Vikan

Útgáva

Vikan - 06.02.1975, Síða 23

Vikan - 06.02.1975, Síða 23
Mike Henry, Ken Swofford og Charlton Heston. „Það er flugstjórinn, sem talar... bað er flugræningi um borð. Viö vitum ekki, hver hann er. Hann hefur fyrirskipað, aö vélinni verði snúið til.” Þetta eru orö flugstjórans i kvikmyndinni Flugvélarránið (Skyjacked), sem Gamla bió sýnir um þessar mundir. Með aðalhlutverk i myndinni fara þau Charlton Heston, sem leikur flugmann, og Yvette Mimi- eux,sem fer með hlutverk einnar flugfreyjunnar. Um þessa kvikmynd sina hefur Hestori, sem öllum islenskum kvikmyndahúsagestum er vel kunnur úr þeim fjölmörgu kvik- myndum, sem hann hefur leikið i og sýndar hafa verið hérlendis, þetta aðsegja: „Margir segja, aö Skyjacked sé ádeilumynd, en ég fæ ekki séð, aö ádeilan i henni beinist gegn neinum, nema ef vera kynni flugræningjum, sem eru ákaflega litill hópur samfélagsins...Þegar atburður e.ins og flugrán er kvikmyndaður, tekur kvikmyndagerðarmaður- inn á sig ábyrgð, sem enginn annar listamaður, hvorki skáld né málari, þarf að taka á sig. Og þessa ábyrgð verður kvikmynda- gerðarmaðurinn að gera sér ljósa.. í myndinni kemur ekk- ert það fram, sem dregur taum flugvélaræningjans, enda er myndin gerð frá þvi sjónarmiði, að slikt komi hvergi fram. Flugvélaræninginn okkar fær makleg málagjöld, og alla myndina er greinilegt, aö hann er ekkert góömenni — meira að segja heldur leiðinlegur, ef svo má segja.” Farþegar um borð i vélinni. Sprengja um borð. Ekki grin! Ekki leikaraskapur! Þér farnast best með þvi að hlýða skipunum mlnum, les Heston á speglinum. karlmanna. Það er augljóst, aö hærri aldur kvenna viöast hvar I heiminum stafar fyrst og fremst af þessum stöðuga ótta karlmanna við alla nýbreytni og tilbreytingu.” Með önnur hlutverk i myndinni fara, svo einhverjir séu nefndir: Jeanne Crain, sem leikur velefnaða eiginkonu á ferð með manni slnum, Leslie Uggams, sem leikur flugfreyju, Susan Dey, sem flestir muna efalaust eftir úr Söngelsku fjölskyldunni, en hún leikur farþega I þessari mynd, og er þetta raunar fyrsta kvikmynd- in, sem hún leikur i, Kelley Miles leikur einnig farþega um borð ‘i flugvélinni, sem rænt er. Hins vegar er ekki látiö uppskátt, hver leikur ræningjann, né hver farþeganna hann er. Charlton Heston leikur flugmann. Yvette Mimieux, sem leikur Angelu Tacher flugfreyju I mynd- inni, er harla óvenjuleg kona að þvi leyti, að hún berst fyrir karla- frelsi, en ekki kvenfrelsi á þessum kvenfrelsistimum. Yvette segir karlmenn þjást af ótta. „Konur kunna ekki að hræðast, en karlmenn eru alltaf að drepast úr hræðslu,” segir hún blákalt. Þessu til staðfestingar bendir hún á, hve karlmenn séu hræddir við að skipta um klæðaburð, jafnvel þótt þá dreplangi til þess. Og Yvette heldur áfram: „Við konurnar munum gera allt, sem i okkar valdi stendur, til þess að vinna bug á þessum stöðuga ótta 6. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.