Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1975, Blaðsíða 13

Vikan - 23.01.1975, Blaðsíða 13
i og Albert 5,5 kg á3 vikum þegar fram i.sækir. A bannlistan- um, sem hér fer á eftir, eru aöeins taldar upp nokkrar tegundir, sem ber alveg sérstaklega að varast vegna mikils kolvetnainnihalds þeirra. Bannlisti: Bananar, baunir, brauð, döðl- ur, fikjur, hrisgrjón, hrökkbrauð, hunang, hveiti, is, jógúrt, kartöfl- ur, kartöflumjöl', kornflex, korn- matur, makkarónur, mjólk, niðursoönir ávextir, pönnukökur, rúsinur, smákökur, spaghetti, sulta, sykur, sýróp, sælgæti, sæt- sýrt grænmeti (sweet pickles), tertur, tómatsósa, tvibökur, tyggigúmmi, þurrkaöir ávextir. Rétt er aö taka enn einu sinni fram, að til þess aö ná fullkomn- um árangri skal engra kolvetna neytt fyrstu vikuna. Að viku lið- inni er óhætt að bæta við sig ein- hverri fæðutegund, sem inniheld- ur litils háttar kolvetni. Viökom- andi verður að vega og meta, hvers hann saknaöi mest fyrstu vikuna og bæta þvi við sig aö vandlega athuguöu máli. Langar hann mest i fjölbreyttara græn- meti? Nýja ávexti? örlitið tómat- sósubragð af fiskinum? 1/2 greip- aldin á morgnana? Nú er bara um aö gera aö fara varlega — mjög varlega — fyrst i stað. Ekki má eyöileggja árangurinn strax. Best er að hafa kolvetnatöflu viö höndina og miöa við 40 grömm af kolvetnum á dag. Við það mark standa flestir I stað, hætta að létt- ast, en þvi meira sem þeir eru innan við markið þeim mun hrað- ar leggja þeir af. Þetta er ekki eins flókiö mál og margur hygg- ur. Við erum hér t.d. meö litla handhæga bók, sem Dell útgáfu- fyrirtækiö hefur gefið út, Carbo- hydrate Gram Counter. Ef viö setjum upp „kolvetnagleraugun” og flettum þeirri ágætu bók, kom- umst við að raun um, að viö fáum 4,2 gr af kolvetnum i 1 msk. af tómatsósu, 16,9 gr i einu meðal- stóru epli, 100 gr i einum bolla af þurrkuðum aprikósum, 34,5 gr i meðalstórum banana,‘0,l gr i 1 msk. af smjöri, 7,8 gr i einni með- alstórri karamellu, 5,1 gr i meðal- stórri gulrót, 17,7 gr i einum bolla af Cheerios kornflexi, 27 gr i einni kókflösku, 2,1 gr i einni saltkex- köku, 18,2 gr i hálfu greipaldini, 1,0 gr i 1 msk af söxuöum lauk, 17 gr i meðalstórri appelsinu, 19 gr i 4sveskjum, 210gr i 1 bolla af púö- ursykri, 6 gr i meöaltómati, 11,7 gr i einum bolla af jógúrt. Þetta sýnishorn veröur að nægja að sinni, og þá er bara að óska „kúristunum” góðs gengis K.H 4. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.