Vikan

Útgáva

Vikan - 13.03.1975, Síða 5

Vikan - 13.03.1975, Síða 5
eríku eða kvöldin. Leiðabókin min er orðin svo gömul.” Þegar við stigum upp i lestina i norður-chileanska hafnarbænum Arica, getur enginn frætt okkur á þvi, hvar eða hvenær við stigum út úr henni. Þessi lest er ekki háð neinum alþjóðlegum farþega- flutningum né leiðakerfum ann- arra lesta. Sá, sem keypt hefur Amerikupassann, verður að gera sér það ljóst, að hann er enginn Engin heimsálfa á að baki sér eins margar stjórnarbylt- ingar og Suður-Ameríka og er skemmst að minnast valdaráns herforingjanna í Chile. Það var einmitt í Norður-Chile, sem þýskir blaðamenn lögðu af stað í ferðalag með lest þvert yfir Suður-Ameríku til Rio de Janeiro i Brasiliu. Ferðin tók tuttugu og fimm daga, en kostaði aðeins sextiu dollara. ◄ Fæstir vagnanna voru yfirbyggðir. Ein smyglkvennanna biður þolinmóð eftir fari aftur heim á landamærastöðinni á landamærum Argentínu og Boliviu Líkkistusmiður í Potosi á.leið með smíðina til kaupanda. Meðalaldur ibúanna þar er aðeins 36 ár. majorkutúristi, heldur miklu fremur landkönnuður. Hann þarf að vera undir það búinn að lenda i 14 stiga frosti i meira en 4000 metra hæð — vagnarnir eru óupp- hitaðir — og i 35 stiga hita i skugga i dölunum. Hann verður að kunna að búa i svefnpoka og bakpoka. Hann verður að vera ævintýramaður, sem getur verið án alls munaðar. Sé hann þess umkominn, fær hann að njóta lands og fegurðar, sem enginn venjulegur ferða- langur nokkurn tima sér. Við fór- um 7122 kilómetra leið um Chile, Bóliviu, Argentinu og Brasiliu. Meðalhraði lestanna, sem við ferðuðumst með, var 25 kilómetr- ar á klukkustund. Fæstra borg- anna, sem við fórum um, er getið i nokkrum ferðamannabæklingi, og flestir Evrópubúar hafa ekki hugmynd um, að þær eru til og að þar býr fólki. Ein þeirra er Potosi. Þegar Potosi stóð á hátindi frægðar sinnar á 17. öldinni, bjuggu þar 160.000 manns, og borgin var stærri en Róm. Potosi stendur á eyðimörkinni við Cerro Rico, Fjallið auðuga. Þegar spænsku landvinningamennirnir uppgötv- uðu, að i fjallinu var silfur alla leið upp a tindinn, sóttu þangað herskarar hamingjuleitenda, höndlara og hermanna, sem ráku indiánana til silfurvinnslu i fjall- inu. Þá voru að minnsta kosti 5000 námagöng i Cerro Rico. Fint málmrykið lamaði lungu verka- mannanna, og eðalmálmurinn fyllti fjárhirslur spænska heims- veldisins. Tvær milljónir indiána létu lifið vegna ofneyslu alkóhóls og úr kynsjúkdómum — og fjallið 11. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.