Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1976, Blaðsíða 3

Vikan - 01.04.1976, Blaðsíða 3
Hér er attur barnhópurinn samankomin, frá vinstri Kristin lit/a, sem situr í kjöitu stóra bróður, Thulins 16 ára, Svava 12 ára, Linda 10 ára, Agnes 17 ára og Ásgeir tvíburabróðir Kristínar. Héðan stjórnar Ro/f stórfyrirtækinu Ro/f Johansen og Company, á veggjunum hanga myndir og málverk af skipum og bátum og minna Ro/f á göm/u. góðu árin á sjónum. Rolf er lifandi dæmi um unga manninn með bjartsýnina og dugnaðinn að leiðarljósi sem vinnur sig upp úr sendilsstarfinu í forstjórastól- inn í einu þekktasta innflutningsfyrirtæki landsins og að vera hæsti skattgreiðandi í röð einstaklinga. En hamingjuna höndlar maður ekki með, og það dýrmætasta í lífinu er skattfrjálst. Sagt er, að á bak við alla framgangsríka menn standi kona, og Rolf fer ekki dult með það, að gæfa hans og fótfesta i lífinu sé Kristín Ásgeirsdóttir eiginkona hans og lífsförunautur í 18 ár. Og það er Kristín, sem tekur á móti okkur, réttu megin við Laugarásveginn, af hlýju og látleysi og leiðirokkur inn ível búnarstofur, sem fyrst og fremst gefa það til kynna, að þær séu heimili frekar en stássstofur. Við, sem komið höfum inn úr norðanrokinu, kunnum vel að meta ylinn, og fyrirforvitnis sakir fáum við að ganga um húsið, sem byggt er á þremur hæðum mót suðri, og skoða falleg málverk og austurlenska muni, áður en við setjumst niður til að spjalla við þau hjónin. stofugluggunum má sjá yfir Laugardalinn þarsem ein síðustu býlin í Reykjavík standa, og einhvern veginn fannst manni, að Laugardalur- inn hafi blessunarlega orðið á eftir þróuninni, þegar bærinn okkar breyttist í borg. En þess verður víst ekki lengi að bíða að borgin sendi jarðýtur sínar á vettvang og þessi síðasta vin borgarinnar verði athafnalífinu að bráð. Samt virðast íbúar Laugarássins vera ennþá í einhverjumtengslum viðnáttúruna, líkast til fyrir þær sakir, að húsin standa hátt og útsýni er yfir hafið og íbúarnir geta fylgst nánar með öllum tilbrigðum og duttlungum íslensks veðurfars en þeir, sem hafa steinsteypuna og malbikið fyrir augunum. — Já, á íslandi er allt gott nema veðrið, og þvi miður verðum við að haga og skipuleggja líf 14. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.