Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1975, Blaðsíða 8

Vikan - 23.01.1975, Blaðsíða 8
umkomið að taka tillit til mann- legra staðreynda — eins og þeirra, að Völstadhjónin geta auðveldlega séð börnum farborða og eru þar að auki fær um að veita takmarkalaúsa ástúð og kærleika og slíkt verður ekki metið til fjár. Hver ættleiðing kostaði óskaplega fyrirhöfn og óteljandi ferðir til ósló, en það vilja þau hjónin sem minnst um tala. — Barnlaust hjónaband er tómlegt, segir Völstad. — Við er- um engin fyrirmyndar fjölskylda, en við getum gefið börnunum heimili, sem þau áttu ekkert áð- ur. Vitaskuld hefur það ýmsa annmarka i för með sér, að ég skuli vera blindur, en ég held það geri börnunum ekkert til. Fyrsta barnið fengu Völstad- hjónin 1966. Það var Arnfinn, og þá var hann tveggja og hálfs árs. Hjónin fóru sjálf til Pireus með norskt ættleiðingarleyfi upp á vasann. En þeim virtist ekki ætla að ganga vel að fá barn þar. Eftir fjögurra vikna bið varð hann að fara heim, og að öðrum fjórum vikum liðnum kom hún á eftir honum. En til allrar hamingju var hún ekki aldeilis tómhent. Hún var með litinn og fallegan snáða með sér i för. Fáum er lagið að ala upp ein- birni svo vel fari, og hjónin töldu mikla þörf á þvi, að Arnfinn eign- aðist bróður. Þau leituðu til Kóreuhreyfingarinnar, og með aðstoð hennar eignuðust þau Tor- björn, sem þá var sjö ára. i fyrstu var Torbjörn sorgbitinn og þráði félaga sina hinum megin á hnettinum, en smám saman tók hann gleði sina. A sjúkrahúsi I Stavanger situr Ruth Völstad við rúm stúlknanna tveggja — Astrid og Magny. Hún er hamingjusöm og önnum kafin við að leika sér við börnin, kynn- ast þeim og hugga þau, þegar þau gráta. — Stúlkurnar minar hlæja. Þær eru heilbrigðar. Bráðum för- um við heim. Þriggja ára kviði er liðinn hjá. Astrid drekkur mjólk, en enn sem komið er þolir Magny ekki annað en hafraseyði og appelslnusafa. Frammi á ganginum er Nguyen Kim Dung. Hún segir, að nú séu rúm 2000 börn á barnaheimilinu Go Vap, sem systir Lucia rekur. Þegar Astrid og Magny komu þangað, voru þar rúmlega þúsund börn. Striðinu er ekki lokið, þján- ingunum ekki heldur. Og Nguyen Kim Dung heldur áfram : — Hérna er fallegt. Blóm og tré. Ekkert vex lengur kring- um Saigon. Norskur ljósmyndari, sem heimsótti barnaheimili systur Luciu fyrir þremur árum, skýtur inn i: — Ég gleymi aldrei börnun- ím, sem orðið höfðu fórnarlömb napalmsprengjanna. Nguyen Kim Dung bætir við: — Okkur þykir fyrir þvi að láta börnin fara úr landi, en fögnum 'pvi jafnframt, þegar þau fara til 'ólks eins og Völstadhjónanna. 8 VIKAN 4. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.