Vikan

Tölublað

Vikan - 13.02.1975, Blaðsíða 19

Vikan - 13.02.1975, Blaðsíða 19
sagthonum hver átti bilinn. Hann sleppti höndinni ekki af marg- hleypu, sem hann haföi i vasa sin- um, eitt einasta andartak, meöan hann stóö viö.... Tom þangaöi og var háöslegur á svipinn. — Og hvi skyldi ég ekki hafa sagt honum þaö. Þessi náungi var vist búinn aö vinna til þess. Hann sló ryki i augun á þér, likt og hann sló ryki i augun á Daisy, en sjálfur lét hann sér hvergi bregöa. Hann keyröi yfir Myrtu eins og hún væri hundur, — hann stoppaöi ekki einu sinni bilinn. Þaö var ekkert sem ég gat sagt, nema aö þetta væri ekki satt. — Og kannske þú haldir aö ég hafi ekki fengiö minn skerf af sorginni. — Hlustaöu á, — þegar ég fór til aö segja upp ibúöinni og sá þennan bölvaöan kassa meö hundakexinu standa á skenkn- um, settist ég niöur og grét eins og barri... Drottinn minn, hvaö þaö var voöalegt.... Ég gat hvorki fyrirgefiö honum né fundiö til samúöar meö hon- um, en ég sá aö i eigin augum var hann fulkomlega réttlættur af gjöröum sinum. Allt bar þetta svip ringulreiöar og kæruleysis. Þau voru kærulaust fólk, — Daisy og Tom, Þau tróöu allt lifandi og dautt undir hælum sér og sneru siöan aö nýju I skjól peninga sirina og dæmalauss kæruleysis, eöa hvaö annaö þaö nú var, sem hélt þeim saman, og aörir fengu aö sópa upp eftir þau.... Ég tók I höndina á honum; þaö sýndist kjánalegt aö gera þaö ekki, þvi mér þótti allt i einu sem ég talaöi viö barn.Hann gekk inn til skartgripasalans aö kaupa perluhálsmen eöa ef til vill skyrtuhnappa, — laus viö sveita- mannslega viökvæmni mina um allan aldur. Hús Gatsby var enn mannautt, þegar ég fór, — grasiö á flötinni hans var oröiö jafnhátt og mitt. Einn leigubílstjóranna i þorpinu fór aldrei svo framhjá hliöinu þar, aö hann stanzaöi ekki stund- arkorn og benti inn fyrir: ef til vill var þaö hann,sem ók þeim Daisy og Gatsby yfir aö Eystra Eggi, kvöldi sem slysiö skeöi, og ef tií vill haföi hann samiö sina eigin sögu um allt saman. Þá sögu langaöi mig ekki aö heyra og ég sniögekk hann þvi, þegar ég sté út úr lestinni. Laugardagskvöldunum eyddi ég i New York, þvi hin litriku og glööu samkvæmi hans stóöu enn svo ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um mér,aö ég gat heyrt tónlistina og hláturinn frá garöi hans, sem lágan og stööugan niö, og bllana heyröi ég aka fram og til baka á heimreiöinni. Eitt kvöldiö heyröi ég til raunverulegs bils þar og sá ljós hans, þar sem hann haföi stanzaö viö útidyraþrepin. En ég gætti ekki aö þessu nánar. Ef til vill var þetta einhver slöbúinn gestur, sem haföi haldiö sig á enda veraldar og var þvi ekki kunnugt um aö bundinn var endi á gieðskapinn. Siöasta kvöldiö, þegar ég haföi lokiö viö aö pakka niöur farangri minum og var búinn aö selja bil- inn, hélt ég yfir aö húsinu, til aö viröa enn einu sinni fyrir mér þessi stórbrotnu og andstæöufullu mistök I byggingarlist. Á hvit dyraþrepin haföi einhver smá- strákur krotaö klúrt orö meö múrsteinsbroti. Þaö blasti viö mér I tunglsljósinu og ég máöi þaö af meö þvi aö núa skósólanum viö steininn. Þvl næst gekk ég niö- ur aö ströndinni og lagöist i sand- inn. Flest stóru húsanna viö strönd- ina stóöu nú auö og varla nokkur ljós var a sjá utan daufan hvikul- an bjarma frá ferju úti á sundinu. Þegar máninn færöist hærra upp á himininn tóku þau húsanna, sem fjær voru, aö hverfa i myrk- ur, þar til ég smám saman fór aö sjá þessa gömlu eyju á þann hátt, sem hún mun hafa komiö hinum hollensku sæförum fyrir sjónir, — ferskur og grænn barmur hins nýja heims. Horfinn trjágróöur, sá trjágróöur, sem mátt haföi vikja fyrir húsi Gatsby, haföi eitt sinn hvislaö hér fyrirheitiö um hinn hinzta og mesta af öllum draumum mannsins; eitt hraö- fleygt og uppljómaö andartak hljóta menn aö hafa haldið niöri i sér andanum i námunda þessa meginlands og fundið sig kúna til fagurfræöilegrar igrundunar, ráögátu, sem þeir þó hvorki gátu valdið né óskuðu aö takast á viö. í siöasta sinn á jörö sinni stóö maö- urinn nú augliti til auglitis viö eitthvaö, sem var nógu stórbrot- iö, til þess aö þaö fengi reynt á alla hæfni hans til aö hrifast. Og sem ég sat þarna og braut heilann um gamla og ókunna ver- -Ja, það er rett, hún er í vestinu þínu öld, fór ég aö hugsa um kynja- heim Gatsby og þá stund, þegar hann i fyrsta sinn kom auga á græna ljósiö á bryggjuenda Daisy. Hann haföi komiö um langan veg aö þessum bláu landa- mörkum og héöan aö sjá virtist draumur hans svo nálægur, aö hann taldi sér vart geta mistekizt aö hafa hönd á honum. Honum var ókunnugt um aö þessi draum- ur var þegar langt aö baki, ein- hvers staöar I ómælishringiöunni þarna handan borgarinnar lá hann grafinn, þar sem myrkar viðáttur lýöveldisins stefna viö- stööulaust út I órafjarska nætur- innar. Gatsby trúöi á þetta græna ljós, — á þá hrifandi framtlö, sem meö hverju ári færir sig um set I átt burt frá okkur. Viö vitum aö hún hljóp okkur af sér þetta sinniö, — en hvaö um þaö, — á morgun ætl- um viö aö hlaupa hraðar, teygja armana lengra áfram.... Já, og einn góöan veöurdag..... Þannig beitum viö upp i,likt og bátar, sem snúa stefni mót straumi og berast án afláts aftur á bak, inn i fortiðina. 44 ----------------------------,------------------------«3 Ég er úrvinda... eins og I ÞettahressirþigviB... undin tuska! t—f Rasmina ætlar aö selja 7. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.