Vikan


Vikan - 14.11.1974, Blaðsíða 39

Vikan - 14.11.1974, Blaðsíða 39
i AÆTLUNARBiL Kæri draumráðandi! Eftirfarandi draum langar rhig að biðja þig að ráða fyrir mig. Ég þóttist stödd í áætlunarbíl, sem var þétt- setinn fólki. Mér fannst ég vera á leið til ákveðins bæjar. Þangað er nokkurra klukkustunda akstur. Þetta var síðla kvölds og því orðið dimmt. Engan þekkti ég þarna í bílnum, fyrr en allt í einu skýtur upp kollinum strákur, sem ég hef talsvert verið með og sat hann í næsta sæti við mig. Hann sagðist vera á leið heim til sín, en hann á heima í þorpi, sem er á leiðinni, sem ég þurfti að fara. Ég hélt, að bfllinn kæmi ekki við þar, en hann sagði það vera, og var ég ánægð yfir því, þvi að ég hafði aldrei komið til þessa staðar fyrr. Hann sagði, að þar væri mjög fallegt, og skyldi hann sýna mér staðinn. Svo komum við að þorpinu, og það fyrsta, sem ég sá, var afskaplega falleg hryssa ásamt litlu foláldi og tveimur tryppum, öðru tvævetur, en hinu veturgömlu. Ég hrópaði upp yfir mig og hnippti í strákinn, því að ég er mikill hestaaðdáandi. Hann sagði ekkert, en brosti við. f kringum hrossin var birta, en annars staðar var dimmt, svo að ég sá ekki umhverfið. Bíllinn nam staðar framan við lítinn og óhrjálegan kofa, og var mér sagt, að þetta væri viðkomustaður hans þarna. Engir fóru út úr'bílnum, nema bílstjórinn og strákurinn. Ég elti þá — minnug þess, að strákurinn ætl- aði að sýna mér staðinn. En hann minntist ekkert á að gera það, heldur f ór beint inn f kofann. Þar inni var ekkert, nema eitt rúm, og skreið hann upp í það og undir sæng og sofnaði. Ég var méð sæng og svefnpoka með mér og bjó urri mig á gólf- inu. Ég sofnaði ekki, og eftir dálitla stund reis ég upp, tók saman dótið mitt og vakti strákinn til að sögja hon- um, að ég væri að fara. Þá kallaði hann á tvö lítil lömb og kiðlinga. Þau voru afskaplega vinaleg og sleiktu hendur okkar beggja. Við þetta varð ég mjög ánægð, því að ég vissi ekki áður, að þessi strákur væri svona mikill dýravinur. Svo sagðist ég verða að fara, því að bíllinn biði eftir mér, en spurði um leið hvort hann kæmi ekki með til hússins, sem hann byggi í, því að varla ætti hann heima í þessum kofa. Hann sagðist ekki ætla heim strax, en ef mig langaði til aðsjá húsið, gæti ég þekkt það á því, að útidyrnar væru bláar. Með það fór ég úr kofanum. Nú var kominnmorgunnog orðið albjart, sólarlaust, en alltsvohreint og tært úti og dásamlega fallegt, aðég stóð á öndinni af hrifningu. Þóttist ég hvergi hafa séð jafn dýrlega f jallasýn og þarna. Ég fór inn í bílinn og ók hann af stað gegnum þorpið. Þá segir ein konan í bílnum við mig: „Það er yndislegt að búa hérna." ,,Já, því trúi ég vel", svaraði ég. Þá bætir hún við: „Já, og hérna er svo mikið af hestum." Þá hugsaði ég með mér, að þarna yrði ég að koma aft- ur. í útjaðri þorpsins sá ég gamla torfkirkju, sem var þó nokkuð stór. Mér var sagt nafnið á henni, en ekki man ég, hvað það var. Við þessa kirkju var tengd heilmikil saga frá liðnum tímum. Hálft þakið á henni var hrunið, og horf ði ég á hana, unz hún hvarf mér sjónum. Þannig endaði draumurinn. Mér þætti vænt um, að þú réðir þennan draum. Fyrirfram þakkir. „Dréymin". Þessi draumur er fyrir mjög hamingjuríkri framtíð þinni. Þú giftist áður en mjög langt um líður — óvíst hvort pilturinn í draumnum verður maki þinn — en hjónabandið verður langvinnt og hamingjusamt. Þið verðið bæði langlff. Sennilega eignizt þið þrjú börn með stuttu millibili. RÁÐNING FYRIR „DODDY". Gráturinn og tárin eru mest einkennandi f yrir þennan draum, og hvort tveggja er fyrir góðu. Af li verður þó lík- lega í rýrara lagi á vertíðinni. DÁIN ÚTI I GARÐI. Elsku draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi síðastliðið sumar. Hanri var á þessa leið: Mér fannst ég vera að lesa bók inni í herberginu mínu. Þá komu systir mín og frændi inn og sögðu mér, að stúlka, sem dvaldist hjá okkur, hefði fundizt dáin — sennilega myrt — úti í garði. Stuttu seinna var ég beðin um að fara með þvott út á snúru og hengja hann til þerris. Ég gerði það, en þorði ekki að líta inn í garðinn. Rétt á eftir vaknaði ég. Með þökkum. Rósa. Þessi draumur er fyrir langiifi stúlkunnar, sem sögð var dáin, og því einu. SVAR TIL Z. Draumurinn bendir til þess að þú sért úr hóf i fram tor- tryggin í garð sambýlismanns þins og vina. Vendu þig af því— til þess er engin ástæða, að minnsta kosti kemur hún ekki fram í draumnum. NÝFÆDDUR STRÁKUR Kæri draumráðandi! Mig lángar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi nýlega, en ég vil taka það fram, áður en ég byrja að segja frá draumnum, að ég er ófrísk. Þá kemur draumurinn: Ég var stödd á dansleik, sem er afar sjaldgæft nú orð- ið, og þekkti ég þar engan. Ég er búin að vera góð stund á dansleiknum, þegar ég fer að dansa. Allt í einu hrasa ég og dett, og það næsta, sem ég man, er að ég ranka við mér á sjúkrahúsi við það, að Ijósmóðir kemur irin á stof- una með barn í fanginu og segir mér, að þetta sé mitt barn. Ég verð dálítið hissa, því að ég á ekki von á mér strax, en ég tók þó við barninu, sem reyndist vera drengur með mikið Ijóst har. Draumurinn varð ekki lengri. Með fyrirfram þökk! Inga. Böler að þá barn dreymir, nema sveinbarn sé og sjálf- ur eigi. Þetta gamla orðtak á áreiðanlega við þinn draum og hann er aðeins fyrir góðu, sennilega heppnast þér öll áform þin vel. 46. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.