Vikan


Vikan - 08.08.1974, Side 18

Vikan - 08.08.1974, Side 18
Hann hcfur verið kallaour Charlie Chaplin Frakklands. Þögull túlkar hann sjónhverf- ingar heimsins f kringum okkur meö ótrúlega fimum og öruggum likama sinum. Hann drekkur beiskt sitrónuvatn, þvi aö vindrykkja myndi valda þvi aö hann missti jafnvægisskyniö. Hann heitir Marcel Marceau og er slátrarasonur. Þvi er hann stoltur af og segir: „Var ekki faöir Witliams Shakespeares lfka siátrari?” Þegar Marceau hefur sett framan I sig hvita maskann og byrjar aö leika, er hann ekki lengur franskur leikari — leikur hans er alþjóölegur og auöskilinn ölium. Þó sver hann sig i ætt viö Comedia dell ’Arte, en I honum er lika brot griskrar harmleikja- túikunar, ögn af Chaplin, Keaton, Laurel og Landon. Þegar Marceau leikur, er auövelt aö sjá aö þaö er Marceau, sem leikur. Hann leikur sinn eiginn stil — Marceaustil. Þvi er haldiö fram, aö hann hafi haft mikil áhrif á Brecht, Grotowski og Tomazewski og óhætt er aö fullyröa, aö flestir látbragösleik- hópar i heiminum byggja núna meira á Marceustiínum, sem leggur áherzlu á samhæföa tjáningu meö likamanum fremur en ýkt stillátbragö. „Látbragösleikur krefst trúar- viöhorfs,” segir Marceau. „Látbragösleikur og sérstaklega Marceaustill er nokkurs konar trúarbrögö. Allir listamenn eru trúhneigöir, en þaö þýöir ekki, aö þeir séu annaö hvort mótmæl- endur eöa kaþóiikkar, heldur aö þeir þurfa aö vera gæddir rikri trú og kærleika. Listamaöurinn þarf aö viröa heiminn fyrir sér kærleiksrikum augum. Mikill lisamaöur getur aldrei viljaö brjóta niöur — kannski sjálfan sig eins og drykkjumenn gera — en aldrei aöra. Mikill leikari gæti ekki framiö morö. En hann veröur aö geta tjáö bæöi hina beztu og hina verstu eiginleika mannsins af jöfnum kærleika og jafnri ástrföu. Ef ég leik Hitler til dæmis, verö ég aö látá mér þykja vænt um hann og gera mér far um aö skilja hann. Þetta tókst Alec Guinnes. Ef Guinnes heföi leikiö hann eins og hann væri skrimsli, heföi enginn trúaö þvi, aö Hitler gæti hafa veriö þannig. Allir leikarar veröa aö gera sér ljóst, aö allir menn eru geröir af góöum eiginleikum og slæmum eigin- leikum. Allir mestu haröstjórar heimsins — Nero, Hitler, Stalin, Salazar, Mussolini — trúöu á tak- mark sitt jafnvel þótt þaö væri eyöilegging og kannski vissu þeir innst inni, aö þeir sjálfir yröueyöi- leggingunni aö bráö. Eins veröur leikarinn aö trúa á þaö, sem hann er aö gera, og trúa á sjálfan sig.” Marceau ákvaö snemma, aö veröa á leiksviöinu eitthvaö 1 átt viö Chaplin i kvikmyndunum. Og Marceau er áreiöanlega eini leikarinn, sem hefur tekizt aö veröa aljóölegur á sama hátt og Pavlova varö alþjóöleg i danslistinni. Hann hefur leikiö i 65 þjóöiöndum og hvarvetna hefur hann náö til áhorfenda sinna og vakið hrifningu fyrir list sina. Nú eru liöin næstum þrjátiu ár frá þvi hann mælti slðast orö frá vörum á sviðinu. Hann getur veriö mjög fyndinn á sviöinu, en þó er alvarlegur undirtónn i öllu, sem hann gerir. Honum hefur látiö allra bezt aö túlka ellina og sársaukann, sem henni er svo oft samfara. A sviöinu getur Marceay reykt imyndaöan vindil, lagt hann frá sér i öskubakka og tekiö hann upp aftur siöar. Viö sjáum ekki vindilinn, en þó er hann þarna milli fingra hans. Þegar Marceau klifrar upp Imynaöan kaöal, sem slitnar, bregöur þér næstum eins og þú hrapir sjálfur til jarðar, Þegar Marceau veröur hifaöur I veizlu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.