Vikan


Vikan - 14.11.1974, Blaðsíða 5

Vikan - 14.11.1974, Blaðsíða 5
menn. Og aö staðaldri koma þangað forráðamenn leikhúsa og kvikmyndaframleiöenda og kynna starfsemi sina, þeir benda á möguleika á leikferðalögum og gefa ráðleggingar varðandi val á umboðsmönnum. Hingað senda lika forsvarsmenn sjónvarps- stöðvanna erindreka sina til að gefa upplýsingar um, hvaft er á döfinni hjá hverri sjónvarpsstöð fyrir sig og hvernig manngerðir vantar i hlutverkin. Og þar að auki halda leikarar að staðaldri fyrirlestra um leikhús og kvik- myndir i leikskóla Strasbergs i Hollywood. Þeir eru ekki af verri endanum, þvi að þar halda iðu- lega fyrirlestra leikarar á borð við Steve McQueen, Shelley Winters, Gene Kelly, Connie Stevens, Glenn Ford, Dustin Hoffmann og fleiri. Eg sit á skrifstofu leikskóla Strasbergs, og þar verður mér lit- ið á ráðleggingu, sem hangir inn- römmuð á veggnum. A islenzku hljóðar hún eitthvað á þessa leið: „Þvi aðeins teljist þið vaxandi leikarar, að þið haldið stöðugt á- fram að þjálfa ykkur og þroska”. Þetta er einföld áminning til leik- ara um að halda áfram að æfa sig, þó að þeir komist svolitið á- fram, hætta ekki, þó að þeir kom- ist á samning. En hörð sam- keppnin er yfirleitt næg til þess, að leikararnir halda sér I þjálfun. Að minnsta kosti þangað til þeir hafa getið sér slika frægð, að nafn þeirra eitt er nægilegt til að selja kvikmyndir. 1 þessum skóla er sérstakt kennslufyrirkomulag, og þegar ég spyr, hvað námið taki langan tima, fæ ég vingjarnlegt bros og eftirfarandi upplýsingar: „Við litum ekki á námið á þann hátt. Við vinnum ekki með ákveðinn námstima i huga. Nemandi getur til dæmis verið mjög duglegur og stundað hverja einustu kennslu- stund i langan tima, en svo hættir hann allt i einu, kannski af per- sónulegum ástæðum, og þá liða margir mánuðir eða ár, þangað til honum skýtur upp allt i einu, og hann tekur aftur til við námið, HOUSE "I PLEftSUtf þar sem hann hafði látið staðar numið. Við reynum að lita á skól- ann eins og lest, sem heldur á- fram endalaust, sumir feröast meðhenni, aðrir fara úr henni, og þaö er þægilégt að vita af þvi að geta alltaf verið meö seinna, þeg- ar tækifæri er til. Það eru til margar góöar kennsluæfingar, en til skýringar skal getið einnar sérstaklega. Stúlka, sem er ný- byrjuð I náipi hjá okkur, fær kannski strax I fyrsta timanum það verkefni að fara heim og hita sér kaffi. Svo á hún að koma aftur og sýna ein á sviðinu, hvernig hún bar sig að við það. Hún fær engin áhöld og hefur ekkert, nema einn stól, sér til halds og trausts á sviðinu. Hún á að sýna skólafé- lögum sinum atburðarásina, al- veg frá þvi hún tekur kaffikönn- una úr skápnum og þangaö til hún er búin aö drekka úr kaffibollan- um. Kannski var kaffið of heitt, svo að hún brennir sig l tunguna, 46. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.