Vikan

Tölublað

Vikan - 13.02.1975, Blaðsíða 17

Vikan - 13.02.1975, Blaðsíða 17
Framhaldssaga og eigna hans fór slfellt vaxandi og nú vildi hann sýna mér nokk- uð. — Jimmy sendi mér þessa mynd, sagði hann og dró fram veskið sitt með skjálfandi fingr- unum. — Llttu á. Þetta var mynd af húsinu, snjáð á hornunum og óhrein eftir að hafa farið um margar hendur. Akafur benti hann á eitt eftir ann- að. Sjáðu! sagöi hann og leitaði eftir aödáun I augum mínum. Hann hafði sýnt hana svo oft, að ég geri ráð fyrir að hún hafi verið orðin honum raunverulegri en húsið sjálft. — Jimmy sendi mér hana. Mér finnst þetta mjög lagleg mynd. Fallega litur það út. — Satt er það. Hafðir þú séö hann nýlega? — Hann kom að heimsækja mig fyrir tveimur árum, og þá keypti hann húsið, sem ég bý i nú. Auð- vitað urðum við dauðhrædd um hann, þegar hann hljópst að heiman, en mér er ljóst nú aö það var ekki að ástæðulausu. Hann vissi að hann átti framtið fyrir sér, og eftir að honum tók aö ganga vel vantaöi ekki að hann var afar rausnarlegur við mig. Honum virtist þvert um geö aö þurfa að stinga myndinni niður á ný, og hélt henni enn um stund fyrir augum minum. Svo lét hann hana I veskið sitt og dró upp úr vasa sfnum lúið og gamalt eintak af bók.sem nefndist HOPALONG CASSIDY. — Littu á. Þetta er bók, sem hann átti, þegar hann var dreng- ur. Sjáðu nú bara hvernig hann var. Hann fletti við öftustu slðunni og sneri bókinni svo ég mætti sjá. A aftasta saurblaðinu var letrað oröiö STUNDASKRÁ og dagsetn- ingin 12. september, 1906. Fyrir neðan stóð eftirfarandi: Kl. 6.00 fh. Farið'á fætur. Kl. 6.15-6.30 Llkamsæfingar.lyft lóðum og klifraö I rimlum. Kl. 7.15-8.15 Lesin rafmagns- fræði. Kl.-8.30-4.30 e.h. Vinna. Kl. 4.30-5.00 Baseball og aðrar Iþróttir. Kl. 5.00-6.00 Æfingar I mælsku- list og sjálfsstjórn. Kl. 7.00-9.00 Rannsóknir á nyt- sömum uppfinningum. ALMENNAR REGLUR: Ekki sóa timanum hjá Shafter, eða (hér stóð eitthvert nafn, sem ómögulegt var að lesa.) Engar reykingar né tyggi- gúmminotkun framar. Baö, annan hvern dag. Lesa eina hagnýta bók eða timarit I hverri viku. Spara fimm $ (strikað út) — þrjá $ I hverri viku. Vera betri við pabba og mömmu. Ég rakst á þessa bók af tilvilj- un, sagði gamli maðurinn. Þetta sýnir bezt hvernig hann var, ekki satt? — Jú, þetta sýnir hvernig hann var. — Það gat ekki hjá þvl farið að Jimmy yröi meiriháttar maður. Hann setti sér alltaf einhver markmiö, eins og þessi eða önn- ur. Tókstu eftir hverju hann fann upp á til að verða klárari i kollin- um. Það var honum slfellt kapps- mál. Hann sagði mér einu sinni að ég æti eins og svln og ég löðrung- aöi hann fyrir það. Honum sýndist einnig þvert um geð að loka bókinni. Hann las hverja málsgrein fyrir sig upp- hátt, og leiteftirvæntingarfullur á mig um leið. Ég býst við að hann hafi ætlazt til að ég skrifaöi þetta niður til eigin gagnsemi. Skömmu fyrir klukkan þrjú kom iútherski presturinn frá Flushing og ég tók ósjálfrátt að skyggnazt út um gluggana eftir fleiri bilum. Hið sama gerði faðir Gatsby. En þegar tlminn leiö og þjónarnir komu og byrjuðu að blða frammi I fordyrinu, tók hann að depla augunum áhyggjufullur, og hann fór að tala um rigning- una, vonsvikinn og Hkt og ekki al- veg meö á nótunum. Presturinn leit nokkrum sinnum á úrið sitt, svo ég tók hann með mér afsíðis og baö hann að biða I hálfa klukkustund. En það var til einsk- is. Enginn kom. Um klukkan fimm kom llk- fylgdin i þrem bilum að kirkju- garðinum og nam staðar hjá hlið- inu i þéttum regnúöa. Fyrstur fór llkvagn, óhugnanlega svartur og blautur, þá herra Gatz og við presturinn I fólksbllnum, en sfð- astir fjórir eða fimm þjónar og bréfherinn frá Vestra Eggi I opn- um sendivagni Gatsby, og voru þeir allir holdvotir. Þegar viö héldum gegn um hliðið og inn I kirkjugarðinn, heyrði ég bifreið stanza og þvi næst I einhverjum, sem kom öslandi leirugan jarð- veginn á eftir okkur. Ég leit við. Það var gleraugnaglámurinn uglueygði, sem ég haföi heyrt vegsama bókakost Gatsby inni á bókasafni hans, nótt eina fyrir þrem mánuöum. Ég haföi ekki séð hann síðan, og hvorki veit ég hvernig hann frétti af jarðarförinni, né veit ég hvað hann hét. Regnið streymdi niður glerin á þykku gleraugunum, og hann tók þau af sér og þerraði af þeim, svo hann mætti sjá, þegar hliðardúkur úr striga, sem breiddur var yfir gröf Gatsby, var vafinn saman. Ég reyndi að leiða hugann að Gatsby um stund, en hann var mér þegar of fjarlægur, og ég fékk aðeins hugsað um, — án þess það vekti þó neina reiöi hið innra með mér, — að Daisy hafði hvorki sent skeyti, né höfðu borizt frá henni blóm. Sem I fjarska heyrði ég einhvern muldra: — Blessaðir séu þeir dánu, þeir sem regnið grætur, — og svo sagði uglueygði karlinn „amen”, styrkum rómi. Við hröðuðum okkur I gegn um regnið að bilunum. Uglueygur gaf sig á tal við mig hjá hliðinu. — Ég komst ekki til hússins I tæka tið, sagðihann. — Það tókst öðrum vlst ekki heldur. — Ja, hérna. Hann stóð sem þrumulostinn. — Og hvi þá I f jár- anum! Það var vant að flykkjast þangað hundruðum saman. Hann tók af sér gleraugun og þerraði glerin á ný að utan og inn- an. — Strákhróiö, sagöi hann. Meöal þess sem ég minnist hvað bezt frá yngri dögum, er það þegar ég hélt áleiðis vestur úr skóla og seinna út háskóla, um jólaleytið. Þau sem ætluðu lengra Elsta og reyndasta málningavöruverzlun landsins i nýjum húsakynnum aö Grensásvegi 11° — simi 83500. Erum einnigá gamla staönum Bankastræti 7 sími 11496. 7. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.