Vikan


Vikan - 08.08.1974, Qupperneq 29

Vikan - 08.08.1974, Qupperneq 29
, ROMANTIK I AFTURSÆTINU Elizabeth Peters. Emily hafði stungið upp á þvi, að þau tækju krók, til að stytta leiðina, —en það fór öðru visi en ætlað var! Þau sátu föst þar um nóttina. En þegar Sam leit i brúnu augun, virtist hann ekki hafa svo mikið á mót þvi. Sam sá stúlkuna fyrst i veitingasalnum á ferjunni. Hann hefði reyndar tekið eftir henni alls staðar, hún var sannarlega eftirtektarverö, með þetta þykka, ljósa hár og hraustlegt og sól- brúnt andlitið. Hún stóð þarna innan um þessar fáu hræður, sem sátu ennþá við matborðin, fólk, sem var náfölt og miður sin i sjó- ganginum, eins og lifandi auglýs- ing fyrir kornflögur. t>að hafði verið mikill sjó- gangur á sundinu og leit út fyrir versnandi veður. Ferjan stakk bókstaflega stömpum, þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir. Einn af öðrum stóðu menn upp frá borðum og flýttu sér út og að lokum voru þau, Sam og stúlkan ein eftir. Þau hittust við hlaðborðið. — Hefurðu reynt þessar sveskjur? spurði hún. — Þær eru hreint fyrirtak. — Ég halla mér heldur að roast beef, ég fæ það aldrei svona gott heima. Hún leit af matnum andartak og beindi til hans augunum. Þau voru stór, brún og glettnisleg. — Þú ert Amerikani, sagði hún, eins og til staðfestingar. — Það er rétt, viðurkenndi hann vingjarnlega. —Og þú ert brezk. Ég hélt samt andartak, að þú værir Skandinavi.... það er hárið... — Það er nú til ljóshært fólk i Bretlandi, ég er af saxneskum uppruna.... Sam heyrði ekki siðustu orð hennar. Ferjan tókst á loft, eins og griðarstórt vatnaskrimsli, hann missti jafnvægið, slöngvaðist á stúlkuna og fékk það sem var á diskinum hennar yfir jakkann sinn. — Og mér þykja sveskjur alls ekki góðar, sagði hann dauflega, þegar þjóninn var að reyna að hreinsa jakkann. — Þær virðast vera hrifnar af þér, sagði stúlkan flissandi, um leið og hún tók sveskju upp úr brjóstvasa hans. — Já, þetta er mjög fyndið, sagði Sam. Eftir þessi kynni fannst þeim bjánalegt, að setjast sitt við hvort borðið. — Heldurðu að maginn i þér þoli glas af vini? spurði Sam. - Ftósavin á að vera allra meina bót. —Mér sýnist þú ekki vera nærri búin að fá nóg að borða. — Það er rétt athugað, sagði stúlkan glaðlega, — maður veit aldrei hvenær næstu máltið rekur á fjörurnar. Þau gerðu sitt til að innbyrða það sem matseðillinn bauð upp á, jafnvel búðing, ost og ávexti. Hún hét Emily — Emily Carter. —Eftir ömmusystur minni, sagði hún, eiginlega i afsökunartón. — Hvað er að þvi að heita Emily? Mér finnst það fallegt nafn. — Það er lika um að gera að njóta þess, þær eru ekki margar með þvi nafni nú orðið. Þegar þau höfðu lokið mál- tiðinni, sagði hún: — Ég ætla að reyna að finna gott sæti á þilfarinu og fá mér blund. Sam hélt stólnum frá henni, þegar hún stóð upp. —Það er áætis hugmynd, ég ætla að verða þér samferða. Það er ekkert gaman að aka að næturlagi, sér i lagi, þegar maður þekkir ekki veginn. En það er samt til bóta, sagði hann, —að i Frakklandi er hægri akstur. Heyrðu, hvernig liður þér? Það var likast þvi, að þau væru að dansa cha-cha, þegar þau stauluðust út úr matsalnum. Emily nam staðar fyrir utan dyrnar og tók upp stóran bak- poka. — Ég er ekki meö neinn bil, ég ætla að ferðast á puttanum. — Hvað segirðu? — Já, ég ferðast á puttanum, sagði Emily og leit um öxl, siöan hvarf hún niður eftir skipsgang- inum. Skipið virtist drekkhlaðið af stynjandi fólki. Sam reyndi að stikla yfir útrétta fótleggi og fylgdi Emily eftir upp á bátaþil- farið. — Það er auðvelt, sagði Emily, svo benti hún á tvo stóla á skjól- góðum stað i skutnum. — Sjáðu nú til, Emily, sagði Sam, grafalvarlegur. —Ég veit að mér kemur þetta ekkert við og að ég hefi engan rétt til að skipta mér af þinum málefnum, en þú getur ekki labbað út á þjóðvegina i ókunnu landi um hánótt, — ekki ein á ferð. — Og hvers vegna ekki, ef ég má spurja? — Hvers vegna ekki? Vegna þess að það er hreint brjálæði, það er nú lóðið. Það væri nógu hættulegt fyrir tvær stúlkur eða fleiri i hóp, en þú getur ekki hætt á slikt alein, já, það er að bjóða hættunni heim. — Láttu ekki eins og kjáni, sagði Emily. Sam langaði til að hrista hana. — Foreldrar þinir hljóta að vera brjáluð, ég get ekki séð annað. — Þau vita ekki um það, ég sagði þeim að ég færi með lang- ferðabil, sagði hún rólega. Hann starði á hana, skelfingin uppmáluð. Systir hans var átján ára, eins og hann reiknaði út að Emily væri lika. Honum varð bókstaflega flökurt við þá tilhugs- un, að hún væri ein að flækjast á vegum úti i ókunnu landi... — Sjáðu nú til, Emily...... — Já, sjáðu nú til, Sam...sagði Emily. Þau þögnuðu svo bæði. Hún varð fyrri til að ná sér. — Sjáðu nú til, ég er full- veðja....ég er orðin tuttugu og eins árs, búin að ljúka prófi, að minnsta kosti vona ég að ein- kunnir minir verði sómasam- legar, ég var ekki búin aö fá þær allar, þegar ég fór, en ég veit að mér gekk vel með frönskuna. Ég hefi verið áður i Frakklandi og ég ætla að búa hjá mjög heiðarlegu fólki i Caen. Það er nú ekki langt þangað. Heldurðu i alvöru að ég verði rænd, að mér veröi nauðgað eða þá að ég verði hreinlega drepin og hræinu fleygt út i skurð? — Ja, sagði Sam, —það er einmitt það sem ég er hræddur um. Það er að segja, það er full ástæða til að láta sér detta það i hug. Ég held að þú sért alltof kærulaus. En, sagði hann svo eftir svolitla umhugsun, —þar sem ég veit hvert þú ætlar, þá hef ég ágæta lausn á þessu máli. — Jæja, og hver er sú lausn? — Ég ek þangað með þig, það er ósköp einfalt. Sam lokaði augunum, hallaði sér aftur á bak og sigurbros lék um varir hans. Emily sat fremst á stólbrúninni og skaut fram ueðri vörinni. Ef móðir hennar hefði séð hana, hefði hana strax grunað, að nú værióveðuriaðsigi. — Veiztu hvað þú ert, Sam Berman? Þú ert óþolandi sletti- reka, monthani. Já, það ertu sannarlega. — Jæja, þá það.....Sam kross- lagði handleggina. — Hvað sannanir hef ég fyrir þvi, að þú sért ekki kynóður glæpamaður....dulbúinn að vísu? — Það er rétt, þú hefur engar sannanir. En finnst þér það ekki bara spennandi? Emily leit til himins, eins og þaðan væri hjálpar að vænta. Stjörnurnar voru henni ekki mikil hjálp. Sam rétti út höndina og snerti annan litla kreppta hnefann. — Vertu nú sanngjörn, Emily, sagði hann. —Gerðu það fyrir mig. Hún vafði að sér kápunni. — Allt i lagi. Ef það léttir á áhyggjum þinum. Þau komust fljótlega i land. Þegar þau voru komin gegnum mestu bilaþvöguna, sneru þau út á veginn til vesturs. — A ég að segja þér eitt, sagði Emily allt i einu. — Ef ég hefði vitað að þú værir meö þessa bildruslu, hefði ég afþakkað þitt góða boð. Ég héltað þú værir með glæsilega lúxuskerru. — Jæja, svoþú hélzt það? Ef þú segir eitt orð i viðbót um þennan bil, þá fleygi ég þér út i næsta skurð. Ég skal segja þér það, aö þetta er mjög virðulegur bill, þetta er billinn hennar ömmu minnar, þeirrar, sem er brezk. Ég fýkk hann léðan og það er mikil virðing. Svoég ætla að biðja þig að móðga ekki framar, hvorki mig né bilinn. Emily klappaði á hné hans. —Ég var bara að striða þér. Þetta er dásamlegur bill. Ég lærði ein-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.