Vikan


Vikan - 14.11.1974, Blaðsíða 37

Vikan - 14.11.1974, Blaðsíða 37
Þau störðu á hann. — Peningarnir? Hvaða peningar? — Þar er um að ræða hvorki meira né minna en 150 þúsund pund sterling, sem voru látinn falla hér niður árið 1944 og fjár- málaráðuneytið vill gjarnan reyna að hafa upp á þeirri fúlgu. Þau voru bæði svo köld og ró- leg, að þetta virtist allt ósköp sennilegt. — Þér eigið við þá peninga, sem sendir voru niður með fallhlif, nóttina sem Ian Richardson var skotinn til bana, nóttina áður en flestir hér voru settir i þýzk fangelsi? sagði David. — Pen- ingana, sem Ian Richardson átti að veita móttöku. — Einmitf. — En Þjóðverjarnir komúst yfir þá peninga. Þeir voru á staönum. — Já, en það er ekki allskostar rétt, sagði Miles. — Það voru engir Þjóðverjar á staðnum. Þeir vissu alls ekki um þessa peninga- sendingu. Peningarnir voru sendir niður með fallhlif, alveg eins og áætlað hafði verið. Það eina, sem við vitum ekki, er hver tók við þeim. Við vitum aðeins, að þeir hurfu. — Fyrirgefið að ég nefni þetta, sagði Helen, — en er það ekki nokkuð seint, að vera að grafast fyrir þetta nú? Það er nokkuð langt um liðið síðan 1944. — Það var reynt að hafa upp á þeim þá strax og alltaf siðan, en þvi miður hefur það ekki borið árangur. — Hvað eruð þið þá að gera hér núna? spurði David. Miles sneri sér að honum, dá- litið undrandi á svip. — Við eltum yöur, herra Hurst, það er ósköp einfalt mál. David leit á Helen og hún klappaði á hönd hans. — Mér liður eins og þér, sagði hún. — Ég er jafn undrandi. Fáðu hann til að segja þér alla söguna frá upphafi. — Já, gerið það, sagði David. — Höfum viö tima til þess? spurði Miles — Þar sem byssumaður meinar mér útgöngu, þá get ég ekki séð að það væri hægt að nota timann betur. Maðurinn sagði að Marcel Carrier hefði ekki tima til að sinna okkar málum fyrr en eftir klukkutima eða svo. — O, við verðum komin i burtu héðan löngu fyrir þann tima, sagði Miles. — Við skulum lofa þeim að jafna sig og fá sér eitt- hvað i svanginn, þá getum við komizt fram hjá þeim. — Herra Lazenby, þér komið mér sannarlega á óvart, sagði Helen. — Þakka yður fyrir ungfrú Ste- wart. Má ég ekki bjóða yður aftur i glasið. Hann fyllti aftur glösin þeirra og svo hóf hann sögu sina, en ung- frú Martin sat sem fastast við gluggann. — Ykkur finnst liklega að það hafi verið nokkuð óvarlegt að senda svona mikla upphæð i einni sendingu, sagði Miles. — Það var það lika og þess vegna er svo gremjulegt að hafa tapað peningunum. Þetta var alveg sér- stakt tilefni. Það átti að senda tvær peningasendingar i tvennum tilgangi. önnur sendingin átti að ganga beint til andspyrnu- hreyfingarinnar og það voru 50 þúsund i peningum. Það átti reyndar að fara til þriggja hópa og átti að sendast i þrennu lagi. En á siðustu stundu voru ein- hverjar efasemdir yfir skila- boðunum frá einum hópnum, svo það var ákveðið að senda allt til þess manns, sem hafði fullt traust ráðuneytisins, Ians Richardson. Hann átti lika von á annarri sendingu með fallhlifum, i öðru augnamiði og það var þess vegna álitið öruggast að senda þetta allt til hans og láta hann sjá um dreifinguna. Ian Richardson var alveg ein- stakur maður. Hann hafði unnið mikilvægt starf meö félögum Heraults læknis. Hann hafði verið háskólakennari i Oxford og verið i Suður-Frakklandi fyrir strið. Þegar hann kom aftur til Frakk- • ÍPHItlPs] BLAUPUNKT : PHILIPS @ SAIMYO minnir á að BÍLAÚTVARPIÐ er orðið eitt af ÖRYGGISTÆKJUM bifreiðarinnar — það minnir yður á varúð á vegum — það færir yður fréttir af umferðinni á mesta umferðartímanum eTÍOMIP veitir alla þjónustu varðandi útvörp og segulbönd VARAHLUTIR VIÐGERÐIR ÍSETNINGAR Einholti 2 * Reykjavik - Simi 2-32-20 Vogar- merkið 24. sept. — 23. okt. Láttu málin ganga sinn gang og vertu ekki alltaf aö reyna að stjórna öllu. Það er svo miklu skemmti- legra, þegar óvænt at- vik gerast. Heillalitur er gulur. Þú skemmtir þér vel um helgina. 24. okt. — 23. nóv. Nú rennur upp mikið blómaskeið i ævi þinni. Allir taka hönd- um saman um að verða þér til sem mestra heilla. Ekki er ómögulegt, að þú hækkir i tign eins og þaö er kallað. 23. nóv. — 21. des. Þú átt bjarta daga framundan. Og málin snúast ekki þér einum i hag, heldur einnig öllum, sem þér eru ná- komnir. Gættu þess vel, aö þú gerir ekkert óviíjandi, sem hefur i för með sér óánægju vina þinna. 22. des. — 20. jan. F jármálin eru kannski ekki upp á það bezta um þessar mundir, en brátt fer að rætast úr þvi. Reyndu að skipu- leggja tima þinn bet- ur. Sem stendur eyð- irðu allt of miklum tima f snatt og þér verður þvi litið úr verki. 21. jan. — 19. febr. Þessi vika verður á flestan hátt eins og þú býst við fyrirfram. Reyndar er hætta á, að þú verðir að hætta við fyrirhugað ferða- lag, en þú átt eftir að sjá, að það er þér fyrir beztu. Vertu heima á fimmtudagskvöldið. 20. febr. — 20. marz Mundu, að sá, sem aldrei krefst neins, fær heldur aldrei neitt. Eða m.ö.o.:1 Sveltur sitjandi kráka. Þú skalt þvi endurmeta sjálfan þig gaun. gæfi- lega og athuga, hvort þú átt ekki rétt á meiru en þú færð. 46. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.