Vikan

Tölublað

Vikan - 13.02.1975, Blaðsíða 26

Vikan - 13.02.1975, Blaðsíða 26
Framreiðslustúlkan sat viö borð næst skenknum og las i bók. Hún studdi olnbogunum á borðið, bókin lá fyrir framan hana. Hún hafði sett brúnan umbúðapappir um hana til hliföar. Þaö var hljótt. Enginn gestur var I veitingastofunni, nema maöurinn viö borðið undir glugg- anum. Maðurinn heyrði, þegar stúlkan fletti blaði. „Hér er næstum eins kyrrlátt og heima”, hugsaði hann og horfði út um gluggann. Greinar trjánna úti fyrir sigu undan þunga snjávarins. Við og við gekk fólk fyrir gluggann. Hann drakk i botn. Siöan teygði hann sig i vinkönnuna og hellti glasið fullt á ný. I vininu glitruðu viðkvæmnislegar stjörnur. „Þegar stjörnur glitra i vini, er viniö gott”, hugsaöi hann og setti frá sér vinkönnuna, „en þetta eðla vin drekk ég einn. Ég hef drukkiö einn I hartnær niu mánuöi.” Stúlkan leit upp úr bókinni: „Voruö þér að kalla?” „Nei”, svaraði maðurinn. „Mér heyrðist þaö” sagði hún og grúfði sig affur yfir bókina. Hann leit á hana: „Þetta er snyrtileg stúlka, og hún hefur fallegt hár. Hvað ætli hún sé að lesa? Hvaöa bók ætli þetta sé? Sennilega skáldsaga af bókasafn- inu, ástarsaga.” Nú virti hann stúlkuna fyrir sér af fyllstu at- hygli: „En hún lítur vel út, og hún hefur fallegt hár, einkum þegar ljósiö fellur svona á það.” Stúlkan leit upp. Hún fann, að hann horfði á hana. „Nei, ég var ekki að kalla”, sagði hann og greip skálina með hnetunum.sem stóð á miöju borð- inu. Hann braut tvær hnetur i hnefanum og hnetubrotiö lét hátt i kyrröinni. Meðan hann maulaði kjarnann úr hnetunum, hugsaöi hann: „Hnetur og vin! Hversu oft höföum viö það ekki á borðum. Og alltaf vpr þaö jafn stórkostlegt. Var.” „Þetta eru sérlega góðar hnetur, finnst yður það ekki?” sagði stúlkan. Hann svaraði óþarflega hátt: „Jú, þær eru hreint afbragð.” „Þvi miður höfum viö ekki fengið meira af þessari tegund”, sagði hún og brosti djarflega við honum. „Já, þær eru reglulega góðar”* hélt hann áfram, ,,ég held þetta séu bestu hnetur, sem ég hef fengið,og ekki spillir viniö. Vin og hnetur bragöast svo vel saman.” Hann hellti i glasið þvi sem eftir var af vini I könnunni og saup á. Framreiöslustúlkan horfði á hann á meðan. Hún brosti enn. Tillit hennar og bros snurtu hann. Það var eins og einhvers konar brú yrði til milli þeirra i loftinu, veikbyggð en einkar snotur brú. Það var eins og' borðin þeirra færðust ósjálfrátt nær hvort öðru,og hann langaði að segja: Má ég setjast við borðið hjá yður? En hann þagði. Hann sagði það ekki, og hann drap visifingri á glasbrúnina, svo tónn kvað viö úr glerinu. Stúlkan lokaði bókinni. „Þér sátuð þarna lika I siðustu viku”, sagði hún. „Eruö þér svona minnug?” „Já, en þér stóöuð stutt við.” „Þá var svo margt fólk.” „Kunnið þér þvi illa.” „Fyrrum kunni ég þvi vel, en ekki lengur.” Eitt andartak var dauðaþögn. Svo sló klukkan i torgturninum. „Þér hafið verið eitthvað óheppinn”, sagöi stúlkan lágt. „Þér eruö óhamingjusamur”, bætti hún við,” — takiö það ekki svona nærri yður....” „Nei”, sagði hann. , ,Ég ætlaði ekki aö segja yður það, en þér taliö oft upphátt við sjálfan yður...” „Er þaö!” sagði hann. Hann heyrði rödd hennar eins og hún bærist lengst úr fjarkka: „Verið ekki svona harður við sjálfan yður, takið þetta ekki svona nærri yður”, sagöi röddin rólega, en hann greip hnetu úr skálinni. Hann braut hana og horfði annars hugar á brotin I lófa sér. Stúlkan þagði. Hún horfði á hann eins og hún vænti svars. „Ég veit ekki, hvað ég á að segja,” hugsaði hann. En hann fann þó, aö hann var staddur mitt i skilningi og trúnaði, að visu aðeins örstutta stund. Agnarlitiö ljós, ofurlitill logi. „Þarf ekki að fará að loka?” spurði hann loks. „Ekkert liggur á. Hugsið ekki um það.” „Það er orðið framoröiö, og þér þurfið að hvila yður.” „Það liggur ekkert á”, sagði hún, „auk þess þarf ég ekki aö fara út. Ég hef herbergi á loftinu.” „Ég ætti samt að fara núna.” En hann beið enn meö að ljúka úr glasinu. 26 VIKAN 7. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.