Vikan


Vikan - 08.08.1974, Page 27

Vikan - 08.08.1974, Page 27
í þessu prófi verður margs konar aðstæðum lýst fyrir þér. Reyndu af kostgæfni að velja það svaranna þriggja, við hverjum lið sem fellur bezt að þinu eigin áliti. 3. Hvaö áttu marga góöa vini? (a) Fimm eöa fleiri. (b) Tvo til fjóra. (c) Einn eöa engan. 4. Hvaö kanntu bezt viö, aö margt fólk sé i sam- kvæmum eöa matarveizlum, þar sem þú ert boöin(n)? (a) Ekki fleiri en átta manns. (b) Sem allra flestir. (c) Ekki meira en þrjátiu manns. 5. Hvaöa álit telur þú aöra hafa á samkvæmis- hæfni þinni? * (a) Aö þú hafir sérlega aölaöandi framkomu. (b) Aö þú hafir ósköp venjulega framkomu. (c) Aö þú sért allt of hlédræg(ur). 6. Þaö er veriö aö ræöa stórfjölskyldusambýlis- formiö og þrjár meginskoöanir koma fram. Hverja þeirra fellir þú þig bezt viö? (a) Stórfjölskyldusambýlisformiö er greini- lega til oröiö til þess aö fullnægja ýmsum þeim þörfum, sem gömlu stóru fjölskyld- urnar fullnægöu. (b) Þó aö kjarnafjölskyldan eigi kannski viö allmikla öröugleika aö striöa i nútimaþjóö- félagi eins og oft er haldiö fram, þá er stór- fjölskylda ekki rétta svariö viö þeim vanda- málum, þvi aö hún er til þess eins fallin aö skapa ný vandamál. (c) Stórfjölskylda er þvi hættulegri eöli- legum persónuþroska sem sambýlisformiö gengur betur. Þvi aö náin tengsl milli stór- fjölskyldumeölimanna innbyröjs valda þvi, aö þeir eiga I erfiöleikum meö aö komast I tengsl viö fólk utan stórfjölskyldunnar. 7. Þú ætlar aö bjóöa tiu manns til kvöldveröar og þig langar til þess aö kvöldiö veröi sérstaklega skemmtilegt. Þú getur valiö um tvennt: Annaö hvort býöur þú fólki, sem allt þekkir hvort annaö, og þú þekkir vel, eöa þú býöur fólki, sem þú þekkir aö visu, en þaö þekkir ekki hvert annaö. Hverja þessara lausna kýst þú? (a) Þú býöur einungis fólki, sem þekkist innbyröis. (b) Þú býöur einungis fólki, sem ekki þekkist áöur. (c) Þú býöur kunningjum þinum og segir þeim aö taka þrjá kunningja sina meö sér. 8. Flestir hafa upplifaö þessu likt: I samkvæmi, eöa á veitingahúsi, er sérstaklega skemmti- legt, en þú þarft aö fara snemma fil vinnu daginn eftir. Annaö hvort veröur þú aö fara samstundis heim, eöa njóta kvöldsins og ' vakna þreytt(ur) morguninn eftir. Hvaöa kost velur þú viö þessar kringumstæöur? (a) Ferö oftast. (b) Gerir ýmist aö fara eöa vera. (c) Ert oftast lengur. 9. Þú kemur þreytt(ur) og illa á þig komin(n) I samkvæmi. Flestir hinir gestirnir skemmta sér prýöilega, en þér leiöist stööugt meira. Hvaö hugsar þú meö þér? (a) Þaö er beztaö fara heim. (b) Til hvers er fólkiö aö gera sér upp þessa kæti? (c) Ég get aö minnsta kosti skemmt mér viö aö horfa á fólkiö. 10. Þaö er flutt nýtt fólk i ibúöina fyrir ofan þig og þér lizt strax vel á þaö. En þvi miöur hafa börnin fjarskalega hátt strax fyrsta kvöldiö og þaö truflar þig. Hvaö tekur þú til bragös? (a) Reynir aö láta þetta engin áhrif hafa á þig og vonar, aö þetta lagist meö timanum. (b) Bankar strax upp á hjá fólkinu og segir þvi vingjarnlega, aö svona hávaöa getir þú ekki umboriö. (c) Þú ákveöur aö skrifa húsveröinum kvörtunarbréf strax daginn eftir. Framhald á bls. 37 32. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.