Vikan

Tölublað

Vikan - 13.02.1975, Blaðsíða 38

Vikan - 13.02.1975, Blaðsíða 38
Hann stundi mæðulega og hall- aði sér aftur á koddann og svipur hans var þannig, að hún fór að hlæja. En svo setti hún fingurna á varir hans og leit áhyggjufull til dyra. Það var einhver á gangi fyrir framan, hún heyrði hratt fótatak. — Er þetta Lucy? spurði hann. Hún kinkaöi kolli og fór að klæða sig. — Þú verður að fara inn í bún- ingsherbergið, þangað til hún er farin til sjúkrahússins og Mary Ann er farin út með börnin. Læstu báðum dyrum að innan til örygg- is og láttu ekkert heyrast i þér, ef einhver kemur inn i annað hvort svefnhórbergið. — En ef einhver reynir að opna? Hún var að setja upp háriö fyrir framan spegilinn. — Það gerir enginn. En láttu ekki sjá þig i gluggunum. Ég kem svo með eitthvað handa þér að borða og slðustu eintökin af Gazette. Bryne var kominn I morgun- slopp og hellti vatni I þvottaskál- ina. — Hve lengi heldurðu að þú getir haldið mér leyndum hérna? Hún þaut til hans, þrýsti andlit- inu upp að brjósti hans. — Þangað til þessu heimsku- lega striði er lokið. Hann setti frá sér vatnskönn- una, tók utn báöar axlir hennar, hélt henni i armlengd frá sér og horfði alvarlega i augu hennar. — Ég'reikna með, aö við getum átt viku saman. Kannski tvær, ef við erum heppin. En svo verð ég að fara. — Hvers vegna svo fljótt? hrópaði hún upp yfir sig, vissi ekki að skilnaöur þeirra gat borið aö hvenær sem var. — Það verður að gera eitthvað til aö þessir bardagar hætti, ann- ars verður aldrei friður, að minnsta kosti ekki i mörg ár. Hún dró sig aöeins frá honum. — Hvernig getur þú fengið af þér, að bera vopn gagnvart landi, sem þú segir að sé þitt heimaland? sagði hún I örvæntingu sinni. Svipur hans breyttist ekki. — Ég hefi aldrei borið vopn gegn þvi og aldrei grandað nokkrum manni og ætla mér heldur ekki að gera það. Hún var furðu lostin yfir svari hans. Sterklegar hendur hans héngu bókstaflega i lausu lofti. — Hvaö áttu við? Ég skil ekki hvað þú ert að fara! — Þaö vill svo til, að ég kem frá landshluta, sem kallaður er Nýja England I Bandarikjunum. Ég sagöi þér það, þegar við hittumst fyrst, I þeirri von, aö þú myndir kannski skilja mig og dæma mig ekki of hart. Þar hafa alla tlð búið konunghollir menn og ennþá eru þar þúsundir manna, sem eru á móti þessu strfði, aö ná undir sig hinni bresku Norður-Ameriku. — Ég hef verið I leyniþjónustu, sem er undir stjórn þingmanna frá Nýja Englandi, til að reyna að koma I veg fyrir að slikir land- vinningar komi til framkvæmda. Hann brosti að undrun hennar. — Ég sagði þér fyrir löngu siö- an, að ég liti á mig sem borgara alls meginlandsins. Ég get sætt mig við tvo 'fána, en ég vil að menngetifariðfriðsamlega hvert sem þeir vilja, án tillits til svo- kallaðra landamæra og aö ekki þurfi að hafa öflugan hervörð ,til aö verja þau landamæri. Það er það sem við vinnum að. • — En ég hélt alltaf, að þú værir ■njósnari fyrir Bandarikin og á móti Kanada! Ég sá þig fá sendimanni skjalapakka,þegar við vorum við Niagara, ég sá hann koma út úr skógarþykkninu! sagði hún. — Þú sagðist vilja sýna mér þetta stórfenglega landslag, en ég hélt að þú hefðir aðeins far- ið þangað til þess að koma njósn- arplöggum yfir landamærin! — Var það þannig lagað? sagði hann, furðu lostinn. — Þaö var vegna þess, að ég vildi ekki seinka ferð okkar, að ég lét sendi- manninn koma til min þangað. Hann kom til að sækja til min upplýsingar, sem mér hafði tekist aö ná I um hættulegan njósnara, sem var I þjónustu ,,War Hawks”. Hún vissi að hann átti við nokkra ofstækismenn meðal þingmanna frá Suðurrikjunum, sem reyndar voru hinir réttu upp- hafsmenn þessa strlðs. Þeir voru allir haldnir hrokafullu hatri á Englandi og hugsuðu frekar um það, hvort Napoleon tækist ekki að sigra breta. Hún var ennþá svolltið utan við sig yfir þessum fréttum. — En ef þú vinnur á móti óvin- um breta, hvers vegna má þá enginn vita að þú ert hér i York? spurði hún. Bryne tók andlit hennar I lófa sér og kyssti á áhyggjuhrukkurn- ar á enni hennar. — Það eru menn hér I háum stöðum, sem vita hvað ég er að gera, eins og sakir standa, þá finnst þeim hyggilegra að ég vinni störf min i leynum. Vertu bara róleg, ástin min. Það eru gildar ástæður fyrir þessu. — Geturöu ekki sagt mér i hverju þetta liggur? — Ég get sagt þér það eitt, að þetta er I sambandi við aö ná i hjálpargögn, vopn og skotfæri, sem við erum I brýnni þörf fyrir. Við náum þvi að lokum með hjálp indiánanna, vina minna. En þangað til þessu ætlunarverki er lokið, er öruggara að ég sé ekki á almannafæri. Hún hallaði sér innilega upp að honum. — Vissi Brock hershöfð- ingi um þetta? — J.á, hann vissi það. Hún varð hugsandi, en það glampaði bros I augum hennar. — Þess vegna hefur hann dansað viö mig eina á ballinu. Brynehló og þrýsti henni fastar að sér. — Þér skjátlast! Það var eingöngu vegna þess aö þú varst fegursta konan á þessum dans- leik! Hann kyssti hana innilega, en rétt I þvi var drepið á dyr. — Ertuvakandi,Sara? Það var Lucy. — Já, sagði Sara. Hún benti Bryne aö fara strax inn I búnings- herbergið og flýtti sér að tlna allt upp, sem gat minnt á hann. — Hvað viltu? — Hvað ég vil? endurtók Lucy hranalega. — Auövitað komast inn og tala viö þig. Ég þarf að biðja þig að gera mér greiöa. — Ég kem strax, biddu andar- tak! kallaöi Sara. Bryne gekk hægt inn i búningsherbergið og hún leit i kringum sig, til að gá hvort nokkuð væri á glámbekk, sem gæti minnt á veru hans þarna. Hún ýtti stigvélunum hans undir rúmiö, stakk ijrinu hans undir koddann. — Ég er að koma, sagði hún svo. Hún opnaði dyrnar og Lucy kom inn, undrandi á svip. — Þú varst lengi að koma þér á fætur. Varstu að mála þig I kinn- unum? — Sést það? spurði Sara kæru- leysislega, en hún greip til þess að skrökva, til að koma ekki upp um roöann i kinnunum. — Hvað vildirðu mér? Lucy kom lengra inn i herberg- iðogleitikringumsig. Sara var á nálum, hafði henni yfirsést á ein- hvern hátt. En svo varð hún ró- leg, þegar Lucy sagði: — Mig langaöi til að biðja þig aö lána mér bláa ullarsjalið þitt, þaö er miklu hlýrra en mitt. — Að sjálfsögðu! Það er I bún- ingsherberginu, ég skal ná I það á eftir. — Ég þarf aö fá það núna, ég er búin að borða morgunverð og er að flýta mér til sjúkrahússins, — það verða margar skurðaðgeröir. Ég get náð I sjalið. — Nei! Lucy varð undrandi yfir radd blæ Söru. - Þú finnur það ekki, ég skal ná i það. Hun sá ekki Bryne, þegar hún kom inn I herbergið. Hún leit hvorki til h'ægri né vinstri, en gekk beint að skúffunni, sem sjai- ið var I og flýtti sér til baka með þaö. Út undan sér sá hún Bryne bak viö huröina. . Næstu dagar og nætur voru hamingjutimar fyrir Söru. Stund- um lá við, að upp um þau kæmist. Mary Ann var undrandi yfir þvi, hve oft hún var send með börnin I gönguferðir, en Beth var himin- lifandi yfir ölium frltimunum, sem henni hlotnuðust. Lucy var venjulega á sjúkrahúsinu ailan daginn. Sara og Bryne voru þvi alloft ein i húsinu og þau nutu ástar sinnar ómælt. Þau sátu oft við arineldinn hljóðlát og hamingjusöm. Söru leiö samt best, þegar þau voru ör- ugg fyrir innan læstar dyr svefn- herbergisins. En sá dagur, sem hún kveið mest fyrir, kom aö lokum. Hún kom að honum, þar sem hann var að skoða landakort af mikilli ná- kvæmni. Hún lagði hönd á öxl hans og leit á kortiö með honum og sá aö þar hafði hann skrifaö bæði tölur og krossa. Hann benti henni á punktallnu og fylgdi lin- unni meö fingrinum. Þetta er leiöin, sem ég verð aö fara til landamæranna. Við enda linunn- ar var rauður kross. — Þetta er landsvæði Mohawk indiánanna. Ég hvlli mig þar um nóttina. Þaö birti nú yfir svip hennar. — Nú skil ég hvað þessir krossar eiga að þýða, það eru landsvæði indiánanna, — bláir fyrir sunnan og rauðir fyrir noröan landa- mærin. Hvenær þarftu að leggja af stað? spurði hún og rödd henn- ar var óstyrk..Hún var ákveðin i þvi, að láta ekki sjá á sér hve sárt hún kveið fyrir þvl að skilja við hann. — Eldsnemma I fyrramáiið. Þetta var svolltill frestur, hún haföi óttast að það yröi þá strax um kvöldið. — Ég ætla aö finna einhver ráð til að ganga snemma til náða og koma með eitthvað handa þér að borða. Meðan á dvöl Brynes stóð hafði Sara alltaf þurft að borða með heimilisfólkinu, til að forðast spurningar, en þaö gat ekki gert neitt til, þótt hún reyndi að kom- ast hjá þvi, þetta siðasta kvöld. Lucy sat við arininn með bók, þegar Sara tók sauma sina og sagðist ætla aö fara snemma i rúmið. — Það er nú ekki framorö- ið. Ertu með höfuðverk. Ég skal blanda saman einhverja hress- ingu handa þér. — Þaðeróþarfi.ég er vel frisk, en ég ætla að fara snemma á fæt- ur á morgum, svaraði Sara og það var lika sannleikanum sam- kvæmt. — Góða nótt. Lucy kinkaði kolli, en hún pirði augunum forvitnislega á eftir Söru. Hún var hugsandi á svipinn og leit ekki aftur i bókina. Sara var fljót aö finna eitthvað matarkyns og Ifún raöaði á bakka köldum kjúklingi, ostrurétti og ýmsu, sem hún haföi geymt til hátföarbrigða. En þegar hún læddist upp úr kjallaranum, með vfnflösku i hendinni, nam hún staóar .1 bröskuldinum oe henni brá illilega Lucy stóð við eldhús- borðiö, Iyfti lokinu af silfurfatinu og virti fyrir sér matinn. Framhald i næsta blafti 38 VIKAN 7. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.