Vikan

Útgáva

Vikan - 06.02.1975, Síða 35

Vikan - 06.02.1975, Síða 35
menn og verkamenn, íbiiar þess- arar borgar, óbir af drykkju og höfðu hlustaö á sögur um, að á meðal þeirra væri föðurlands- svikari, hættulegur maður. — Herrar minir! kallaði hún eins hátt og hún gat. — Joe hefur sagt ykkur, að maöurinn minn er ekki heima, hann er farinn héðan fyrir mörgum klukkutimum! — Þú lýgur! öskraði einn af forsprökkunum. Svo myndaði hann einskonar lúöur með hönd- unum og kallaði: — Komdu út, Bryne Garrett! Þú skalt ekki komast upp með það, aö fela þig bak viö kvenmannspils! Sara varö svo reiö, að hún gekk fram á brúnina á veröndinni. — Verið ekki svona heimskir! Haldiö þiö að maður eins og Bryne myndi láta það vingangast að heimili hans yrði sett i rúst og leyft ykkur að hræða svona litlu börnin, sem eru i húsinu? Ég er konan hans, ég er hér til fyrir- svars! Hvers óskiö þið? Segið mér þaö og ég mun gefa ykkur rétt svör. Framkoma hennar var svo örugg, aö þeir fremstu hikuðu andartak, undrandi yfir óttaleysi konunnar. Persónuleiki hennar kom þeim lika á óvart. En þeir, sem aftar voru, heyrðu ekki svo vel hvað fram fór, enda drukknir og vildu ná i sina bráð, hvað sem það kostaöi. Þeir ruddust fram og þeir gætnari gátu ekki viö neitt ráðið. Joe haföi rutt sér braut til Söru og reyndi aö koma henni til hjálpar, en án árangurs. Sara ætlaði að reyna að hörfa inn, en einn maðurinn sló til hennar, svo hún féll og lá svo grafkyrr. Þá loksins var eins og mennirn- ir rönkuöu við sér, þaö kom hik á þá. Joe hljóp til og kraup við hlið Söru. Hún var meövitundarlaus, en rankaöi samt fljótt viö. Hún gat ekki hreyft annan handlegg- inn og var öll blóörisa. Tveir mannanna ætluöu að hjálpa Joe, en hann stjakaöi þeim frá sér og bar Söru inn um dyrnar, en þar hafði Beth staöiö á verði. Það var eins og reiöin rynni af hinum áður svo óðu mönnum. Sennilega var þeim nú orðiö ljóst, að þeir höföu gripið i tómt. Beth og Agnes hjálpuöu Joe að koma Söru i rúmið og svo fóru þau aö svipast um eftir Lucy. Það kom i ljós, aö hún haföi komist út um bakdyrnar óséð og út um hlið- ið bak við hesthúsin og hljóp svo allt hvað af tók, heim til Philips Manning, þar sem hún barði á- kaft aö dyrum. Hann vaknaöi við hávaöann og varð undrandi yfir þvi að sjá Lucy i þessu ástandi, en gat þó að lokum skilið, hvað um var að vera og flýtti sér að klæða sig. Þau fóru svo eins hratt og þau gátu heim að húsinu, en þá voru árásarmenn- irnir horfnir. Þegar læknirinn kom, lét hann fylgja sér tafarlaust til sjúklings- ins og það var ekki laust viö aö Lucy fyndist hann veita sér litla athygli. Sara rankaði við sér, þegar Philip kom inn til hennar, en missti aftur meðvitund af kvöl- um, þegar hann fór aö rannsaka hana. — Hún er viðbeinsbrotin, sagði Philip, — og töluvert særð. Ég þarf á hjálp að halda. Lucy var stimamjúk og geröi allt sem hann sagöi henni. — Nú þarf hún að fá góða hjúkrun, sagöi Philip, þegar hann haföi gengið frá sjúklingnum og gefið henni kvalastillandi lyf. Og svo kem ég snemma í fyrramálið. Morguninn eftir, þegar Sara vaknaði, fann hún að hún átti erf- itt meö aö hreyfa sig. Lucy kom inn til hennar og fullvissaði hana um, að hún ætlaði að taka að sér stjórn á heimilinu meðan Sara væri rúmliggjandi. En svo brá fyrir illskulegum glampa i augum stúlkunnar. — Þú ert ekki alveg ómissandi, Sara, það skal ég sýna þér, og Bryne skal lika fá að vita, aö eitt- hvað samband er á milli þln og Manning læknis. Þegar Philip kom, sá hann aö ekkert haföi veriö búið um Söru og að hún lá þar með tárvot augu. Hann sneri sér að Lucy. — Ert það þú, Lucy, sem hefur komiö sjúklingi minum úr jafn- vægi? spuröi hann og flýtti sér að rúminu, þar sem Sara lá, meö titrandi hendur fyrir munninum og gat ekki lengur haldiö aftur af tárunum. Hann tók um hendur hennar, þreifaði á púlsinum og strauk henni um ennið. — Hvernig liður þér núna? Finnurðu mikið til? Ég skal gefa þér eitthvað við kvölun- um. Meðan hann talaði viö sjúkling- inn, leithann út undan sér á Lucy, vissi eiginlega ekki hvcrnig hann átti að snúast við þessu. — Það litur ekki út fyrir að neitt hafi verið búið um Söru. Hefur hún fengið eitthvað að borða? Hver hugsar um hana, Lucy, ef þú gerir það ekki? — Ég skal fara strax niður i eldhúsið og finna eitthvað lystugt handa henni, sagði Lucy, um leið og hún þaut út úr herberginu. Það kom svo á daginn, að Lucy reyndist bæði góð og samvisku- söm hjúkrunarkona. Philip hafði komist að þvj hvaö skeði i sjúkra- herberginu fyrsta morguninn og hann talaði rækilega við stúlkuna. Hann ráðlagði henni lika aö tala ekki um Bryne við Söru, meðan hún væri svona veikburöa. Hún gerði það ekki heldur, en þó með einni undantekningu. Sara hafði verið flutt upp i herbergi Brynes og Lucy spurði hana einu sinni, hvort hún vildi ekki flytja inn i sitt eigiö her- bergi. — Ekki ennþá, sagði Sara og vissi það meö sjálfri sér, að hún kæröi sig ekkert um að flytja. — TJtsýnið er miklu skemmtilegra héðan; Henni batnaði með hverjum degi, en hún varð eirðarlaus og svo leiddist henni aðgerðarleysið. Philip kom tvisvar á dag, til aö lita eftir henni. A morgnana var það hrein læknisheimsókn, en hann kom alltaf siðdegis, til aö rabba við hana. Þegar hún komst á fætur, varð þáð að vana, að hann kom og borðaði með þeim á kvöldin, 6. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.