Vikan


Vikan - 08.08.1974, Side 20

Vikan - 08.08.1974, Side 20
Þaö hlaut að vera einhver út- gönguleiö. Hvernig var þaö nú sem sagt var i blööunum? Elta uppi fórnardýriöog drepa það. Þó aö Jules heföi reynt allt sem hann gat, til aö halda dvalarstað þeirra leyndum, þa ,gat það hafa siast út gegnum ritara hans eða annað starfsfólk; þetta var ekki hernaöarlegt leyndarmál. Meðan Celia haföi unað sér svona vel i Santa Fe, haföi leyndur óvinur veriö á hælum hennar og beðið, að likindum með vilja,- fram á siöustu stund, til að vera viss um sigur. En hvar var þennan óvin að finna. Sennilega á Priory. Það var greinilegt á bréfinu, að bréf- ritari dró ekki i efa, að hann gæti komizt að þvi hvort brúðkaupinu yrði frestað eða þá algjörlega afturkallað. Þar var eini staður- inn, sem mögulegt var að komast að þvi sem fram fór. Celia ákvað og hætti um leið við tvo af möguleikunum, til að komast úr þessum vanda. Hún gat hringt til Jules, sagt honum að hún hefði fengið áriðandi sim- hringingu og yrðí að fara á morg- un. Gætu þau ekki gift sig strax um kvöldið? Hún sá fljótlega^að það gæti aldrei blessazt. Juíes hefði alla möguleika á að láta rannsaka hvort nokkur og hver hefði hringt á herbergi númer 218 siðustu klukkutima. Adelaide Wain yrði ekki lengi að komast að þvi, að eitthvað væri gruggugt við þetta allt saman og hún myndi eflaust spyrja Jules hvað hann vissi um konuefni sitt, eða hvort hann vissi yfirleitt nokkuð um hana? Eða hún gæti sagt að hún hefði oröið skyndilega veik og beðið þau um að fara án sin til SanFrancisco. En það yrði aðeins illur frestur. Það var talað um hjónband, ekki beinlinis brúð- kaup i bréfinu. Celiu var það full- vel ljóst, að ef hún giftist ekki Jules Wain næsta morgun, þá myndi alls ekkert verða úr hjóna- bandi á milli þeirra. Celia hafði ekki hrint herra Tomlinson fram af svölunum, hún hafðiheldur ekki otað svefnlyfinu að Mary Ellen Vestry i bókstaf- legum skilningi, en þessi ákafa þrá hennar eftir lifsgæðum, var jafn greinileg I eðli hennar og blóöflokkurinn. Þetta eðli gerði það nú að verkum, að hún gat ró- lega yfirvegað, að hún yrði að ryðja þessum óþekkta óvini úr vegi, hún gat ekki látið stöðva sig úr þessu, hvað sem það kostaði Celia tók upp simtólið og bað um samband við herra Wain á Priory hótelinu. — Sæll, elskan, sagði hún með syfjulegri rödd, þegar Jules svaraði, — Ég ætla bara að segja þér, að fjallaloftið er farið að segja til sin, og ef þú vilt sjá hressilega brúði á morgun, þá held ég að það sé bezt fyrir mig að far i bað og skriða svo I rúmið. — Það er ágæt hugmynd, sagði Jules. — En ertu viss um að ekkert sé að þér? Ertu nokkuð lasin? — Alls ekki, ég er bara þreytt of syfjúð, sagði Celia og lét sem hún kæfði geispa. — Við höfum lika Sögulok j __ V ' Sts x\ verið nokkuð mikið á ferðinni undanfarið. — Ég skil hvað þú átt við, ég er að hugsa um að fara að dæmi þinu, sagði Jules og svo buðu þau innilega hvort öðru góða nótt. Celia vissi nú, að hún gat ekki áttvon á simhringingu frá honum aftur um kvöldið. Hún fór niður i hliðarhólf á töskunni sinni og náði I vopnið, ef hægt var að nefna það þvi nafni. Hún hafði látið það niður, eingöngu vegna þess að Jules krafðist þess að hún hefði það með sér. Hann hafði fengið henni það fyrir nokkrum vikum, þegar ráðskonan i næsta húsi við hana, hafði verið barin niður, næstum til bana. Það kom i ljós, að það var eiturlyfjaneytandi, sem hafði brotist inn I húsið. Jules varð þá óttasleginn og hafði keypt táragasbyssu og krafist þess að hún hefði hana alltaf við hendina. Sá, sem varð fyrir skoti úr henni varð máttlaus nógu lengi, til að hæ'gt væri að kalla á hjálp. Hún mundi nú eftir klausu i blaði, sem hún hafði lesið daginn eftir að þau komu til Santa Fe. Þar var sagt frá gömlum manni, sem hafði fundizt látinn i götu- ræsinu. Við likskoðun kom það i ljós, að hann hafði fengið högg á höfuðið og hefði verið undir áhrif- um áfengis og siðan króknað i kuldanum. Það var ekki óalgengt, að hjálparvana fólk króknaði i þeim kulda, sem þarna var oftast um þetta leyti árs. Það þurfti ekki gamalt fólk til. Það þurfti ekki endilega að heyra undir morð, það gat verið óhapp eða slys. Og lögreglan myndi ábyggilega ekki geta fundið nokkurt samband milli einhvers, sem hefði látist af slysförum og frú Jules Wain, sem var á brúðkaupsferð i Evrópu. Celia stakk gasbyssunni i töskuna sina, pantaði mat, sem hún ætlaði sér alls ekki að borða. Hún tók dökkblá skiðaföt, sem myndu falla vel inn i myrkrið fyrir utan. Hún tók lika fram hlýja peysu og trefil, sem var rauður öðrum megin en grænn hinum megin. Hún stakk þessu öllu undir sængina og þegar herbergis- þjónninn kom inn með matinn sat hún róleg i hægindastól, sokkin niður i að lesa „Strið og friður” i vasabókarbroti, sem Jules hafði keypt handa henni við bókarekk hótelsins. Um leið og hún gaf þjóninum drykkjupeninga, sagði hún leti- lega: — Það er vist orðið anzi kalt úti? Hann svaraði henni hæversk- lega og sagði að það myndi kólna töluvert með kvöldinu. Þegar hann var farinn, flýtti hún sér að klæða sig I skiðafötin og fékk sér nokkra hænsnakjöts- bita og hálfa brauðsneið á meðan. Að lokum náði hún I bréfsefni og umslag, með merki hótelsins og skrifaði á umslagði „Frú Howard Wright, Priory hótel”. A blaöið hripaði hún nokkrar ólæsilegar linur og stakk þvi svo i umslagið. Hún fór með bréfið inni baðher- bergið og lagði það á gólfið, sem var vott, steig ofan á það með fætinum og stakk þvi svo i töskuna sina. Klukkutima eftir að hún hafði lesið hið örlagarika bréf, var hún komin út. Hún gætti þess vand- lega, að láta ekki sjá sig við leigu- bflana, sem stóðu fyrir utan hótelið, náði i bfl lengra niður með götunni og lét aka sér til Priory hótelsins. Priory, sem var litið en glæsi- legt skiðahótel, var ekki byggt úr sólþurrkuðum leir, eins og flest húsin I þessu héraði, heldur grá- um steini, sem var notalega svalur að sjá að degi til, en að kvöldlagi fór húsið ákaflega vel þarna i kaldri auðninni, sem um- lukti það á alla vegu. Þegar billinn var kominn að geysistóru bilastæði viö húsið, sagði Celia lauslega við bil- stjórann: f. — Ég sendi farangur minn á undan mér frá Colorado ég vona að hann sé kominn'. Þetta var að sjálfsögðu mikil áhætta, en hún gat ekki snúið við og gekk upp breið steinþrepin og inn i and- dyrið. Ep i hótelherbergi hennar, þar sem siminn hafði tekið til að hringja, áður en hún náði að komast út á götuna, var ekki lát á hringingunum. Hitinn I anddyrinu var hálf lamandi eftir kuldann fyrir utan og ljósin voru notalega skyggð, samt lét Celia sólgleraugun, sem hún hafð haft uppi á enninu, falla vel niður á nefið. Ljósa hárið hafði hún hulið vandlega undir treflinum og fyrir ókunna var hún I engu frábrugðin venjulegri konu I fallegum skiðafötum. 20 VIKAN 32. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.