Vikan - 13.03.1975, Page 6
1.“»*
sá fyrir mörgum að auki. Og enn
þann dag i dag eru útslitnir
bóliviumenn að grafa og grafa
silfur úr Cerro Rico.
I La Paz, höfuðborg Bóliviu, fá
fátæklingarnir ekki einu sinni að
þræla við silfurgröft. La Paz er
hvað verst sett og fátækust allra
höfuðborga Suður-Ameriku, og er
þá mikið sagt. Á þeim 150 árum,
sem liðin eru frá þvi bóliviumenn
brutust undan spánverjum, hafa
verið gerðar þar 197 stjórnarbylt-
ingar. Og hvitu mennirnir hafa
verið einir að kljást um völdin.
beir eru nú eitthvað i kringum
700.000 talsins i Bóliviu, indián-
arnir eru tvær og hálf milljón
talsins, og auk þeirra búa ein og
hálf milljón mestiza — kynblend-
inga — i landinu. 700.000 hvitir
menn berjast um völdin og pen-
ingana, en fjórar milljónir
indiána og kynblendinga lifa við
skort og stundum hörmungar.
Væru frumbyggjar Suður-
Ameriku ekki eins góðlyndir og
seinreittir til reiði og raun ber
vitni, hefði hvita manninum ekki
veist svona auðvelt að brjóta
heimsálfuna þeirra undir sig.
Indiánakonurnar kasta grjóti,
þegar þær sjá myndavél.
l'að er ekki nema myndavél sé
beint að þessu svarthærða, brons-
fólki, að það skiptir skapi. Á
landamærum Chile og Bóliviu var
kastað grjóti og sandi i ljósmynd-
arann, og þegar hann ætlaði að
taka mynd i lestinni, tóku nokkr-
ar indiánakonur sig til og vöfðu
klæði um höfuð hans. Innlands-
indiánarnir hafa semsé þá trú, að
eftir dauðann verði þeir að
sveima um alls staðar, þar sem
fyrirfinnast myndir af þeim.
Borgin Santa Cruz er i 442
metra hæð yfir sjávarmáli hand-
an Andesfjallanna, og þaðan átt-
um við að leggja af stað klukkan
14.30. En hvergi sást til neinnar
lestar nærri brautarpallinum.
Klukkan 15.30 sjáum við til tutt-
ugu ára gamals eimvagns, sem
dregur fjóra opna vagna, og á
þeim eru kálfar. Og skömmu
seinna kemur skiptivagn -með
það, sem á vantar: Fimm hlaðna
vöruvagna og fjóra tóma, sem
ætlaðir eru farþegunum. Við
komum okkur fyrir i aftasta
vagninum. Hann samanstendúr
af gólfinu og fjórum veggjum, og i
honum hreiðrum við um okkur.
Með okkur ferðast um það bil
tylft indiána. Og auk þeirra þau
Jonathan og Noelle. Jonathan
kveðst hafa verið á ferðalagi með
En fyrst ætla ég aö semja
sjónvarpsóperu um þig.
Ö <-J.
6 VIKAN 11. TBL.