Vikan


Vikan - 14.11.1974, Blaðsíða 18

Vikan - 14.11.1974, Blaðsíða 18
Anni meöan hún var enn viö hjúkrunarnám. <Anni kom á næturvaktina, leit hún inn til slösuðu stúlkunnar, sem henni þótti lita eölilega út, þótt hún væri aö visu i svolitlu uppnámi. Niu stundum siöar var Gabriele Kruger látin. Anni Stauber, 24 ára aö aldri, var ákærö fyrir hriöuleysi i starfi og dæmd til fjögra mánaöa varö- halds og til aö greiða tæpar 70.000 krónur i sekt. „Enginn sagöi mér,” segir Anni, ,,aö Gabriele var meövit- undarlaus nokkra stund eftir slysiö.” Dr. Joachim Rauschke útskýrði i réttinum, hve mikil- vægar þær upplýsingar hefðu verið. Dánarorsök Gabriele var heilablæðing. Dr. Rauschke segir heilablæö- ingu einkennast af þremur þátt- um. Fyrst af stuttu meðvitundar- Dr. Theodor Sigl yfirlæknir: „Ekkert var óvenjulegt viö þessa næturvakt.” leysi sjúklingsins. Siöan er liöan hans bærileg i nokkrar klukku- stundir. Þar næst fær sjúklingur- inn heiftarleg uppköst og missir siðan meðvitund og deyr. Gabriele Kruger fékk uppköst klukkan 20.00. Stofufélagar henn- ar hringdu á næturhjúkrunarkon- una. Henni fannst „ekkert óvenjulegt” við uppköstin. Aldrei önnur eins næturvakt Strax á eftir hringdi annar sjúklingur, kona, sem þjáðist af andateppu. Anni hafði þegar i stað samband við yfiriækninn, sem sendi lækni til að rannsaka andateppusjúklinginn. Anpi: „Þegar læknirinn var farinn, datt mér i hug, að ég hefði átí að segja honum frá uppköst- um Gabriele. En ég gleymdi þvi aftur.” Þessa gleymsku sina réttlætir Anni með eftirfarandi: „Ég hef aldrei verið á annarri eins nætur- vakt. Ég var á stöðugum hlaup- um.” Hún þurfti að sinna 30-40 hringingum sjúklinganna. Sumir þurftu bekken, aörir te, sumir vildu láta loka eða opna glugga. Hún varð að mæla alla sjúkling- ana, baöa suma og blanda bað- vatn handa hinum. Anni: „Ég var að þessu alla nóttina. Dagvaktin átti að sjá um að baða, en hún komst ekki yfir það, þvi að þetta var aðfaranótt mánudags, og um helgar vinnur aðeins helmingur starfsliðsins.” Dr. Theodor Sigl, 64 ára segir þetta ekki rétt hjá hjúkrunarkon- unni: „Þessi næturvakt var eink- ar venjuleg. Deildin var meira að segja ekki fullskipuð, og enginn sjúklinganna var sérlega veik- ur.” Martha yfirhjúkrunarkona deildarinnar segist ekki leggja mikið upp úr áliti yfirlæknisins: „Hann hefur ekki hugmynd um þetta. Hann litur ekki hér inn nema einu sinni i viku.” Klukkan 21 fékk Gabriele upp- köst aftur. Hún kvartaði sáran: „Ó, höfuðið á mér. Ég þoli þetta ekki lengur.” Næturhjúkrunarkonan kom aft- ur að rúmi Gabriele, en henni þótti ekkert undarlegt við uppköst stúlkunnar. „A sjúkrahúsum erú uppköst mjög tið, og ég hélt þau stöfuðu af sárinu og saumnum.” Hún hafði þvi ekki samband við lækni. „Ég óttaðist, að hann ávit- aði mig fyrir aö trufla sig að ástæðulausu.” Gabriele hrakaði stöðugt, og þá ákvað Anni að gefa henni kvala- stillandi strautu eins og yfir- hjúkrunarkona hafði lagt fyrir hana, ef sjúklingarnir kveldust mjög. Hún gaf Gabriele tiu milli- gramma skammt af psyquil. Gabriele virtist sofa. Dr. Kausche segir það vera einkenni meðvitundarleysisstigsins. Hann segir, að enn hefðu likurnar á þvi, að unnt hefði verið að bjarga lifi stúikunnar verið 70-90%. Um miðnætti var andardráttur Gabriele orðinn þyngri og rólegri, og því áleit Anni, að hún svæfi vel. Fimm stundum siðar kom Anni aftur að rúmi Gabriele: „Þegar ég snerti hana, fann ég, aö hún var oröin köld. Við likskoðunina kom i ljós, að brestur hafði komið i höfuðkúþ- una við fallið af hjólinu. Þessi brestur hafði ekki komiö fram á röntgenmyndunum, sem teknar voru eftir slysiö. Þessi brestur var þó nægur til þess aö blæddi inn á heilann. 1 ákærunni á hendur Anni Stauber er lögð áhersla á, að hún hefði átt að gera sér grein fyrir, að hætta var á ferðum. ógleöi Gabriele, höfuöverkurinn og upp- köstin heföu átt að nægja til þess. Anni: „Auövitað er þessum ein- kennum lýst i hverri einustu kennslubók i hjúkrunarfræöum. En mér kom heilablæðing ekki til hugar, enda haföi mér ekki verið sagt, að Gabriele kynni aö 18 VIKAN 46. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.