Vikan

Eksemplar

Vikan - 06.02.1975, Side 28

Vikan - 06.02.1975, Side 28
<— Ætli ég hafi ekki verið 22ja ára, þegar það var. Ég var stýri- maöúr á Arnfiröingi þá og leysti skipstjórann af um mánaðartima, eða svo. Veturinn næstan á eftir var ég stýrimaður á Sæborgu og leysti skipstjórann á henni af lika, þegar meö þurfti. ( En fyrsti báturinn, sem ég var’ meö heila vertíð, var Flóaklettur úr Hafnarfirði. Svo var ég með ýmsa báta þangað til við fórum að gera út upp á eigin spýtur hjá Fiskanesi hf. árið 1970. Næstu sex árin á undan var ég með báta frá Þorbirni hf. hér i Grindavik, fyrst Hrafn Sveinbjarnarson, sem var þeirra fyrsti bátur, og seinna Hrafn Sveinbjarnarson III. — Þetta hafa allt verið happa- fleytur? — Já, ég getekki sagt annað, og ég hef verið svo heppinn, að það hafa aldrei oröið stórslys á mönn- um hjá mér i öll þessi ár. Ýmis smáóhöpp hafa hent, en sem betur fer hefur þetta gengið stór- slysalaust. — En heldurðu upp á einhvern þessara báta öðrum fremur? — Nei, ég get ekki gert upp á milli þeirra. Samt er það ein- hvern veginn þannig, að þótt bát- arnir séu dauðir hlutir, bindur maður tryggð við þá. Þetta er erfitt að útskýra, og ég treysti mér ekki til að gera á nokkurn hátt upp á milli bátanna, sem ég hef veriö skipstjóri á. — Hvað er áhöfnin á Grindvik- ingi margmenn? — Auk min eru tveir stýrimenn, tveir vélstjórar., einn matsveinn og átta hásetar. Við erum þannig fjórtán i allt. Guöveig Sigurðardóttir. — Hafa þetta yfirleitt verið sömu menn vertlð eftir vertið? — Já, ég hef veriö svo heppinn, að það hefur verið aö mestu leyti. Stundum hafa orðið skipti á tveimur til þremur mönnum, en mjög sjaldan fleiri. Þetta eru flest menn hérna úr bænum, þó að fáeinir séu alltaf utanbæjarmenn, aðallega úr Grimsey. Kona min, Inga Bjarney óladóttir, er þaðan, og oftast hafa tveir til þrir grims- eyingar verið i skipsrúmi hjá mér. — Geturðu rakið fyrir mig i stórum dráttum, hvernig árið skiptist i vertiðabil hjá ykkur? — Upp ur áramótunum förum við á loðnuveiðar, sem við stundum oftast fram i marslok og stundum lengur. Fyrstu vikurnar erum við mikið fyrir austan land, en þegar liður á loðnuvertiðina, færum viö okkur vestur með landinu. Þá komura við heim við og viö, en annars er bara landað, þar sem hægt er að taka á móti aflanum I það og það sinnið. Að lokinni loðnuvertið höfum við oft- ast farið á þorskanet, sem við höfum lagt fram i miðjan mai, stundum þó lengur, allt fram i júni. Lokadagurinn 11. mai er ekki lengur lokadagur i eigin- legum skilningi. Við höldum bara áfram að veiða á meöan veiði gefst. Þegar vetrarvertið lýkur, er fariö yfir skipið á allan hátt, það er málað og hreinsað, og einnig er farið vandlega yfir vélar og rafkerfi skipsins. Þetta er æriö mikiö verk og verður stöðugt meira eftir þvi sem tæknin um borö iskipunum vex. Þegar þess- ari yfirferð er lokið, höfum við oftast nær haldið til sildveiða i Norðursjónum. Þá erum við i allt að þrjá mánuði við veiðar, án þess að koma svo mikiö sem einu sinni heim. Aflanum höfum við landaö í Hirtshals og Skagen á vesturströnd Jótlands, og þar er hann seldur á uppboði. Samning- ar við sjómenn eru á þá lund, að annað hvort verða útgerðarmenn að gefa mannskapnum fri i hálfan mánuð eftir þriggja mánaða út- hald eða hafa skiptimenn á skipun- um til þess að leysa af, og þeir, sem fri fá, ferðist með flugvélum milli veiðisvæðis og heimilis sins. Við höfum valið þann kost að vera i þrjá mánuði samfleytt við veiðar og gefa siðan fri milli út- halda. 1 fyrra fórum við aftur i Norðursjóinn i endaðan september og vorum i einn og hálfan mánuð við veiðar þar. Sið- ustu vikur ársins vorum við svo á ufsaveiðum með þorskanet á heimamiðum. Aflann verkuðum við i fiskverkunarstöð, sem við eigum sjálfir,. — Þykir ekki konunum og börn- unum ykkar langt að hafa heimilisfeðurna i burtu allan þennan tima? — Jú, þeim þykir það. Og okkur finnst þetta langur timi lika. Við förum að hlakka til þess aö koma heim um leið og siglt er af stað i úthaldið. t fyrrasumar höfðum við þann hátt á, að fjölskyldan var úti i Hirtshals, meðan ég var við veiðar. Við leigðum þar hús sam- an tveir, og konurnar dvöldust þar meö börnin. Elsti sonur minn var reyndar háseti á Grindvik- ingi, svo að hann var á veiðum með okkur. Eini fjölskyldu- meðlimurinn, sem þá var á Islandi, var sautján ára dóttir okkar hjónanna. Hún dvaldist á Patreksfirði hjá unnusta sinum. Við hin sigldum út. Tról. Helga Þórarinsdóttir. sjóvett Fyrir rúmri hálfri öld var stofnað I Grindavik Kvenfélag Grindavikur og var markmiö félagsins að efla kirkjulif og kirkjusókn þar I plássinu. Þessu markmiöi hefur félagið barist fyrir I rúm fimmtiu ár og gerir enn. Nú beinir félagið einkum kröftum sinum aö þvi aö afla f jár til kirkjubyggingar, sem hafin er i Grindavik. Að sögn formanns félagsins, Guðveigar Sigurðar- dóttur, hefur félagiö sett sér það mark að afla einnar milljónar króna á þessu ári I kirkjubygg- ingarsjóð. Viö spurðum Guð- veigu, hvernig félagið ætlaði að koma höndum yfir svo mikla pen- inga. Við hyggjumst nú aöallega gera það með samkomuhaldi. Viku- lega gengst kvenfélagið fyrir bingókvöldum. Aö visu er þaö ekki sérlega affarasæl fjáröflun- arleið, þvi að bingókvöldin gera oft ekki öllu betur en að standa undir sér. Eigi að siður höfum við haldið þessum þætti starfseminn- ar áfram, þvi að okkur þykir hann pauösynlegur sem viöleitni til menningarstarfs. Auk bingósins höfum viö staðið fyrir dansleikj- um og öðrum skemmtunum, 28 VIKAN 6. TBL,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.