Vikan


Vikan - 08.08.1974, Blaðsíða 38

Vikan - 08.08.1974, Blaðsíða 38
blöðin höfðu dökknað í fyrstu frostunum. Henni fannst ekki lengur Lew vera ímynd alls þess, sem lokaöi henni aögang að innihaldsríku lifi. Hún var farin að tala viö hann án eymdarsóns i orðunum. Og þaö glaðnaði yfir honum. Og þeg- ar hann snerti á henni höndina eða hárið, kippti hún sér ekki frá honum. Þetta umburðarlyndi hennar stafaði af þvi, aö nú taldi hún hann bara vera lifsþægindi til bráðabirgða. Raunverulegt lif hennar var bundiö Latimer. Þessi dvöl hjá manninum sinum, þang- að til hún fengi tækifæri til aö fara — sjálf nærvera hennar — gerði meir en að greiða fæði hennar og húsnæði. Henni fannst sjálfri það vera hreinasta göfugmennska af henni aö vera þarna kyrr, án þess að gera nokkrar ákveðnar áætl- anir um aö komast til Latimers. Hún gerði sér hvern dag aö góöu vegna vonarinnar um morg- undaginn. En nú fann hún þörfina i einhverri afþreyingu daglega. Hún saknaöi Viktors og velti þvi fyrir sér, hverju það sætti, aö hann var alveg hættur að koma. Eitt kvöld þegar Lew kom heim, sagði hún: — Hefurðu séð hann Viktor nokkursstaðar? Ég 'hef ekki séð hann vikum saman. Hún þóttist sjá einhverri ánægju bregða fyrir i svip mannsins sins, áður en hann svaraöi: — Vikki fer út til hans Elgs, næstum daglega. — Til hans Elgs? Hvaða erindi getur hann átt þangað? — Ég var búin að segja þér, að dóttir hans Elgs væri komin til hans. Rósa hló, snöggt og hátt. — Dóttir hans Elgs? Er hún meö skó á fótunum? — Já, svaraði læknirinn. — Og það góöa skó. Þau feðginin rákust inn I stofuna til min. Carol er furöuleg stúlka. Þú mundir nú ekki kalla hana fallega. En hún hefur eitthvað I fari sinu — ein- hvern yndisþokka og sjálfsör- yggi. Og mikla gamansemi. Hún er einhvernveginn svo alþjóðleg i fasi og samt svo blátt áfram. Og svo óvenju vel þroskuð. Rósa greip fram I hlæjandi: — Guð minn góður! Mikið er aö heyra. — Jú, hún er virkilega merki- leg. Ég held hún beri gott skyn á verðmæti... Rósa hló enn og sagði: — Já, en hvað i fjandanum er þetta góða skyn á verðmæti? Læknirinn leit undan og togaði I neörivörina á sér. — Ég veit það ekki. Þaö er nokkuð sem maður finnur á sér. Elgur mundi segja, að hvert verömæti sé satt þeim, sem hafa þaö til aö bera. En ég veit þaö ekki almennilega. Ég býst viö, að þaö að eiga sér eitt- hvert verömæti gefi hamingju og tilgang með lifinu. — Þú ert eins og skólastrákur að tafsa I prófi. Hann strauk hendinni um and- litiö, vandræðalegur undir þess- ari hæðni hennar. — Já, líklega er ég það. En ég er viss um, að þú kannt vel við hana Carol. — Já, svona álika og ég kann við hann Elg. Ætli hún sé ekki eitthvað svipuö. En svo heyröi hún hann segja og I hörkulegri tón, sem henni hálfbrá við: — Og hann Viktor kann vel við hana. — Ertu aö gefa I skyn, að það sé þessvegna, að hann kemur ekki hingaö lengur? Hann leit beint á hana. — Já, einmitt. Hann er orðinn ástfang- inn. Og hann hefur sjálfstraust til að bera. Hann þarf ekki að pressa buxurnar sinar til að öðlast sjálfsöryggi. 1 stað þess að finna sig sigraða, fann hún nú vald sitt og var fegin, aö þetta skyldi hafa snúizt svona, svo að hún gæti prófað styrk sinn. — Þú ert fegínn. Þú heldur, aö hann hætti alveg aö koma hingað. Ekki hef ég veriö aö sækjast eftir honum hingað. En ef til þess kæmi, yrði hann fljótur að koma, kall minn. Næsta morgun fór Rósa seinna á pósthúsið, en hún var vön. Hún hafði beðið heima þangaö til Vikt- or yröi búinn með morgunverkin sin og kæmi inn I bæinn með ein- hverjum bóndanum. Það var kalt I veðri þennan dag og himinninn heiðblár. Brún lauf- blöö þöktu stigana, sem lá'gu upp að húsunum og fuku tii og i skjól. Þennan morgun hugsaði hún meira um Viktor en Latimer. En hún hafði gaman af þvi, að Viktor skyldi vera að slita sig frá henni, en jafnframt olli það henni heila- brotum. Hún reyndi að draga upp i huga sinum einhverja mynd af Carol, en þaö gekk ekki betur en vel. Dóttirin liktist sennilega föö- urnum, hugsaði hún — siðhærð, ó- lundarleg, háfætt. Hún tók ekkert mark á lofi Lews um stúlkuna. Lew vöknaði um munninn ef ein- hver sýndi honum vinsemd. Og i hans augum hlaut allt, sem var Elg viðkomandi að vera dásam- legt. Hún gekk áfram i sólskininu, fyllt nýrri fyrirlitningu á mannin- um sinum. Hann átti engan kraft til að bera, en varð aö fá hann að — frá brosi og vingjarnlegum orðum annarra. Ekki hafði hann veriö svona þegar hún kynntist honum fyrst. En eftir að þau voru orðin gift, var hann allt öðruvisi... Þegar hún kom i pósthúsið, sá hún afgreiöslumanninn, sem var að horfa á hana gegnum rúðuna með illa duldri aðdáun. Hún brosti til hans. — Hvernig liður þér, Johnny? Ungi maðurinn svaraði: — Það er enginn póstur i hólfinu þinu. Hún sneri sér við: — Ég bjóst heldur ekki við neinu. Fór bara út til aö hreyfa mig. Úti við dyrnar sagði hún: — Komdu með þykkt bréf til min á morgun. Þegar hún kom út á götuna, gekk hún hægt. Þaö var komið undir hádegi og Viktor ætti að vera kominn i bæinn, nema hann væri búinn að breyta til og snúa sér alfarið að búskapnum. Það var ekki nema nokkurra minútna gangur gegnum verzlunarhverfið i bænum, en Rósa fór sér að engu óöslega. Þó að hún liti eftir endi- langri götunni, sá hún ekkert bóla á Viktor. Þarna var bóndavagn og hestur með hnakk á, og nokkr- ar.kerrur, sem stóöu hreyfingar- lausar á vegarbrúninni. Þrir menn I samfestingum stóðu á horni og skröfuðu saman. Nokkr- ar konur i búöarápi og krakkar á eftir þeim á gangstéttinni. Rósa gekk hægt öðrumegin á götunni og leit inn um opnar dyrnar á búöunum, til að gá aö Viktor. Svo gekk hún yfir götuna, ef hann skyldi vera i kaffihúsinu. En hann var hvergi. Hún gekk eftir Kráargötunni, stanzaði við hverjar dyr, og sá gömlu karlana viö veitingaboröiö, sem gláptu á hana. En hann var þarna hvergi. Enn einu sinni gekk hún eftir verzlunargötunni og svo upp eftir henni hinumegin. En þá sá hún bóndavagn koma eftir götunni. Viktor stóð uppi i honum, aftan til. Þegar vagninn var kominn i miðja Kráargötuna, stökk Viktor út úr honum. Rósa gekk áleiöis til hans. Henni sýndist hann horfa beint á sig, en I stað þess að ganga til hennar, fór hann yfir götuna, rétt eins og hann hefði alls ekki séð hana. Hún stanzaði og trúöi ekki sinum eigin augum. Gat það verið, að Viktor væri að forðast hana? Hún fann til hjartsláttar, en svo fann hún til velgju. Þetta líktist mest hræðslu. En á næsta augnabliki langaði hana mest til að hlæja. Viktor, vinnupilturinn, sem hún hafði rif- ið upp úr heimskunni sinni og fjósinu. Hún hafði kennt honum að finna svolitið til sjálfs sin kennt honum að klæða sig al- mennilega og geta talaö við fólk án þess að fara hjá sér og roðna. Og nú var þessi hvithærði Hol- lendingur oröinn of stór I press- uðu buxurnar sínar. Hún horföi á eftir honum inn i búöina hans Larsons. Hún hélt á- fram þangaö til hún kom þar að dyrunum. Þarna var allt fullt af gömlu drasli. Larson var dökk- hæröur Svii, með litlaus augu, þunnleitur og horaður. Hún hafði aldrei séð hann nema órakaðan. Hann var önuglyndur og nizkur 21 júnl Krahba- merkið 22. júnl 23. júll Ljóns merkiö 24. júlí — 24. ágúst Meyjar merkið 24. ágúst 23. sept. Hrúts merkið 21. marz — 20. aprll Þú viröist mjög vin- sæll og eftirsóknar- verður þessa dagana, en þú færð þig fljótt fullsaddan. Vendu þig á að vera ákveönari og blttu frá þér, þegar um þverbak er að keyra. Nauts- merkiö 21. april — 21. m aI Þú veröur fyrir happi, en þú mátt ekki spilla þvi með galgopahætti og kæruleysi. Haltu fast um þitt. Þú hefur mikil samskipti viö á- kveöinn kunningja- hóp. Reyndu aö vera meira heima og um- fram allt um helgina. Þú hefur gerzt of ráö- rlkur og frekur meö ákveöinn hlut og þaö kann ekki góöri lukku aö stýra. Varastu aö treysta ákveönum aö- ila aö þvl er viröist er honum ekki sjálfrátt eins og er. Þú ert vannæröur á einhverju sviði og verður aö fá útrás hiö bráðasta, ef ekki á illa aö fara. Reyndu að beita skynseminni og fara aö öllu meö sem mestri gát. Happatala er fjórir. Fjölskylda þin mun einkum njóta sin þessa daga — stund- um finnst þér þaö vera á kostnað þinn, en það er mesti misskilning- ur, aö svo sé. Þú færö heimsókn góðra kunn- ingja á mánudag eða þriöjudag. Þú lendir I illdeilum viö félaga þina og þaö veröur til þess aö allar fyrirætlanir þlnar varöandi helgarfriiö fara út um þúfur. Þá koma nágrannar þln- ir, sem þú sizt áttir von á, til hjálpar og allt leikur I lyndi. 38 VIKAN 32. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.