Vikan

Tölublað

Vikan - 13.02.1975, Blaðsíða 37

Vikan - 13.02.1975, Blaðsíða 37
— Ég elska þig lika, Bryne. Af. öllu mínu hjarta. Hljóðlega hvarf hún til hans. Víður sloppurinn sveiflaðist um llkama hennar og hárið var sem gull I kertaljósinu. Hún lokaði augunum um leið og hún fann arma hans umlykja sig, vafði sin- um eigin örmum um háls hans og fann hann þrýsta henni að sér. Hann þrýsti vörum sínum að hennar, eins og i undrun og hann fann hana titra i örmum sér og i þessu faðmlagi gleymdu þau öllu öðru. Kertaljósið haföi slokknað i sinu eigin vaxi. Rúmfötin á bekknum i búningsherberginu voru ósnert, þegar fyrstu dags- birtu gætti. Það eina sem benti á mannavistir þar,- var sloppur Söru, sem lá á gólfinu. Dyrnar opnuðust og Sara gægð- ist þangað inn, flýtti sér að taka upp sloppinn og hylja nekt sina. Svo fór hún aftur inn I svefnher- bergiö og hallaði sér yfir Bryne, sem var steinsofandi. Hún ýtti við honum. — Astin min, vaknaðu! Hann stundi i svefninum, hall- aði sér á hliðina, en svo opnaði hann augun og leit með glettnis- brosi til hennar. Að lokum reis hann upp við dogg. —• Hvað geng- ur á? Hvers vegna þurfum við að flýta okkur. Það er varla kominn dagur. Hún var komin i hvitan slopp, sem fór henni einstaklega vel. — Börnin geta farið að koma, þau eru vön að koma snemma, sagði hún blíðlega. — Þú verður aö koma I veg fyrir það. — Þau koma nú ekki á hverjum morgni, aðeins, þegar ég er ekki nógu fljót á fætur. 24. sept. — 22. okt. Þig langar til að tak- ast á viö eitthvert spennandi verkefni og I þessari viku er engu lfkara en aö þaö berist þér upp f hendurnar mjög óvænt. Vertu viöbúinn. 24. okt. — 22. nóv. Þessa dagana gerist svo margt i senn hjá þér, aö þú átt erfitt meö aö henda reiður á öllu og sennilega llða nokkrar vikur,áður en þú skilur þaö allt til fulls. Heillatala er fjórir. 23. nóv. — 21. des. Þú hefur sterkan og einbeittan vilja og ert fyllilega fær um að hafna öllum gylliboð- um, sem eru ekki öll eins og þau sýnast. Sýndu nú, aö þú ert á- kveðnari en margur hyggur. 22. des. — 2«. jan. Þér finnst þú ófrjáls og mjög háður um- hverfinu og auðvitaö ertu það, við erum það öll. Gættu þess samt að gripa ekki til neinna úrræöa, sem þú átt eftir aö iörast, þegar frá liöur. 21. jan. — lít. fehr Þú ætlar þér of stuttan tima til að ljúka við verkefni þin á vinnu- staðog það kemur nið- ur á gæöum vinnunn- ar. Vendu þig af þessu, það er engum til góðs, að þú vinnir hratt en illa. 20. febr. — 20. marz Hættu að hugsa um fortlöina og littu fram á veginn. Þér er það llka sannarlega óhætt, þvi aö nú er bjart framundan hjá öllum, sem fæddir eru i fiska- merkinu. 7. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.