Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1975, Blaðsíða 19

Vikan - 23.01.1975, Blaðsíða 19
auðvitað sérstaklega, vegna þess að ég er bóndi, en slik vinnubrögð tel ég aldrei til bóta. Eina leiðin til þess aö jafna aðstöðu þegna þjóð- félagsins held ég sé að draga úr deilum og illindum milli eir- stakra hópa, og reyna að sameina kraftana í baráttunni fyrir betra mannlifi. Freyr: Finnst þér það hafa ver- ið að efna til illinda, þegar verka- menn stóðu i fimm vikna hörðu vehkfalli árið 1955 til þess að knýja fram atvinnuleysisbætur? Eða áttu þeir bara aö biða þess sáttir og rólegir, að þeim yrðu færð þessi sjálfsögðu réttindi? Jón: Verkfallsrétturinn hafði miklu meiri þýðingu áður fyrr en hann hefur nú, vegna þess að nú er aöstaðan til að jafna málin á annan hátt en meö verkföllum oröin miklu betri. Freyr: Þér finnst kannski, að verkalýöshreyfingin eigi ekki að ráða yfir verkfallsvopninu? Jón: Hún á að ráöa yfir þvi, en ég held ekki sé ráölegt að beita þvi fyrr en i nauðirnar rekur, þvl að allir tapa meöan á verkfalli stendur. Agnes: Fólk veröur alltaf aö berjast fyrir réttindum sinum, hvort sem um er aö ræða launa- mál eöa annað, og til þess aö ná rétti sinum verður að beita tiltæk- um vopnum og vopn verkalýösins er verkfall. Jafnrétti fáum viö aldrei fært á .silfurbakka. Þaö verður alltaf aö berjast þrotlausri baráttu fyrir þvi. Freyr: Og hér hljótum viö nátt- úrlega fyrst og fremst að berjast fyrir efnahagslegu jafnrétti, þvi að án þess er ekkert jafnrétti til. Eina raunveruiega jafnréttið hér á landi nú, er það, aö hver króna er annárri jöfn. Berglind: Mér gest ekki aö þessari ofsatrú á peningum. Jón: Þarf þó ekki umfram allt Jón: Eg held, að enginn hafi slæmt af þvi að þurfa að leggja svolitið á sig til þess að ná tak- marki sinu. að tryggja málfrelsi og tjáninga- frelsi? Er ekki efnahagslegt jafn- rétti litils viröi án þess? Og ekki getum við fullyrt, að tjáninga- frelsi sé ekki fyrir hendi á Is- landi? Freyr: Það fer allt eftir þvi, hvernig á það er litið. Annars vegar bannar ekkert mönnum að segja það, sem þeir vilja. Hins vegar er svo gifurlega mikill að- stööumunur milli manna á aö koma skoöunum sinum á fram- færi opinberlega. Jón: Ég held, aö flestar skoöan- ir fái inni í dagblööunum okkar. Trausti:Dagblöðin eru misstór, bæði að siðufjölda og upplagi. Freyr: Dagblööin lifa fyrst og fremst á auglýsingum. Þess vegna ráöa auglýsendur — eignamennirnir — mestu um, hvaða blöð þrffast og hver ekki. Berglind: Þú talar eins og viö séum komin I eitthvert status quo hér á landi. Ég held, að tiltölulega auðvelt sé fyrir fólk að koma sér áfram, stofna og reka eigiö fyrir- tæki hér á landi, og komast þann- ig I þessa eignaaðstöðu, sem þú leggur svo mikiö upp úr. Til dæm- is getur ekki veriö sérlega erfitt aö gerast útgerðarmaður, þegar langmestur hluti stofnkostnaðar-' ins er lánaður. Trausti:Treystir þú þér til þess að fara að gera út, Stella? Stella: Það held ég varla, en kannski það sé bara vegna þess, að i mér er ekki snefill af bisniss- manni. Svo held ég lika, að við gætum aldrei fariö aö gera út öll, þannig aö munurinn er áfram fyr- ir hendi, þótt einn og einn til viö- bótar stofnsetji fyrirtæki. Timinn var floginn frá okkur og þótt jafnréttismálin væru vita-' skuld langt frá þvf aö vera út- rædd, uröum viö að slá botn i þetta spjall. Fyrstu spurningunni var beint til Berglindar og við veittum henni lokaorðin lfka. Berglind: Það er von min og ósk, að konur vinni bug á hlé- drægni sinni og vanmáttarkennd, sem ég held þær haldi við sjálfar, þvi að ég fæ ekki séð, að neinn á- kveðinn aðili i þjóöfélaginu haldi Agnes: ..Hugsið ykkur öll bömin á aldrinum sex til tólf ára, sem ganga sjálfala með lykil um hálsinn... þeim niðri. Ariö 1975 hefur veriö valið sérstaklega til þess aö vekja athygli á stöðú kvenna alls staöar I heiminum, og ég vona, að það veröi til þess aö vekja konur af svefninum, og þær gerist virkar i þjóömálabaráttunni og hætti að ltta á stjórnmál og efnahagsmál sem eitthvert sérviðfangsefni karlmanna. Þá fyrst verður hlut- ur þeirra jafngildur framlagi karlmanna og raunverulegu jafn- rétti náð. Að þessum oröum Berglindar töluðum, var stungiö upp á sam- eiginlegu slagorði hópsins: FLEIRI BARNAHEIMILI, og all- ir lýstu sig samþykka þvi. 4.TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.