Vikan - 06.02.1975, Síða 37
bundin hér, dag og nótt, við að
annast þessi börn. Það heföi veriö
annars eölis, ef það hefðu verið
þin eigin börn.
— Guði sé lof, að svo er ekki!
svaraði hdn áköf. Hún sagöi þetta
ekki vegna þess, að hana dreymdi
ekki um það, að eignast börn, en
þau börn urðu aö vera ávöxtur
innilegrar ástar. Þaö var svo djúp
gjáin milli hennar og Bryne, aö
þaö var ekki sennilegt aö þau
eignuðust börn saman.
— Hvers vegna segirðu þetta?
spuröi Philip snöggt. Viðbrögð
hennar losuðu um tunguhaft
hans.
— Veistu það, Sara, að þú getur
sem best, fengið þetta hagræö-
ingarhjónaband þitt leyst upp?
Leyst upp? Gert ógilt? Orðin
hljómuðu i höfði hennar eins og
frelsisyfirlýsing, áður en skyn-
semin náöi yfirtökum. Hún var i
of ábyrgöarmikilli stöðu, til að
láta sér detta annað eins i hug.
Hún var ábyrg fyrir Lucy, þaö
var hennar hluti af samningnum,
hún bar lika ábyrgð á eigum
Brynes, þjónustufólki og öllu sem
honum heyrði til, og á einhvern
hátt fannst henni hún bundin hon-
um svo sterkum böndum, að það
myndi þurfa mikið til, að hún
vildi leysa upp hjónaband sitt.
Hún hafði það lika á tilfinning-
unni, að ef Bryne væri heima, þá
gæti hann ábyggilega sannfært
hana um aö samband þeirra væri
það eina skynsamlega....
— Þaö kemur nú ekkert slikt til
mála, sagöi hún fastmælt.
— Ekki þaö? Philip lét ekki sjá
á sér nokkur svipbrigði. — Hugs-
aðu nú samt um það. Þú hefur
bundiö þig manni, sem þú elskar
ekki. Hvers vegna notarðu ekki
tækifæriö, meðan það gefst og
reynir aö komast út úr þessu?
— Komast út úr þessu, endur-
tók hún og það var næstum eins
og henni fyndist þessi uppástunga
brosleg.— Eféghugsa um lif mitt
fram að þessu, þá safnast bara að
mér fleiri börn. Ég er eiginlega
komin að þeirri niðurstöðu, að ég
sé eins og flautuleikarinn frægi.
Þessi tilraun hennar til kimni,
kom ekki neinu brosi fram á á-
sjónu hans og hún varð svolltið
sakbitin, yfir þvi að taka ekki orð
hans alvarlegar.
— Það gætuþá kannski oröið þin
eigin börn, Sara. Rödd Philips
varð bliðleg og það fyllti hana ó-
notakennd. — Mundu það, að þú
ert ekki lengur eins einmana
og þú varst áður. Ég er hér til
reiðu.
Hún virti hann vel fyrir sér, en
svipbrigöi hennar sýndu honum,
að þaö var of seint að tala um
þetta. Heföi hann haldiö áfram
með Griffin, þegar þau komu til
fyrirheitna landsins, heföi þetta
sennilega orðið öðruvisi, en með-
fædd varkárni hans, hafði komið i
veg fyrir að hann sleppti fram af
sér beislinu einu sinni á ævinni.
Hann iðraöist þess nú sárlega.
Hann fann, að hann var algjör-
lega búinn að missa hana, þessa
stúlku, sem svo óvænt hafði orðiö
á leið hans um borö I skipinu,
stúlku, sem var svo yndisleg, að
hann gat alls ekki máð mynd
hennar úr huga sér.
Hún rétti honum höndina og
augú hennar voru full þakklætis.
— Ég hef aldrei verið einmana,
siðan við hittumst á ný, Philip. En
ég er gift Bryne og ég leyfi mér
aldrei að gleyma þvi.
Hann hélt fast um hönd hennar
og þau gengu eftir flötinni. Hann
virti hana vel fyrir sér og sá, að
þó hún væri nú farin að tala um að
bjóða nábúakonum i te, var hún
með hugann viðs fjarri. Það hafði
sennilega ekki veriö létt fyrir
hana, að neita þessu boði hans,
sem i rauninni var ekki annað en
bónorð, og hann átti lika erfitt
með að sætta sig við þessi mála-
lok.
Þegar þau komu að ávaxta-
garðinum, sáu þau að Lucy sat i
stóru rólunni.
— Hefur þú tima til aö leiöa
Söru núna, Manning læknir?
spuröi hún illkvitnislega.
— Vertu nú ekki að sjá eftir
svolitlum ánægjustundum, sem
ég get veitt mér, sagði hann glað-
lega, gekk til hennar og ýtti viö
rólunni. — Ég fæ engar frlstundir,
þegar hinir særðu fara aö koma.
Það verður vist ekki langí
þangaö til. Ég á von á þvl, að hafa
nóg að horfa i þegar liöur á kvöld-
ið.
SVEINN JÓNSSON
Verkstœði: Breiðagerði 7 • Reykjavík.
Sími 82730 • 2 línur.
FRYSTIVÉLAR uppsetning og eftirlit.
Höfum fyrirliggjandi varahluti í margar tegundir
kœlivéla. — Byggjum upp sjálfgœzlukerfi, sniðin eftir
þörfum í afkastamöguleikum, í bjóðageymslur og
fiskilestar. — Byggjum laus frystikerfi fyrir rœkjur
og skelfisk.
Höfum fyrirliggjandi reimdrifnar skiptivélar fyrir R-12,
22 og 502 kœlimiðla, allt að 30.000 kg/cal
við 10 til 25°C. — Getum ennfremur útvegað með
stuttum fyrirvara hraðfrystitœki í mörgum stœrðum.
Leitið tæknilegra upplýsinga. - Leitið tilboða.
Vogar-
mcrkið
24. sept. —
23. okt.
Láttu ekki geövonsku
þina bitna á þlnum
nánustu. Þú veist, að
þeim þykir öllum vænt
um þig og þess vegna
ber þér aö taka fyllsta
tillit til þeirra. Heilla-
tala er fjórir.
Dreka-
merkiö
24. okt. —
23. nóv.
Þú veröur ekki minni
maöur I neins augum,
þótt þú haldir fast viö
skoöanir þlnar og látir
ekki vafasamar rök-
semdir hafa áhrif á
þig. Stattu fast á þinu.
Þér er þaö vel óhætt.
Heillatala er þrir.
Bogmanns
merkið
23. nóv. —
21. des.
Sennilega misskilur
þig einhver og senni-
lega sá, sem sist
skyldi. Láttu þér ekki
sárna um of. Slikt get-
ur alltaf komiö fyrir
og þaö er alls ekki
vist, aö þú sért sjálfur
eins skilningsrlkur og'
þú heldur.
22. des. —
20. jan.
Þú færö mikla aöstoö
við aö hrinda áætlun-
um þinum I fram-
kvæmd. Gættu þess að
láta ekki taka af þér
ráöin, þviaöþ verður
aö bera ábyrgöina á
þvi, hvernig árangur-
inn af starfi þinu verö-
ur.
21. jan. —
19. febr.
Þig langar mikiö til
þess aö bæta viö kunn-
áttu þlna og þekkingu
og 1 þessari viku eru
öll likindi á þvi, aö þér
bjóöist til þess tæki-
færi, sem þú mátt ekki
undir neinum kring-
umstæöum sleppa.
20. febr. —
20. marz
Erfiöleikarnir eru
miklu meiri séöir úr
fjarlægö, en þegar
horfst er I augu viö þá.
Láttu þá þess vegna
ekki veröa til þess, aö
þú rennir af hólmin-
um. Ráöfæröu þig viö
þér eldri og reyndari
menn.
6. TBL. VIKAN 37