Vikan

Útgáva

Vikan - 06.02.1975, Síða 19

Vikan - 06.02.1975, Síða 19
Það varð löng þögn handan lin- unnar og svo heyrðist hann hrópa upp yfir sig .. þá var skellt á. —0— Ég held að þaö hafi veriö á þriðja degi, að simskeytið barst frá borg i Minneasota, undirritað Henry C Gatz. Þar stóð aðeins að sendandinn legði samstundis af staðog hann baö um aö jarðarför- inni yrði frestaö, unz hann kæmi. Þetta var faðir Gatsby, alvöru- gefinn gámall maöur, afar ósjálf- bjarga og umkomulitill. Hann var dúöaður inn i siðan og ódýran ull- arfrakka i heitu septemberveðr- inu. Hann sýndist spenntur og augun voru á flökti. Þegar ég tók við ferðatöskunni hans og regnhlifinni, byrjaði hann að klóra sér i þunnu og gráu skegg- inu af þeim ákafa, að ég átti I vandræðum með að koma honum úr frakkanum. Hann var að niðurlotum kominn, og fór ég þvi með hann inn i tónlistarherbergið og lét hann setjast, meðan ég sendi eftir einhverju að borða. En hann vildi ekki boröa og mjólkin skvettist úr glasinu i skjálfandi hönd hans. — Ég las það i Chicagoblöðun- um, sagði hann. — Það stóð allt um það i Chicagoblöðunum. Ég lagði strax af stað. — Ég vissi ekki hvar ég gæti náð til þin, sagöi ég. Hann litaðist stöðugt um i her- berginu með augum, sem ekki festi á nokkrum hlut. — Brjálaður maður, sagði hann. — Hann hlýtur að hafa veriö brjálaður. — Kannski þú viljir dálitiö kaffi? spurði ég. ■ — Nei, ég vil ekkert. Mér liöur ágætlega nú, herra ... ■ — Carraway. — Já. Mér liður ágætlega nú. Hvert fóru þeir með Jimmy? Ég fór með hann inn i borðstof- una, þar sem sonur hans lá og skildi hann þar eftir einan. Nokkrir smádrengir voru komnir upp i þrepin og gægðust inn i for- dyriö, þegar ég sagði þeim hver kominn væri, fóru þeir nauðugir i burtu. Aö skammri stundu liðinni lauk herra Gatz upp dyrunum og kom fram fyrir, — munnurinn var hálfopinn og andlitið dálitið rjótt. Úr augunum höfðu runnið fáein tár. Hann var nú kominn á þann aldur, þegar mönnum þykir dauðinn ekkert ógnvekjandi undur lengur, og þegar hann leit nú í kringum sig i fyrsta sinn og sá hæð og iburð gangsins og stóru herbergjanna inn af honum og herbergja inn af þeim, tók sorg hans að gerast blandin lotningu og stolti. Ég fylgdi honum til svefnherbergis uppi á loftinu, og meðan hann tindi af sér jakkann og vestiö sagði ég honum að öllum undirbúningi heföi verið frestað, þar til hann kæmi. — Ég vissi alls ekki hvernig þú vildir hafa þetta, herra Gatsby... — Ég heiti Gatz. Ég hélt að ' kannski vildir þú láta flytja likiö vestur eftir. Hann hristi höfuðið. Framhald i næsta blaftr Auðbrekku 63. Simi 44600 GISSUR GULLRASS E-FTIR- BILL KMANAGU e. FRAKK FLETCUBR 6. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.