Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1975, Blaðsíða 23

Vikan - 23.01.1975, Blaðsíða 23
metra frá slysstabnum, og bil- stjórinn flýtti sér til baka, þangað sem Myrta Wilson lá, sem hér hafbi hlotið ógurlegan dauðdaga. Hún lá flöt á veginum og blandaði rykið þykku og dökku blóði sinu. Michaelis og þessi maður urðu fyrstir til hennar, en þegar þeir reyndu að hneppa frá henni skyrtunni, sem enn var rök af svita, sáu þeir að vinstra brjóstið hékk laust, eins og fleiður og að engin þörf mundi að hlusta eftir hjartanu undir þvi. Munnurinn var galopinn og litillega rifið út úr munnvikjunum, likt og hún hefði um stund þráast við að láta eftir þá geysimiklu orku, sem i henni bjó. —0— Viö komum auga á þrjá eða fjóra bila og fjölda af fólki, þegar viö áttum enn drjúgan spöl ófar- inn. — Árekstur! sagði Tom. — Prýðilegt. Loks fær þá Wilson eitthvað að gera. Hann hægði á sér, þó án þess að neitt benti til að hann ætlaði sér að stanza, — það var ekki fyrr en við komum nær að þögul og for- vitin augu viðstaddra fengu hann til að stiga ósjálfrátt á hemlana. — Við skulum sjá hvað um er aö vera,sagði hann óstyrkti röddu, — bara rétt lita á ... Ég greindi nú holt skerandi hljóð, sem endurtekið var i sifellu og kom innan úr bilskúrnum. Þegar við stigum út og gengum að dyrunum, urðum við þess áskynja að þau komu frá manni sem aftur og aftur stundi ,,Ó, guð minn góður”. — Hér hefur eitthvað alvarlegt komið fyrir, sagði Tom æstur. Hann tyllti sér á tær og leit yfir mannþröngina inni i bilskúrnum, sem aðeins var lýstur með einni gulri peru, sem rólaði i virkörfu uppi i loftinu. Eitthvert rámt hljóð kom neðan ur barka hans, og hann ruddi sér braut innar, með kröftugum handleggjunum. Þröngin luktist á ný að baki honum og það heyrðust muldruð andmæli vegna slikra aðfara. Um það bil minúta leið, áður en mér tókst að koma auga á eitthvað. Þá bar einhverja að, sem mynduðu skörð I hópinn og okkur Jordan var allt i einu ýtt inn i hann miðj- an. Likami Myrtu Wilson var vaf- inn inn i ábreiðu og aðra þar utan yfir, likt og henni væri kalt i öllum þessum hita. Hún lá uppi á vinnu- borði, úti við vegg, og Tom laut yfir hana, hreyfingarlaus og sneri að okkur baki. Næstur honum stóð lögregluþjónn, önnum kafinn viö að rita niður nöfn i litla bók. Hann var sveittur og sifellt þurfti að leiðrétta eitthvað. 1 fyrstu var mér ekki alveg vel ljóst hvaða rödd það var, sem svo hávær og meðslikum andvörpum bergmál- aði i bilaskýlinu, — en þá kom ég auga á Wilson. Hann stóð ofan á háum þröskuldi i dyrunum á skrifstofunni, reri fram og aftur og hafði gripið báðum höndum um dyrastafinn. Einhver maður var að ræða við hann lágri röddu og reyndi öðru hverju að leggja hönd á öxlina á honum. En Wilson heyrði hvorki né sá. augu hans flöktu frá ljósinu sem sveiflaðist i loftinu að þvi sem lá á borðinu við vegginn og þá að ljósinu á ný, meöan hann lét ekki af þessum háværu og skelfilegu áköllum: ,,Ó, guð minn góður, ó, guð minn góður, ó, guð minn góður!” Nú leit Tom upp með snoggum rykk og eftir að hafa svipast stjörfum augum i kringum sig um stund, vék hann einhverjum sundurlausum athugasemdum að lögregluþjóninum. — M-a-v- stafaði lögreglu- þjónninn, — o..... — Nei, r, leiðrétti maðurinn, — M-a-v-r-o.... — Biðið þið Við, hvislaði Tom ákafur ...... — r, sagði lögregluþjónninn, — o — og .....Hann leit upp um leið og Tom lagði breiða hönd sina á öxl hans. — Hvað vilt þú, maður minn? — Hvað kom fyrir? — Það er það sem mig langar að vita. — Varð fyrir bll, dó sam- stundir. — Dó samstundis, át Tom eftir og starði fram fyrir sig. — Hún hljóp út á veginn. Þessi tikarsonur stanzaði ekki einu sinni. — Það voru tveir bilar, sagði Michaelis, — einn að koma, annar aö fara, skilurðu? — Fara hvert? spurði lögreglu- þjónn kænlega. — Einn var að fara i hvora átt. Sjáið þið til .Hann bjóst til að benda I átt að ábreiðunum, en hætti við og lét höndina slga. — Hún hljóp út á veginn og sá sem kom frá New York keyrði beint á hana með fjörutiu eða fimmtiu kílómetra hraða á klukkustund. — Hvað heitir þessi maður, spurði lögreglumaðurinn. — Hann heitir ekki neitt. Svertingi nokkur, fremur ljós i andliti og vel klæddur gekk nú nær. — Það var gulur bill, sagði hann. — Stór, gulur bill. Nýr. — Sástu slysiö? spurði lögregluþjónninn. — Nei, en billinn fór fram hjá mér hér fyrir neðan. Hann ók hraðar en á fimmtiu kilómetra hraða, —liklega á áttatiu eða niu- tlu kllómetra hraða. — Komdu hér og segðu til nafns. Færið ykkur frá. Ég þarf að rita hjá mér nafnið á honum. Einhver hluti þessa samtals hlýtur að hafa náð eyrum Wil- sons, þar sem hann reri i dyra- gættinni, þvi skyndilega fékk hann málið á ný, mitt I öllu hug- arvili sinu. — 'Þið þurfiö ekki aö segja mér hvaöa bill það var! Ég veit vel hvaða bill það var! Hann einblindi á Tom og ég sá vöövana strikka undir jakkanum hans. Hann gekk skjótum skref- um til Wilsons, tók sér stöðu gegnt honum og greip þéttu taki um axlir hans. — Þú verður að taka þig á, sagði hann i mildum ávituhartón. Wilson starði á Tom. Hann tyllti sér á tær og hefði eflaust fallið niður á hnén, hefði Tom ekki haldið honum uppréttum. GISSUR GULLRASS E.FTIR' B/LL KAVANAGH e. FRANK FLETCUER lteldurðu, að stæðavöröurinn fetti ekki fingur út i það? Þvi þá þaö? Þettageturverið billinnminn! 4. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.