Vikan

Tölublað

Vikan - 13.02.1975, Blaðsíða 7

Vikan - 13.02.1975, Blaðsíða 7
Sigaunadrottningin er hún köll- uð og heitir fullu nafni Marie Lovinie Oliversen. Hún er 82ja ára að aldri og yngsta dóttir si- gaunakóngsins Stóra-Jóhanns. Hún fæddist i Grue i Solör árið 1893, en hún lagði strax nýfædd af stað á flakk eftir þjóðvpgunum. Hún var skirð i litlu þorpi, þar sem faðir hennar þurfti að gera hestakaup. Siðan var aftur lagt af stað i endalausa ferð eftir þjóö- vegunum. Undanfarna vetur hefur hún þó haft fastan sama- stað i Nordsinni viö veginn milli Gjövik og Fagernes, en hún ferð- ast meira og minna á hverjum degi. Hún ekur ekki lengur i hest- vagni, heldur á bil. Árið 1913 giftist Marie Oliver Oliversen, sem var af Nystusi- gaunahópnum I Þrændalögum, og saman eignuðust þau fjögur börn, þrjár stúlkur og einn dreng. Dæt- urnar eru allar látnar, og sigaunadrottningin á soninn ein- an eftir. — Oliver átti systur, sem hét Anna Kristina, segir sigauna- drottningin. — Við vorum góðar vinkonur, þegar við vorum ungar og skemmtum okkur oft vel, þegar Nystuhópurinn og flokkur föður mins hittust. En einu sinni vildum við dansa við sama piltinn. Það var I Solör, og þá vorum við báðar sautján ára. Við urðum svo hamslausar, að við réðumst hvor á aðra. Oft þarf ekki mikið til þess að sigauna renni I skap. Anna Kristina var bæði stærri, tápmeiri og sterkari en, ég. Hún reif I hárið á mér og fleygði mér til jarðar. En þá varð ég bæði hrædd og reið. Sigaunadrottningin I fuilum skrúða með gamla rokkinn sinn. SÍGAUNAR ERU EINS í Noregi hafast við i kringum tiu þúsund sigaunar, og fæstir hafa þeir fastan samastað, heldur flakka þeir um, eins og sigauna er háttur. Hér segir sigauna- drottningin Marie Lovinie Oliversen frá lifi sinu. Anna Kristina hélt mér niðri, en mér tókst aö ná til hnifsins og rak hann i siöuna á henni. Þá sleppti hún takinu. Blóðiö lagaði úr sárinu, en stungan var alls ekki djúp. Anna Kristina brá sér til læknis, sem gerði aö sárinu, og eftir það sá ekki á henni. Okkur hafði verið kennt aö beita hnifnum þannig, aö hann særði eins litiö og hægt væri. Þegar sigaunar berjast meö hnif- um, skaöa þeir sjaldnast hvor annan alvarlega. Þetta er i eina skiptið, sem ég hef stungið manneskju meö hnifnum, en ég dreg enga dul á þaö, að oft hefur legið við, aö ég gerði það. OGANNAÐ FÓLK Við Anna Kristina vorum alveg jafn góðar vinkonur eftir slags- málin i Solör. Nokkrum árum seinna giftist hún honum Nikolai bróöur minum. Þau eignuðust sjö börn, sem eru hvert ööru fallegra. A meöan við vorum með börn, sáumst viö Anna Kristina sjaldan. Við vorum á ferðinni hvor I sinu lagi og áttum viö nóg að striða hvor fyrir sig. Það var erfitt að vera meðbörn á stööugum feröalögum , og oítast vorum við meö smábörn i sigauna vögnunum. Eina nótt að vori til, þegar viö vorum stödd I Romedal, dreymdi mig, að rauörefur væri ástjúi i kringum okkur. Ég vaknaöi við Marie I.ovinie Oliversen og hirö hennar. 7. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.