Vikan


Vikan - 14.11.1974, Blaðsíða 38

Vikan - 14.11.1974, Blaðsíða 38
MÁL OG MENNING HEIMSKRINGLA Nýjar bækur 1973-1974 Jón Guðnason: Skúli Thoroddsen, siðara bindi Þórbergur Þórðarson: Bréf til Láru. Með viðaukum Þorbergur Þórðarson: Ofvitínn Sófókles: Antigóna i þúðingu Heiga Hálfdanarsonar. Með inngangi eftir Friðrik Þórðarson. Einar ól. Sveinsson: Fagrar heyri ég raddirnar Björn Th. Björnsson: Aldateikn Þorleifur Einarsson: Gosið á Heimaey (Islenzk, norsk, þýzk og ensk útgáfa) Jóhannes úr Kötlum: Ljóðasafn, III. til VI. bindi Helgi Hálfdanarson: Kinversk ljóð frá liðnum öldum Hjörleifur Guttormsson: Vistkreppa eða náttúruvernd Erich Fromm: Listin að elska BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR V Laugavegi 18 . Símar: 24240, 24241, 24242 lands, komst hann fljótt i sam- band við mikilsmetandi menn, þar á meðal einn, sem hafði verið I innzta hring Vichy-stjórnarinn- ar og mjög valdamikill og haft svo mikið samneyti við Þjóð- verjana, að hann vissi mest allt um áform þeirra. Richardson komst að þvi, að hann vildi gjarnan selja upplýsingar, ef hann fengi það vel borgað, en hann krafðist þess, að greiðslan færi fram i gulli. Það gilda ekki sömu reglur i Frakklandi og Englandi um gullið, Frökkum er frjálst að eiga gull og þessi maður vildi ekki hætta á að fá greitt i pappirsfrönkum, sem á hverri stundu gátu orðið einskis virði. — Það er nú senriilegt, að ef þessir peningar hefðu verið i seðlum, að þeir væru ekki mikils virði nú, sagði David. — Hvers vegna ekki? spurði Helen. — Vegna þess, ungfrú Stewart, að þetta voru gamlir frankar. Þer hafið á réttu að standa, herra Hurst. Við álitum, að hver sem það var, sem hirti þessa peninga, sé búinn að eyða þeim, eða koma þeim i fasteignir fyrir löngu siðan. En það gæti aftur á móti verið, að það sem var sent i gulli, væri ennþá einhvers staðar geymt. Hundrað þúsund pund voru send i mynt og gullstöngum til herra Richardsons. Það vissi enginn annar en Richardson hvað var i þessari sendingu, ekki um annað en þessi, fimmtiu pund i seölum. Það voru aðeins fjórar manneskjur, sem vissu um þessar sendingar. Jæja, réttu merkin komu frám og peningarnir voru látnir falla niður. Svo var beðið eftir skila- boðum um að þetta hefði komið til skila, en þau skilaboð bárust aldrei. Það komu engin skilaboð framar frá Richardson og félögum hans. Það var aðeins af hendingu, að við komumst að þvi, hvað skeði þennan dag. — Hvað var ykkur sagt? spurði Helen. — Við fréttum af handtökunum og aöRichardson hefði fallið fyrir þýzkri kúlu. — Hver veitti þær upplýsingar? Carrier? spurði David. — Já, einmitt. — Við höfum nú aðra sögu af láti Richardsons, sagði David. — Látið okkur heyra hana, sagði Miles. — En herra Lazenby, sagði Helen, — þér hljótið að hafa vitaö, að Carrier var að ljúga, þegar þið komust að þvi, að Þjóð- verjar hefðu ekki náð i þessa peninga. — Svo einfalt var það ekki, ung- frú Stewart. Þegar Marcel Carrier var yfirheyrður að striðinu loknu, reyndar var það ekki ég, sem yfirheyrði hann, sagöi hann, að þeir Herault læknir hefðu orðið of seinir á staðinn. Það hefði þýzkur varð- maður tafið sig. Hann sagðist hafa fundið fallhlifina, en ekkj kassana. Hann hafði líka fundið Ian Richardsson deyjandi af skot- sári. Það viröist svo, að hann hafi haft þrek til að koma honum i burtu og i felur, þar til hann gat borið hann heim til læknisins, en hann dó á leiðinni. En vel á minnst, það var aldrei minnst á aðra fjármuni en peningaseðlana, ekkert kvisaðist um gullið. Það var með vilja gert, vegna þess að fjármálaráðuneytið vildi alls ekki koma af stað allsherjar gullleit. — Var Herault læknir aldrei yfirheyrður? spurði David. — Þvi fór nú verr, að sá góði læknir er látinn, þegar hægt var að hafast handa. Og dóttir hans var lika látin. Svo er auðvitað móðir yðar i Englandi, herra Hurst, en hún vissi ekkert um þetta. Hún hafði ekki heyrt neitt um þessa fjármuni. — Hvers vegna eltuð þér þá David hingað? spurði Helen. — Sjáið þér nú til, sá sem yfir- heyrði frú Hurst, var ekki alls- kostar ánægður yfir svörum hennar. Hann hafði grun um, að hún leyndi einhverju. Og svo, þegar við /orum búnir að full- vissa okkur úm, að Þjóðverjarnir höfðu aldrei haft hugmyrid um þessa peningasendingu og að frú Hurst hefði erft hús læknisins, héldum við að kannski væri ein- hver hlekkur þar á milli. Það var ákveðið að hafa auga með frú Hurst og ferðum hennar til út- landa. — En hún fór aldrei til útlanda. En það gerðuö þér herra Hurst, og i hvert sinn, sem þér fóruð, voru hafðar gætur á yður, til að vita hvert þér færuð. Þér getið þvi imyndað yður að það varð uppi fótur og íit, þegar þer toruð hingað, til að lita á arfinn. Við ályktuðum sem svo, að ef þér hefðuð ekki verið búinn að komast yfir gullið, eða vissuð ná- kvæmlega um felustað þess, þá myndi ábyggilega eitthvað skjóta upp kollinum, sem benti i áttina til þess, enda hefur ekki staðið á þvi. Athugið bara stöðu yðar hér á hótelinu núna þessa stundina. — Voruð þér hér á hótelinu, þegar ráðstafanir voru gerðar til að halda okkur hér sem föngum? spurði David. — Heyrðuð þér hvaða ástæður Marcel gaf fyrir þessum ráðstöfunum? — Eftir þvi sem okkur hefur skilizt, þá á ástæðan að vera þessi skotárás á herragarðinum. Þeir halda hér, að þér hafið særst, vegna tilraunar til að skjóta Marcel Carrier. Hann sagði þeim, að hann óttaðist, að þér mynduð gera aðra tilraun og sagði þeim að hafa yður hér i haldi, þangað til aö hann mætti vera að þvi að sinna málinu. Hann lét I það skina, aö hann vildi yður ekki neitt illt. En ef þér reynið að brjótast út, þá eru þeir vissir um, að það sé i þeim tilgangi að myrða Carrier og þá skjóta þeir yður hiklaust. Þeir lita mjög upp til herra Carriers. • — Já, Marcel er sniðugur, sagði Helen. Lazenb . brosti. — Og nú held ég aö kominn sé timi fyrir yður, herra Hurst, til aö leysa frá skjóðunni og segja okkur hvers þér hafið orðið visari. Frh. inæsta blaði. 38 VIKAN 46.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.