Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1975, Blaðsíða 27

Vikan - 23.01.1975, Blaðsíða 27
Til þess að geta krafist einhvers af öðrum verður maður að vera nógu sterkur til að meta sjálfan sig, sýna sér virðingu. Hún hafði alltaf látið troða á sér, fyrst eigin- manninn og nú dótturina. Hún hafði aldrei gert kröfu til mistökin . . . Smásaga eftir Gun — Faröu nú fram á gang, Kristfn! Frú Lund rífur upp baö- herbergisdyrnar og litur óþolin- móö á dótturina. — Hvaö er um að vera? Kristin beygir sig nær speglinum. — Þú veist, aö ég er aö veröa of sein og á eftir aö laga mig til. Rödd frú Lund er fremur óstyrk en ásakandi. — Hvers vegna? Kristin viröir sig vandlega fyrir sér 1 speglin- um. ■ — Ég er aö fara út eins og þú veist. Þú veröur aö vera heima og passa Jóhann, Viö ákváöum . . . Kristin rennir fingrunum gegn- um sitt háriö og hristiö höfuðiö. Henni dettur allt { einu svolitiö i hug — svolitiö, sem henni likar ekki. Hún bitur á vörina og þegir. — Skiluröu ekki, aö ég verö aö flýta mér, segir frú Lund æst. — Geröu þaö nú fyrir mig aö fara frá. — En ég ætla út meö Hans. Hann biöur eftir mér. Viö ætlum I Club 70. Viö eigum stefnumót og ég get ekki hætt við þaö. þeirra, og i þvi lágu Árestad. — Þú neyðist vlst til þess. Það er meira en vika siöan ég sagöi þér, aö ég ætlaði út i kvöld og aö þú yröir aö vera heima og passa Jóhann. Kristin hallar sér upp að dyra- karminum, starirá móður sina og mæiir hana út. — Meö hverjum? Hvers vegna ætlar þú út? — Mér er boöiö út i kvöldmat. — Þaö voru meira en litlar fréttir. Rödd ungu stúlkunnar er stingandi og hæönisleg. Þaö þarf ekki meira til aö setja móöurina út af laginu. Hún roön- ar og litur óörugg á hendur sinar og slöan niöur á fæturna. Hún, sem ekki stendur sig. Hún, sem er yfirgefin, einstæö og einmana. En i kvöld er henni boöið út. Hún hefur fengiö svolitið nýtt inn i lif sitt, einhvern, sem metur hana. Og hún ætlar ekki aö missa af tækifærinu. Hún ýtir Kristinu til hliöar og stendur augliti til auglitis viö spegilmynd sina, án þess þó aö sjá sig. Foreldrar þurfa að vera tveir 26 VIKAN 4. TBL. — Get ég farið svona? — Hmmmm. Hver er þessi dul1 arfulli aödáandi, sem þú hefur allt i einu hrist fram úr erminni? — Þetta finnst mér ruddalega sagt. — Ætlarðu ekki að svara mér? — Maður. Verkfræðingur. Hann vinnur á sama stað og ég. Þaö er ekkert merkilegt við það En ég hef ákveðið að borða með hónum kvöldverð, og það ætla ég aö gera. Klukkan sjö. Farðu nú . . Hún bendir dótturinni að fara, en Kristín stendur kyrr. — Er þaö? segðir hún ill- kvittnislega. — Ég minnist þess ekki, að ég hafi lofað að passa Jó- hann I kvöld. — Það gerðirðu nú samt. Kristin er bitur. Það virðist ein- hver breyting vera að verða i lifi hennar, eitthvað, sem hún haföi ekki gert ráð fyrir og vill heldur ekki gera ráð fyrir. Foreldrarnir höföu skilið fyrir tæpum tveimur árum, og móöirin hafði alltaf set- iö heima, horft á sjónvarp, saum- aö og lesið, og öll kvöld voru eins. Jóhann var litill, og hann þarfn- aöist móðurinnar, þegar hann kom heim af dagheimilinu. Þann- ig átti það að vera, þar til hún væri sjálf orðin fullorðin og flytti kannski að heiman og gifti sig. Lif hennar sjálfrar var rétt að byrja. En lifi móðurinnar var lokið. A hennar aldri varð maður ekki ást- fanginn. Það var engin ástæða til þess. En henni sjálfri var það al- ger lifsnauðsyn að missa ekki úr eitt einasta kvöld, svo enginn gæti komist upp á milli Hans og henn- ar . . . Þess vegna litur hún börkulega á móður sina. — Ég verð ekki heima. Þú lofaöir þvi. svarar móðir- in rólega. — Jóhann er orðinn fimm ára. Það er alveg óhætt að skilja hann eftir sofandi i nokkra klukkutima. Þetta er hreint og beint hlægilegt — Ég skildi þig aldrei eftir eina, þegar þú varst litil, og ég hef ekki heldur hugsað mér að skilja Jóhann eftir. Vanhugsað og óútskýranlegt hatur gýs upp I Kristinu. Fyrst brýst það út sem hræðsla, en fer svo yfir i reiði: — Hlægilegt, endurtekur hún. Þú talar um öryggi. Var það kannski öryggisins vegna, sem þið pabbi yfirgáfuð okkur? — Ég yfirgaf ykkur ekki. — Þið yfirgáfuð okkur. Þið tvö. Þaö getur aldrei orðið það sama, þegar maður hefur bara annað ykkar. Foreldrar verða að vera tveir. — Þetta er rétt hjá þér, Kristin. Rödd móöurinnar er róleg. En hún roðnar aftur. — Já. Þaö er einmitt svo . . . Þá ættir þú aö skilja þetta. — Skilja hvaö? — Aö þaö varö svo tómt, þegar pabbi fór. — Þú hefur aldrei minnst á það fyrr. — Maður talar ekki um svona I tima og ótima. — Hefur þú fundið til öryggis- leysis, siöan við skildum? — Það skiptir ekki máli. — Jú, það skiptir máli. — Nei, en ég vil i öllu falli ekki hafa það leiðinlegt? — Leiðinlegt? — Já, eins og þú. Nú er röðin komin að mér. Þúhefur gert þitt. Þótt þittlif hafi misheppnast, þá ætla ég ekki að liða fyrir það, þaö sem eftir er. Móöirin hefur látiö fallast niður á stól. En hún stendur upp fljót- lega, Hún hefur ekki lengur vald á svipbrigöum sinum. — Ef þú heldur að minu lifi sé lokiö, þá skjátlast þér. Hún gripur hárburstann og rennir honum gegnum hárið. — Ég ætla aö byrja úpp á nýtt. t kvöld byrja ég upp á nýtt. Kristin þrifur veskið sitt af hill- unni i ganginum. Varaliturinn dettur á gólfið. Hún tekur hann upp og hleypur fram að dyrum. — Kristin! — Ég ætla út. — Þú verður kyrr! — Nei! En hún snýr við, stansar rétt fyrir framan móður sina. — Þú ætlar þá að fara að flýja, héðan i frá. Flýja út með körlum á hverju kvöldi, meöan ég sit heima og koðna niður sem barnapia. Er það þann- ig, sem þú hefur hugsað þér að hafa það? — Ekki alveg. Við skiptumst á. Þú passar Jóhann eitt kvöldið, og það næsta sit ég heima. Þú ert orðin nógu stór... eða það hélt ég. Hræðslan nær aftur tökum á Kristinu, og tárin koma fram i augun á henni. - Þú verður að vera hér.grát- biður hún og breiðir út faðminn. Alveg eins og faðir hennar, hugsað frú Lund. Það var honum mikið áfall, þegar hann komst að raun um, að ég sætti mig ekki við þetta lengur. Meðan ég var heima og alltaf á minum stað, gat hann skemmt sér með öðrum. Hann notaði mig eins og stökkpall út i ævintýrin. En skyldi hann njóta frelsisins eins mikið og hann þótt- ist gera? Nú, þegar hann hefur mig ekki Lengur að bakhjarli, er það tæplega eins spennandi og öruggt að eiga ævintýri með öðr- um. — Þú ert sönn eftirmynd föður þins, Kristin. Hún hefur aldrei fyrr talað um skilnaðinn við dóttur sina. Þetta kom aðeins henni og manninum við, þetta var þeirra einkakvöl og börnunum skyldi ekki blandað i málið. Það hafði ekki mikla þýð- ingu aö fára að gefa þeim innsýn i hjónabandið — og þó. Hvað var það, sem vantaði? Hin sársauka- fulla hreinskilni? Tækifærið til að vaxa frá óþægindunum? Hjá Kristinu kom föðurmissirinn fram sem skertur eignaréttur. Hann átti aö vera eign hennar, hann og móðirin. Fjölskylda án fööur er bækluö. Rænd fjölskylda. Og það var hún, móðirin, sem hafði tekiö hann frá henni. Og meira skyldi hún ekki fá að taka. Ekki eitt kvöld, hvað þá fleiri. — Faðir þinn skemmti sér með öðrum konum — en honum fannst svo tryggt og gott að hafa mig hér heima. Fint að hafa pall, sem hægt var að stökkva af. Það var ástæöan til þess, að ég skildi við hann. Það er ekkert gaman að vera stökkpallur fyrir annan, Kristin. Ekki einu sinni þig. Og nú vantar klukkuna tuttugu minútur I sjö, og ég hef ekki tima til að . . . Hún fer inn á baðherbergið og læsir að sér. Stuttu seinna heyrir hún að dóttirin hringdi — líklega i Hans. Sem snöggvast nagar efinn hana. Hún gæti farið fram og sagst skyldi veröa heima, svo dóttirin gæti verið frjáls, frjáls til að gera það, sem henni sýndist. En um leið sér hún i hverju mistökin liggja — og I þessu hafa þau kannski alltaf legið: Hún lét Ólaf, eiginmanninn.véla sig.Hún þorði ekki aö krefjast nokkurs af hon- um. Og nú er það sama að gerast meö Kristlnu. Lætur hana lifa lif- inu án þess að gera kröfur til hennar, þótt það sé einmitt það, sem fjölskyldan byggist á, gagn- kvæmum kröfum. Maður getur ekki verið hluti af fjölskyldu, án þess að veita og leggja eitthvað af mörkum. En til.þess að krefjast einhvers af Öðrum verður maður að vera nógu sterkur til að meta sjálfan sig, sýna sér virðingu. Hún leggur augnskuggann á augnalokin og dregur meira að segja svart strik meöfram augn- hárunum, og þegar hún sér, hve lik hún er dóttu'r sinni, bfosir hún. Hún púðrar sig, ber á sig vara- lit og setur ilmvatn bak við eyrun og undir kjálkabörðin, oþnar dyrnar og lætur sem hún heyri ekki, aðdóttir hennar er i síman- um. Hún gengur hratt fram i forstofuna og litur sem snöggvast á klukkuna. — Þú hefur þá ekki skipt um skoðun, segir Kristin veikt. — Auðvitað ekki. Ef ég iðrast einhvers, þá er það að ég skuli ekki hafa farið út fyrr en i kvöld. — Ætlarðu lika að vera reið? Hún heyrir, að Kristin er gráti nær. Vorkunnsemin er i þann veginn að ná yfirtökunum i brjósti hennar. En hún þrifur hanskana, fer I þá og litur aftur á klukkuna. Hún verður að láta sem henni standi á sama. Það er það eina, sem getur bjargað þeim báöum nú. — Nei, segir hún, eins og annars hugar. — Hvers vegna ætti ég að vera reið? Ég er bara að gera ákaflega eölilegan hlut. Ég ætla að fara út og skemmta mér svolltið. Og þvi hef ég hugsað mér að halda áfram. Hún veit, að billinn biöur niðri á götunni — aö hann er kominn. Ef Kristin hefði ekki lagt niöur skott- ið, væri hún áreiðanlega búin aö standa við hliðiö góða stund — við að rekja honum raunir sinar. Nú er hún tiu minútum of sein. Hún fer út um dyrnar, kinkar kolli til Kristinar. titi á götunni snýr hún sér við og veifar upp i átt að glugganum. Kristin stendu þar og veifar á móti. Svo gengur hún að bilnum. — Það getur aldrei orðiö það sama, þegar maður hefur bara annað ykkar, hafði Kristin sagt. Hún hefur að nokkru rétt fyrir sér. Fjölskyldan verður aldrei söm, ef einn vantar. En þeir, sem eftir sitja, verða lika að fá sin tækifæri. Héðan i frá ætlar hún aö krefjast þess, af Kristinu, af Jó- hanni og af sjálfri sér. — En hvað þú ert sæt i kvöld, segir hann og opnar bildyrnar fyrir hana. Hún hrekkur við. Hún haföi næstum gleymt honum. Andlit hennar er svo afslappað, svipurinn svo hreinn og laus við tilgerð, að þaö fer um hann undarlegur straumur, þegar hún litur á hann og tekur i framrétta hendi hans. 4. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.