi reglusöm. Ég skil ekki hvernig stendur á þvi, að ég skuli hafa gengið með svona barn!” Vicky var orðin málari, þegar hún giftist pabba og hún bjó með tveimur ungum konum og þær borðuðu allt beint upp úr niður- suöudósunum. Eftir að hún giftist höfðu frænkurnar kennt henni matseld, en stundum gleymdi Vicky sér alveg við að mála, svo að suma dagana var enginn al- mennilegur matur. Einu sinni gleymdi hún kvöld- verðarboði, þangað til pabbi kom heim af skrifstofunni og minnti hana á það. Vicky sagði frá þessu eins og það væri fyndið, en pabba hennar hafði ekki fundizt það sniðugt, að viðskiptavinur hans skyldi ekki fá neitt annaö en spaghetti og niðursoðið salat i staöinn fyrir grillaða kjúklinginn. Ekkert þvi likt hefði nokkurn tima komið fyrir hjá frænkunum. Christine gekk yfir að hvitá húsinu, en hún fór ekki þegar I hádegisverð á litlu veitingahúsi alveg við sjóinn — nýjan fisk og stórkostlegan is i háum glösum. Svo hafði sólin farið að skina og þær fundu litinn vog, þar sem enginn var, og Christine hafði vaðiö I sjónum meðan Vicky synti og buslaði. bennan dag hafði Christine eignazt Kúkú „til þess að minna þig á þennan dag” — hafði Vicky sagt, þegar þær rák- ust á hann i leikfangabúð rétt hjá ströndinni. En svona degi hefði hún ekki gleymt, þó að hún hefði engan Kúkú fengið. Christine leit á Kúkú, sem brosti aulalega til hennar. Hún mundi að Vicky hafði kennt henni aðlátahann dansa og tala. Vicky hafði sungið bulluvisur á leiðinni heim og Christine hafði látið Kúkú dansa eftir þeim. stað til Pedro að kjassa hann. Hún opnaði útidyrnar og fór upp i herbergið sitt. Hún dró fram neðstu kommóðuskúffuna sina, þar sem vetrarfötin hennar voru geymd og þaðan tók hún Kúkú. Hann hafði sofið hjá henni þangað til I fyrra. Reyndar svaf hann oft- ast hjá henni enn, þegar hún var heima, en hjá frænkunum fékk hún ekki að hafa hann hjá sér á nóttunni.Edith frænku fannst ell- efu ára gömul börn vera orðin of stór til þess að leika sér að brúð- um, meira að segja strengbrúð- um eins og Kúkú. Christine sat á rúminu sinu. Hún var lftil og grannvaxin i blá- um stuttbuxum og peysu. Hún hugsaði um daginn, þegar hún fékk Kúkú. Vicky og hún höfðu farið niður að sjónum á sólrikum laugardegi um haust. bær fóru einar, þvi að pabbi hennar var á einni af sinum venjulegu ráð- stefnum. bær fóru ekki á sama stað og þær voru vanar, þar sem voru breiðar sandstrandir, sundlaugar og góð veitingahús, heldur i litið fiskiþorp, þar sem máfarnir sveimuðu kringum höfnina. bað var svolitil þoka i fyrstu og þær höfðu hlaupið sér til hita á ströndinni. Svo höföu þær borðað 1 14 VIKAN 32. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.