Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 25

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 25
r þótt það hljómi sem þverstæða, þá verður ritskoðun sú, sem listir búa við þar eystra, meðal annars til að magna áhuga á þeim. Rússneskar bókmenntir hafa ætíð búið við ritskoðun, alla nítjándu öldina og þá tuttug- ustu líka. Þessi ritskoðun hefur auðvitað verið misjafnlega ströng, en alltaf til staðar. Þetta hefur haft þær afleiðingar, að með því að pólitísk umræða og gagnrýni var torveld í beinum pólitískum greinaskrifum, hafa menn I ríkum mæli fundið henni vettvang í bókmenntun- um. Á nítjándu öldinni fjöll- uðu rússneskar skáldsögur gjarna um unga utanveltumanninn, sem var í andstöðu við allt í for- stokkuðu umhverfi sínu. Þessi ungi maður kynntist kannski ungri stúlku sem var eins og óskrifað blað og hafði á hana mikil áhrif með gáfulegri beiskju sinni, með þeim tókust einhverjar ástir, en niðurstaðan varð alltaf sú, að hann stóð sig ekki á stefnumótinu, heldur flýði á einhvern hátt af hólmi. Svo skrifaði Turgenjev skáld- sögu, þar sem ungur maður, sem vel að merkja var búlgarskur og að búa sig undir að berjast fyrir frelsi búlgara, hreif ungu stúlkuna á brott með sér. Menn lögðu þetta svo út þannig, að í þessari sk’áldsögu örlaði á nýrri von - von um, að frelsisbarátta geti hresst rússneska þjóð við. Rússar hafa á þennan hátt til- einkað sér að iesa pólitíska um- ræðu út úr bókmenntunum, en hitt er svo annað mál, að rit- skoðunin kann þá list líka. Eitt verður líka að líta á, sé bók- menntaneysla Islendinga og rússa borin saman; rússar taka skáldsöguna miklu nær sér en við og eiga auðveldara með að samsama sig persónum hennar og kjörum þeirra. - Þó hér sé engin eiginleg rit- skoðun, lenda rithöfundar auð- vitað iðulega I erfiðleikum við að koma út bókum hér á landi, en þeir erfiðleikar eru þá fyrst af öllu fjárhagslegir. Sé maður reiðubúinn að láta verk sitt af hendi fyrir ekki neitt og jafnvel borga setninguna sjálfur, eins og hér kemur fyrir. verður hon- um það ekki til trafala að ráði, hvað hann er að segja með bók sinni. Fólk kippir sér ekki svo ýkja mikið upp við það, sem sagt er I bókarformi á fslandi núna, en er ívið viðkvæmara fyrir því, sem fram kemur I dagblöðum. Erfiðast er þó að fjalla um við- kvæm efni í útvarpi og sjón- varpi. Menn létu sér til dæmis lítið bregða við hinar firnalegu grimmu skáldsögur Guðbergs Bergssonar, sem voru mjög miskunnarlausar I garð íslend- inga og einkum þeirrar kynslóð- arsem nú lifir. Einhverjir hnýttu að vísu I gróft málfar, og svo- lítill æsingur var I fólki út af því að Guðbergur skyldi fá silfur- hestinn. Seinna er farið til Grindavíkur með kvikmyndavél og ungur maður látinn ganga þar um plássið í leit að menn- ingunni. Árangurinn er sýndur í sjónvarpi - allt er tiltölulega mjög meinlaust og vægt til orða tekið, engar stórar staðhæfingar eru viðhafðar, heldur cr myndin öll meira og minna I spurnar- formi. Allt verður snælduvit- laust, og flest blöð eru að springa af heift af því þetta kemur fram I sjónvarpi, og ekki er einúngis fjallað um fiskveiðar, aflabrögð og fiskverkun, heldur er tæpt á einhverjum mannleg- um vandamálum, sem jafnframt eru pólitísk eins og öll vanda- mál. -Er ekki ákaflega eðlilegt, að sjónvarpsmynd veki meiri við- brögð en skáldsaga? -Jú, vitaskuld er það, þar scm myndin nær til miklu fleiri, en á þessu sést líka, að menn hafa bernska og frumstæða afstöðu gagnvart sjónvarpi, en hins veg- ar allmikla reynslu af skáldsög- um. Áhrifamáttur skáldsög- unnar er miklu minni nú en hann var til dæmis á árunum millu 1930 og 1940. Þegar Hall- dór Laxness skrifaði Sölku Völku Sjálfstætt fólk og Ljósvíkinginn, held ég hann hafi átt meiri þátt I að móta það andrúmsloft, sem leiddi til þess að sósíalistaflokk- UFÍnn varð til úr kommúnista- flokknum og olíuliðinu úr al- þýðuflokknum en nokkurn tíma pólitísku foringjarnir - Einar og Brynjólfur annars vegar og Héð- inn og Sigfús hins vegar. Þá var enn þessi tími, þegar skáld- sagnahöfundar gátu haft ansi mikil pólitísk áhrif. Nú held ég það væri sama, hve beinskeyttur höfundur væri og hve úttekt hans á þjóðfélaginu væri góð - hann gæti aldrei haft sömu áhrif og góður höfundur á þessum árum. - Víða í nágrannalöndum okk- ar hafa rithöfundar breytt um vinnuaðferðir og I stað þess að skrifa skáldsögur, hafa þeir unnið eins konar skýrslur um ákveðin efni; Sara Lidman dvaldist I námunum I Norður- Svíþjóð og skrifaði Gruva um lífið þar, Göran Palm vann I verksmiðju I eitt ár og skrifaði síðan skýrslu um verksmiðjuna. Þessi alda er að dala núna, en hún á líklega eftir að hafa mikil áhrif á þróun skáldsögunnar. Vinnubrögð sem þessi hafa ekki verið tíðkuð að ráði hérlendis. Þó er hægt að benda á leikrit Svövu Jakobsdóttur Hvað er I blýhólknum?, sem er I þessum dúr. Annars hafa íslenskir höf- undar treyst mjög á brjóstvitið og andagiftina og sjaldan gefið sér tíma eða fengið tíma til þess að gera eiginlega könnun á sögusviði sínu. Þessa þáttar hef ég oft saknað I íslenskum bók- menntum, því sé höfundur til dæmis að lýsa fjármálaspillingu I íslensku þjóðfélagi, þarf hann að vita út í æsar, hvernig farið er að því að falsa bókhald, fá lán á fölskum forsendum, bera fé I nefnd, og þar fram eftir götum. - Þú hefur skrifað bókmennta- gagnrýni allt frá árinu 1962. Telur þú bókmenntagagnrýni vera einhvers virði? - Ég veit ekki hvers virði gagnrýni er I sjálfu sér, en ég held allir geti. verið sammála um, að hún sé framlag til þess að vekja umræðu um nýjar bæk- ur. Margir virðast sammála um, að gagnrýnendur séu ákaflega miklir óþurftarmenn. Þetta er skiljanlegt sjónarmið höfunda, þvl að I fyrsta lagi eru þeir nátt- úrlega viðkvæmir gagnvart af- kvæmi slnu, sem er þeirra hjart- ablóð. í öðru lagi er það skilj- anlegt vegna þess, að allt mögu- legt er framleitt á íslandi. Hér eru framleiddir sokkar, peysur, niðursuðudósir, bækur og ótal margt annað, en bækur eru hið eina, sem fær reglulega gagn- rýni. Það er því kannski ekki nema eðlilegt, að höfundum finnist, að höfð sé I frammi ótil- hlýðileg afskiptasemi af þeirra verkum. - Segja má sem svo, gð best sé að forðast I gagnrýni þau orð, sem líkjast einhvers konar eink- unnagjöf - þetta er efnilegt og þess háttar. Slíkar einkunna- gjafir eru að vísu algengastar I daglegu tali fólks um bækur, en Þeirgerðu hróp að okkur, , ,þess- um andskotans kúrístum ”...

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.