Vikan - 14.11.1974, Blaðsíða 29
WHf
viB ýmis störf. Hann vann m.a. i
sögunarmyllu, þvottahúsi, hjá
byggingameistara, í smjörgerö
og viökjötburð. I tvö ár var hann i
herþjónustu og þjónaði þá m.a. i
Kóreu og Vestur-Berlin. i fri-
stundum sinum sótti hann tima i
leiklist og eftir 10 ára undirbúning
og nokkur smáhlutverk fékk hann
hlutverk i „Zulu” og sló i gegn.
Michael kvæntist leikkonunni
Patriciu Haines, meðan hann var
enn aö bera kjötskrokka, en
hjónabandið entist aðeins hálft
þriðja ár. Hjá Michael og
Patriciu var það ekki frægðin,
sem geröi út af við hjónabandið
eins og oft vill verða hjá leikur-
um, heldur það, hve erfiö Michael
reyndist brautin til frama. Hann
var staöráðinn i að komast áfram
sem leikari, og barátta hans hlaut
aö koma niöur á hjónabandinu.
Dag nokkurn setti kona hans hon-
um kostina: hjónabandið eða
leiklistina. Hann valdi leiklistina,
þvi hann vildi ekki eiga það á
hættu, að siöar, segjum eftir 20
ára óhamingjusamt hjónaband,
færi hann að kenna konu sinni um
að hafa eyöilagt allar framavonir
hans. Og hvað dóttur þeirra
Dominique viðvék, taldi Michael
henni enginn greiðigeröuraöalast
upp hjá ósamlyndum foreldrum.
Dominique er 'nú 17 ára og i
miklu dalæti.hjá föður sinum.
Hún dvelst ofl hjá honum og nýju
fjölskyldunni, og hann styður
hana sem mest hann má i aðal-
áhugamáli hennar, hesta-
mennsku.
Michael Caine er mjög strang-
ur faðir, og komi Dominique heim
með pilta, sem honum lizt ekki á,
vísar hann .þeim skilyrðislaust á
dyr. Hann segist vita, hvað hann
sé aö gera, viti það , hve mikil
hætta ungum stúlkum geti verið
búin i samskiptum við karlmenn.
Caine er ákaflega stoltur af
hinni fögru konu sinni og hefur
gaman af að segja frá þvi, hvern-
ig kynni þeirra hófust. Michael
hafði séð stúlkuna i sjónvarps-
auglýsingu fyrir Braziliu-kaffi og
fór að segja vini sinum frá þess-
ari rennilegu skvisu. Hann varö
meira en litið hissa, þegar vinur-
inn sagðist hafa hitt hana nokkru
áöur, og þá hefði hún farið að
spyrja hann, hvort hann þekkti
Michael Caine, en hún hefði hrif-
izt mjög af honum i kvikmynd,
sem hún hefði séð nýlega.
Michael varö mjög uppveðraður
við þetta, fékk simanúmer stúlk-
unnar og hringdi i hana. Eftir að
hafa spjallaö lengi við hana i
sima, var stefnumót ákveðiö, og
þegar Michael sá stúlkuna i
fyrsta skipti vissi hann, að þetta
hlaut að vera HON. 1 tvö ár voru
þau saman öðru hverju, en Caine
var alls ekki á þvi að binda sig.
En svo kom að þvi. aö hann gat
ékki staöizt stúlkuna og ákvaö að
binda enda á 14 ára piparsveins-
tið sina.
Hrifning Caine af litlu dóttur-
inni er mikil, og hann er ákveðinn
I að eignast fleiri börn. Hann
langar i son, en hefur litla trú á,
að jafn mikill kvennamaður og
hann geti eignazt annaö en dætur.'
Shakira hefur lagt fyrri störf
sin á hilluna og helgar sig nú
alveg manni og barni. Caine er þó
á þeirri skoöun, að hún eigi erindi
upp á hvita tjaldið og hefur auga-
stað á hlutverki indverskrar
prinsessu i kvikmynd, sem á að
fara að gera. Vinna utan heimilis
sé nauðsynleg sjálfstrausti kon-
unnar, þvi hún verði að komast úr
fjötrum eldhússins öðru hverju.
46. TBL. VIKAN 29