Vikan


Vikan - 14.11.1974, Blaðsíða 32

Vikan - 14.11.1974, Blaðsíða 32
SPURNINGAR HANDA HENNI AÐ SVARA: 1. Þú veist án efa um óteljandi orsakir þess, að þú elskar einmitt hann. Hér eru fimm mögulegar orsakir. Hver þeirra er að þlnu mati mikilvægust? Elskar þú hann... 'a) vegna þess, hve vel hann litur út? b) vegna þess, að hann hefur sömu áhuga- mál og lifsviðhorf og þú? c) vegna þess, aö hann er góður elskhugi? d) vegna þess, að hjá honum finnur þú öryggi? e) vegna þess, að hann er góður og tillits- samur? 2. Hve mikið sem þú elskar hann, hlýtur hann að hafa einhverja galla. a) Fara þeir svolitið I taugarnar á þér? b) Verðurðu öskureið vegna þeirra? c) Verður hann bara mannlegri fyrir þá? 3. Þið þrætið, og þú finnur, að þú hefur á röngu að standa. a) Ferðu þá að gráta? b) Sleppirðu þér af bræði? c) Læturðu undan siga, án þess að reið- ast? 4. Setjum sem svo, að foreldrar þinir kunni ekki við hann og gagnrýni hann á bak. Þú veist sjálf, að hluti gagnrýninnar á rétt á sér. a) Verðu hann? b) Segirðu þeim að skipta sér ekki af þvl, sem þeim kemur ekki við? c) Ræðirðu um galla hans og hvernig hægt sé að bæta þá? 5. Aðlaðandi maður sýnir þér greinilega, að hann langar til að kynnast þér nánar. a) Vlsarðu honum samstundis ákveðin á bug? b) Gefurðu honum undir fótinn? c) Athygli hans vekur hégómagirnd þína, en þú reynir samt að auka hana ekki með þvi að gefa honum undir fótinn? 6. Elskhugi þinn, maðurihn i llfi þinu, fellur I freistni og dvelst heila nótt hjá annarri konu'. Þú kemst að þessu af tilviljun. a) Fyrirgefurðu honum og gleymir þessu vixlspori? Vogarskálar ástarinnar eru sjaldan I jafn- vægi. Nær undantekningarlaust vegur ást annars aðilans meira en hins. öðrum megin er sá, sem elskar: hinum megin sá, sem elsk- aður er. • Stundum skiptir þetta engu máli. Stúlka elskar vin sinn meira en hánn hana og eigin- kona elskar mann sinn meira en hann hana — eða öfugt —en munurinn er svo lltill, að hann hefur engin áhrif á sambúðina. En stundum verður munurinn að vandamáli. Þá fer þeim, b) Fyrirgefurðu honum, en minnir hann þó á víxlsporið við og við? c) Hefnirðu þin með þvi að gera hið sama? 7. Þú komst ekki að þvl fyrr en eftir brúð- kaupið, að hann er mesti spilagikkur. a) Hótarðu að fara frá honum, ef hann hættir ekki að spila I eitt skipti fyrir öll? b) Tekurðu af honum launaumslagið um hver mánaðamót til þess að hann hafi , enga peninga til að leggja undir? c) Ferðu út að vinna til þess að afla meiri tekna? 8. Eitthvað kom upp á I vinnuhni hjá honum, og hann kemur heim og segir þér, að hann hafi verið rekinn. Þú veist, að erfitt verð- ur fyrir hann að fá aðra vinnu. a) Kallarðu hann þorsk? b) Finnst þér hann hafa hagað sér eins og flfl, en þegir þó yfir þvi? c) Telurðu I hann kjarkinn og segir hon- um, að þetta fari áreiðanlega allt vel? . 9. Hann hefur alltaf dreymt um að reka litla verslun, og allt I einu býðst tækifærið til þess. En til þess að afla nægilegs fjár- magns verðið þið að selja bílinn, flytja I minni ibúð og fá lánaða peninga. a) Hveturðu bann til þess að gripa gæsina rneðan hún gefst? fc' Reynirðu að fá hann oían af kaupun- um? c) Segirðu, að þú látir hann um að ákveða þetta — og meinar það? 10. Hann hefur dregið sér fé á vinnustað sin- um. Yfirmaður hans kemst að þvi og hót- ar að láta málið ganga lengra. Þú veist, að yfirmaður mannsins þins er mikið upp á kvenhöndina og þú getur fengið hann til þess að láta málið niður falla með þvi að sofa hjá honum. Gerirðu það? a) Já. b) Nei. sem meira elskar, að llöa illa, og hann þjáist af stöðugum efasemdum. Hvernig er þessu varið hjá þér? Er ást þin þyngri á metunum en ást maka þins? Eins og tvo þarf til að stofna til ástasam- bands, þarf tvo til þess að kanna, hvernig ástasambandi er variö. Konan svarar fyrri hluta spurninganna og maðurinn seinni hluta þeirra. Sýnið ekki hvort öðru svör ykkar. Það er nefnilega freistandi að svara eins og þú heldur, að maka þlnum falli best I geð, og þá kemur það niður á sannleikanum. Vogarskálar ástarinnar 32 VIKAN 46. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.