Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1975, Blaðsíða 39

Vikan - 23.01.1975, Blaðsíða 39
Trúlofun. Kæri draumráðandi! Ég hef aldrei skrifað þér áður og þess vegna ætla ég að biðja þig um að henda ekki þessu bréfi í ruslið, heldur svara því og ráða fyrir mig drauminn, sem veldur mér allmiklum áhyggjum. Draumurinn var á þá leið, að mér fannst ég vera stödd í sjoppu hérna í Eyjum ásamt stráknum, sem ég er með. Við ætluðum að trúlofa okkur bráðum og í draumnum fannst mér hann allt í einu setja trúlof- unarhring á fingurinn á mér. Ég reyndi að láta engan sjá hringinn og þó vildi ég láta alla sjá, að ég var trú- lof uð. Allt i einu heyrði ég eina stelpuna, sem þarna var, segja: Þau eru búin að trúlofa sig. Þá rukum við út og gengum niður i stöð, þar sem ég vinn og bý eins og er. Þar var fólk að skemmta sér og skála og enginn tók eftir því, að við vorum búin að trúlof a okkur. Við það vaknaði ég. Ég er svo áhyggjufull. Viltu ráða drauminn fyrir mig. Með kveðju. Eþ. Þú þarft engu að kvíða persónulega, en hræddur er ég um, að ekki verði alltaf logn og bliða i Eyjum i vet- ur. Ekki svo að skilja, að nein hætta stafi af veðrum, en hætt er við ótið og einkum vætutið. Svar til S.A.E. Draumráðanda þykir miður að mega ekki birta drauminn frá þér, sem að hans dómi er einn skemmti- legasti draumur, sem hann hefur fengið sendan og einstaklega vel er sagt frá honum, bæði skýrt og skil- merkilega auk þess sem heilmikillar frásagnargleði gætir í honum. Sendu okkur endilega annan draum, sem við megum birta. Um merkingu draumsins er það að segja, að þú hitt- ir vin þinn aftur, ekki þó i náinni framtið, og gerir þér Ijóst, að tilfinningar ykkar hvor til annars hafa breystog þið eruð bara gamlir vinir, sem þykir gaman að sjást aftur. Sennilega verður þú þó svolítið angurvær fyrst á eftir, en það fer af þér og þér gengur allt í haginn, leysir meira að segja af hendi verk, sem þú hefur lengi ætlað þér að Ijúka af, en aldrei látið verða úr að byrja á. Hvítar skellur i hringnum. Kæri draumráöandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu og ég get ekki gleymt. Mér fannst ég sitja í eldhúsinu hjá mér að morgni dags og vera með trúlof unarhringinn minn í höndun- um og vera að snúa honum milli fingranna. Þá upp- götva ég tvær mjög áberandi hvitar skellur á honum rétt eins og hefði brotnað upp úr gullinu á þessum tveimur stöðum. Ég varð mjög hissa á þessu, en setti hringinn samt upp aftur og hugsaði mér að láta gera við þetta. Með fyrirfram þökk. G.I.H. Þú og unnusti þinn þrætið tvisvar um sama málefn- ið. Þú veist of urvel, að þú hef ur á röngu að standa, en getur samt ekki stillt þig. Eftir seinna rifrildið sérðu þó að þér og gerir hvað þú getur til þess að koma á sáttum. Jóðsótt og skopvopn. Draumráðandi góður! Mig langar til þess að biðja þig að ráða eftirfarandi draum fyrir mig. Ég þóttist stödd i f iskverkunarstöð, þar sem ég var vinnuklædd. Þá fannst mér ég taka jóðsótt og verða mjög veik. Tveir vinnufélagar mínir hjálpuðu mér í gegnum stóran vinnusal og yfir i geymsluskemmu, þar sem geymd var sekkjavara. Þar lagðist ég á gólf- ið, sem f lóði í vatni, og bar ég mig mjög illa, en vinnu- félagar minir fóru að ná í hjálp. Gegnum opnar dyrn- ar sá ég X vin minn, þar sem hann gekk fyrir dyrnar með stúlku. Ég kallaði til hans og bað hann að sækja vin minn með sama nafni, en i raunveruleikanum þekki ég engan með sama nafni. X yf irgef ur stúlkuna og kemur til min. Hann virðist ekkert ánægður yf ir að hitta mig, en náði þó í þurra strigapoka, sem hann breiddi undir mig. Ég kallaði sífellt á þennan imynd- aða vin, sem ég þóttist eiga í draumnum, og X spurði mig sáróánægður, hvort hann ætti að sækja hann. En hann fór ekki, heldur hélt hann i höndina á mér og hlúði að mér. Ég leið miklar kvalir og þóttist viss um, að barnið fæddist, áður en ég yrði f lutt burt. Draumurinn varð ekki lengri en þetta. Fyrir nokkrum vikum dreymdi mig annan draum, sem ég get ekki heldur ráðið. Að þvi er mig minnir þóttist ég þá stödd í verslun og þangað inn ruddist maður vopnaður stórri gamaldags byssu og ætlaði hann að ræna verslunina. Allir hprfuðu undan honum og ég líka, en svo hleypti ég í mig kjarki og gekk beint að manninum og sagði honum að fá mér byssuna. Hann horfði á mig stórum augum og gerði sig líklegan til að skjóta. Þá þreif ég af honum vopnið og hljóp út. Ég hljóp eftir mörgum þröngum götum og vissi, að hann elti mig. Það var glampandi sólskin og öll húsin voru hvít og sömuleiðis gangstéttir og götur. Allt i einu kom ég auga á skartgripaskrín i skoru milli gangstétt- arhellna. Ég tók það upp og opnaði það. Reyndist það vera f ullt af afskaplega fallegum gullhringjum. Þess- ir hringir voru alsettir perlum þó mismörgum. Þá stóð einhver hjá mér og sagði, að ég mætti eiga alla þessa hringi. Ég vildi ekki þiggja þá, en valdi þó einn hringinn. Hann var látlausastur þeirra, með þremur perlum, tveimur jafnstórum, en einni stærri í miðj- unni. Þessi draumur varð ekki lengri. Með kveðju. B.G. P.s. Mig langar til þess að þakka fyrir ráðningu, sem ég fékk fyrir svo sem einu og hálf.u ári, en hún kom öll fram. Merking fyrri draumsins fer allmikið eftir því, hvort þú ert gift eða ekki, því að barnsfæðing í draumi er yfirleitt talin vera giftum konum fyrir góðu en ógiftum heldur slæmu. Að vísu hafa tímarnir breyst mikiðá undanförnum árum og draumtákn geta breyst um leið, svo að þessi merking þess að ala barn í draumi getur verið orðin úrelt. Eigi að síður telur draumráðandi, að þessi fyrri draumur boði þér ein- hverja timanlega erfiðleika, einkum vegna merking- ar nafnsins á ímynduðum vini þinum. Seinni draum- urinn er fyrir erfiðri ákvörðun, sem þú verður að taka, en þér tekst hún giftusamlega.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.