Vikan

Tölublað

Vikan - 13.02.1975, Blaðsíða 47

Vikan - 13.02.1975, Blaðsíða 47
Joan Baez hefur aldrei hljómsveit sér til fulltingis á tónleikum, heldur leikur undir á gitarinn sinn, eöa syngur án undirleiks. Sárafáir söngvarar hafa jafnnáttúrlegan söngstil og Joan Baez, þótt háinenntuö sé i tónlistinni. Joan Baez er óhrædd viö rök- ræöur. Aödáendur hennar kalia hana stundum heiiaga Jóhönnu og nánast trúa á hana. Joan sat tvivegis i fangelsi vegna mótmæla gegn striðsrekstri Bandarikjamanna i Vietnam. Hún hefur sitt hár og gengur gjarnan I hálfsiðum og viðum mussum og siðbuxum rétt eins og flestar aðrar stúlkur. En þegar Joan Baez talar, er eins og hún standi i fremstu viglinu. 1 fyrra var hún i Los Angeles, þar sem hún barðist fyrir bættum kjörum mexikönsku verkamannanna, sem vinna að uppskerunni á ökrum bandariskra bænda fyrir svo lág laun, að þeir geta hvorki fætt né skætt sig og börn sin saemilega. Hún hélt blaðamanna- fund ásamt mexikananum Cesar Chavez, sem ferðaðist með henni. Verkfall, sagði hún, er eina leiðin U1 þess að vekja athygli á þvi, hve aum kjör landbúnaðarverka- mannanna eru. Hún lætur ekkert tækifæri önotað til þess að tjá pólitiskar skoðanir sinar. Alls staðar, þar sem hún kemur fram, berst hún. Þá liggur við, að áheyrendur gleymi þvi, að Joan Baez er söngkona. Ofsi skaphafnar hennar kemur hvergimærri i ljós i söng hennar, þegar hún syngur viðkvæmnislegar visur og þjóð- lög, ástarsöngva og ljóð Bobs Dylan. Sópranrödd hennar er eins og móður, sem syngur barni sinu vögguljóð. Þar er örsjaldan, að hún beitir harðari tónum i söng 5inum. Handtak hennar er sterklegt eins og karlmanns. Bardaga- hamurinn leynir sér ekki, þar sem hún fer. „Oftast er ég i slikum ham, að ég hef tæpast matarlyst. Ég borða ekki, nema læknirinn minn segi mér, að ég haldi ekki lengur út án þess”. Oft er þvi haldið fram, að Joan Baez sé ekki trygg og trú föður- landisinu, Bandarikjunum. ,,Það er hárrétt”, segir hún. ,,Ég er ekki dyggur bandariskur þegn. Ég er bara manneskja og hef ekki áhuga á öðru en manneskjum”. Joan Baez er af mexikönskum ættum og kjör mexikönsku verka- mannanna i Bandarikjunum snerta hana kannski enn frekar þess vegna. ,,Ég kvnntist kyn- þáttafordómum bandarikja- manna strax á barnsaldri,” segir Joan. Hún hefur dökka húö og spænskt ættarnafn. Hún var mexikanskt barn i kaliforniskum skóla. „Hvitu börnin léku sér öðrum megin á leikvellinum i friminútum, mexikönsku börnin hinum megin”. Joan Baez hefur helgað lif sitt baráttunni gegn misrétti og ranglæti. Þegar hún fór i fyrstu tónleikaferð sina um Suðurriki Bandarikjanna áriö 1962, kom hún ekki fram, nema blökku- mönnum væri leyfður aðgangur að tónleikasölunum. En slikt tiðkast yfirleitt ekki i Suður- rikjum Bandarikjanná — að hvitir og svartir hlýði á tónleika hlið við hlið. Hún beitti sér fyrir mótmælum gegn striðsrekstri bandarikjamanna i Vietnam fyr- ir framan Hvita húsið i Washing- ton. Hún stóð einnig fyrir setu- verkfalli við herskráningar- skrifstofu og var handtekin fyrir. Joan Baez var ekki af baki dottin. Þegar lögreglumennirnir leiddu hana inn i fangelsið, söng hún: We shall overcome. (Við munum sigra). Og i fangelsinu beitti hún sér enn fyrir mótmælum fang- anna gegn ástandinu i fangelsinu. Árið 1968 giftist Joan Baez David Harris, en hann var handtekinn aðeins tveimur mánuöum eftir brúðkaupið og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að neita að gegna herþjónustu. Þau Joan skildu, þegar hann hafði verið látinn laus. „Okkur þykir enn vænt hvoru um annað, en við getum ekki búið saman”. Nú býr Joan ásamt Gabriel fjögra ára syni sinum i litlu húsi skammt frá San Francisco. „Þar er eldhúsið ekki stærra en klæða- skápur, það rétt dropar úr krananum, og i stofunni er eldgamall arinn”. Mestum hluta tekna sinna ver Joan Baez til styrktar málefnum, sem henni liggja nær hjarta eins og til dæmis Summerhillskól- anum i Englandi (opinn skóli, þar sem engin skólastjórn er). Auk þess krefst Joan þess, að aðgangseyrir að tónleikum hennar sé aldrei hærri en tveir dollarar, sem er aðeins hálfvirði af venjulegum aðgangseyri. Þetta gerir hún til þess að sem fæstir þurfi að sitja heima af fjárhagsástæðum. „Finnst þér rétt að beita frægð- inni i pólitiskum, tilgangi?” var Joan spurð. „Ég tel rétt að beita öllu, sem ég hef, i baráttunni. Og það geri ég. Peningana, sem ég læt ekki af hendi við aðra, nota ég til þess að byggja upp Miðstöð gegn valdi, sem ég stofnaði ásamt manni minum. Ég vona, að mikill árangur náist af starfi þeirrar stofnunar”. „Er ekki þetta stöðuga álag of mikið fyrir þig?” var Joan spurð. „Baráttan er mitt lif. Þegar ég einbeiti mér að einhverju verk- efni, eins og þegar ég barðist fyrir mexikönsku verkamennina, verð ég að taka svefnlyf til þess að geta sofnað. Aö öðrum kosti myndi ég bylta mér i rúminu og hugsa: Hvað get ég gert næst?” Joan Baez viðurkennir, að oft hafi hún næstum verið búin að gefa allt upp á bátinn, næstum búin að missa vonina um að geta breytt nokkrum sköpuðum hlut til batnaðar. „Fólk er svo hræðilega sljótt”. Samt er hún sannfærð um, að barátta hennar og annarra i sama dúr hafi bjargað bandarisku þjóðinni frá hræði- legri ógæfu. „Hefðum við ekki mótmælt hvað ofan i annað, væru Bandarikin löngu orðin einræðisriki á borð við Spán”. Eftir blaðamannafundinn i Los Angeles kom Joan Baez fram i Hollywood Bowl. 16.000 áheyr- endur komu að hlusta á hana, flestir ungir, þeirra á meðal mörg börn. Við innganginn bar ungt fólk spjöld með kröfum um frið og kærleika. Flugritum var dreift. Joan hefur aldrei neina ákveðna söngskrá. Hún talar við áhorfendur eins og hún sé að ræða við vin sinn heima hjá sér. Þetta kvöld i Hollywood Bowl hafði hún ekki einu sinni gitarinn með sér, heldur söng ljóðin sin án undir- leiks, og áhorfendur voru sem bergnumdir. Hún lauk söng sinum með laginu No More Flags (Aldrei framar fána). Þar segir hún, að fánar séu aöeins klæðisbútar og merking þeirra óskiljanleg. Hún hvatti áhorf- endur til þess að kveikja á blysum, eða bara eldspýtum og syngja með. Allir stóðu á fætur. Hollywood Bowl ljómaði af ljósum. Tekjurnar af tónleikun- um runnu beint til baráttunnar fvrir bættum kjörum mexíkönsku verkamannanna. Stuttu eftir tónleikana i Holly- wood Bowl söng Joan Baez fyrir fangana i Sing-Sing og þar á eftir til styrktar byggingu barna- sjúkrahúss iArkansas...Ég veit,” segir Joan Baez, „að hugmyndir minar eru draumar. En ég trúi þvi, að þeir muni allir rætast”. 7. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.