Vikan - 01.04.1976, Page 21
Frásögn af barni í leit að sjálfu sér.
ana og setja þá, þar sem þeir eiga
að vera.
Hann fór að laga til og setja
litina á sinn stað á nýjan leik.
— Þér finnst þú mega til að raða
öllu upp aftur, sagði ég.
— Já, sagði hann. — Það verð
ég að gera. Litirnir eru tólf og
penslarnir eru tólf.
Hann hló.
— Nei, en Dibs þó, sagði hann
vingjarnlega. — Þú veist það er
hægt að gera allt rétt. Nú skaltu
raða öllu i rétta röð.
— Finnst þér, að þú verðir alltaf
að hafa allt í röð og reglu?
spurði ég.
— Já, auðvitað, sagði hann og
brosti. — Ef það er þá ekki
skemmtilegra allt í ruglingi.
— Hvort tveggja er þá ágætt,
sagði ég.
— Já, hérna, sagði hann.
— Mundu að hér er allt í lagi,
bara ef það er.
Hann kom til mín og klappaði
mér á höndina.
— Þú skilur það, sagði hann og
brosti. — Getum við ekki farið
inn á skrifstofuna þína? Getum við
ckki farið I hcimsókn á skrifstof-
una þína?
— Við getum farið þangað og
verið þar, það sem eftir er tímans
í dag, ef þú vilt.
Hann gekk hratt eftir ganginum
að skrifstofunni minni. Það lá pakki
af bókamerkjum á skrifborðinu
mínu. Hann tók upp pakkann.
— Má ég taka pakkann upp og
nota þau?
— Ef þig langar til.
Hann gekk að bókahillunni og
skoðaði bækurnar nákvæmlega.
Hann valdi eina bókina og las
titilinn: Barnið þitt kynnist um-
heiminum. Hann gekk út að glugg-
anum og horfði út.
— Sæll, heimur sagði hann.
— Jæja, þetta er afbragðs dagur
fyrir umheiminn. Það er líka góð
lykt úti. ó, þarna kemur skemmti-
legi vörubillinn minn.
Hann stóð kyrr og horfði út
drykklanga stund, án þess að
segja nokkuð.
— Sæll, vörubíll, sagði hann
lágróma. — Sæll, maður. Sæli,
heimur.
Hann brosti glaður.
Svo kom hann aftur að skrifborð-
inu og tók upp Little Oxford
Dictionary. (Lítið Oxford orðasafn).
— Elsku gamla bókin, full af
orðum, sagði hann. — Ég ætla að
setja tvö merki í hana. Góða orða-
bókin mín. Blábundna bókin með
orðin.
Hann stakk tveimur bókamerkj-
um inn í bókina. Svo hallaði hann
sér aftur á bak í skrifborðsstólnum
og horfði á mig. Breitt bros lýsti
upp andlitið.
— Bráðum er kominn tími til
að fara heim, sagði hann. — Og
þegar ég fer, verð ég alveg glaður
inni í mér. Svo kem ég aftur á
fimmtudaginn kemur. Og mundu
það, bara ég. Enginn annar, bara
ég. Og þú.
— Það skal ég muna, sagði ég.
— Ef þú vilt hafa þennan tíma
út af fyrir þig, þá er það allt í
lagi af minni hálfu.
— Ég vil hafa hann út af fyrir
okkur, hvíslaði Dibs. — En ekki
fyrir neina aðra, ekki strax.
— Þá verður það einmitt þannig,
sagði ég. — Enga aðra strax.
Ég velti því fyrir mér, hvort
hann myndi ef til vill stinga upp
á því bráðum, að hann tæki vin
sinn með sér. Hvort hann myndi
kannski bráðum eignast vin í leik-
skólanum.
Bjallan hringdi og gaf til kynna,
að móðir hans væri komin.
— Bless, sagði hann. — Ég kem
aftur á fimmtudaginn og verð aftur
glaður.
Þegar við vorum komin fram í
móttökuna, þar sem móðir hans
beið, sneri hann sér við og leit upp
til min.
— Bless aftur, sagði hann. Svo
sneri hann sér við og hljóp eftir
endilöngum ganginum eins hratt
og hann gat, snarsneri sér við og
hljóp til baka, beint til móður
sinnar og greip utan um hana.
— ó, mamma, ég er svo glaður
í dag, hrópaði hann og faðmaði
hana að sér.
Við urðum báðar undrandi á
þessari óvæntu tjáningu Dibs.
Augu móður hans fylltust af tárum.
Hún kinkaði kolli í kveðjuskyni og
gekk út. Hún leiddi Dibs og hélt
fast í hönd hans.
Daginn eftir hringdi móðir Dibs
til að biðja mig um viðtal. Ég
gladdist yfir því, að hún skyldi geta
komið samdægurs. Hún kom inn á
skrifstofu mína, í senn áköf og hlé-
dræg. Hin beina ástaryfirlýsing
Dibs daginn áður hafði brotið
varnarstöðu hennar á bak aftur í
einu vetfangi.
— Ég vil, að þér vitið, hve
þakklát ég er, sagði hún. — Dibs
hefur breyst svo mikið. Hann er
ekki lengur sama barn. Ég hef
aldrei séð hann tjá tilfinningar sínar
jafn opinskátt og hann gerði í gær,
þegar við vorum að fara. Ég —
ég varð mjög hrærð.
— Ég trúi því, sagði ég.
— Það gengur svo miklu betur
að fást við hann, sagði hún.
og það var hamingjuglampi í
augum hennar, bros á vörum henn-
ar.
— Hann er í senn rólegri og
glaðlegri. Hann er hættur að fá
bræðiköst. Hann er næstum hætt-
ur að sjúga þumalfingurinn. Hann
horfir beint framan í okkur. Hann
svarar, þcgar við tölum við hann,
að minnsta kosti oftast nær. Nú
kemur það fyrir, að hann kemur
til mín að fyrrabragði og segir
eitthvað við mig. Um daginn kom
hann fram í eldhús, þegar ég var
að baka og hann sagði: Kökurnar
þínar eru mjög góðar. Þú bakar
kökur handa okkur. Okkur. Ég held
honum sé að byrjað að finnast, að
hann sé einn af fjölskyldunni.
Og ég held...já, ég held mér sé
farið að finnast hann vera einn
okkar. Ég veit ekki, hvað eiginlega
Framhaldssaga
eftir
Virginia M.
Axline.
var að hjá okkur. Ég botnaði aldrei
neitt í honum, ekki frá fyrstu tíð.
Mér fannst eins og ég hefði á ein-
hvern hátt sett niður, Dibs hefði
eyðilagt allt fyrir mér. Hann var
ógnun við hjónaband mitt. Hann
batt endi á starfsferil minn. Nú
spyr ég sjálfa mig, hvað ég hafi
gert, sem olli þessum erfiðleikum.
Hvers vegna gerðist þetta allt?
Hvað get ég gert til þess við kom-
umst á réttan kjöl aftur? Ég hef
spurt sjálfa mig þess aftur og aftur.
Hvers vegna? Hvers vegna? Hvers
vegna börðumst við hvort gegn
öðru á þennan hátt? Svo við vorum
næstum búin að eyðilcggja Dibs.
Ég man, að þegar ég talaði við Dibs
í fyrsta sinn, var ég sannfærð um,
að hann hlyti að vera vangefinn.
Þó vissi ég, að hann var það ekki
í raun og veru.
Hún andvarpaði og hristi höfuðið
— Ég varð víst að sanna citthvað
fyrir sjálfri mér, sagði hún. — Ég
varð að sanna, að hann gæti lært.
Ég varð að sanna, að ég gæti
kcnnt honum eitthvað. Eigi að
síður hegðaði hann sér ætíð þannig,
að ég vissi aldrei, hve mikið hann
skildi, eða hvaða gagn hann hefði
af því, sem ég sagði honum. Ég
horfði á hann grúfa sig yfir það,
sem ég gaf honum, þegar hann var
einn í herberginu sínu, og ég sagði
við sjálfa mig: — Hann myndi
ekki gera þetta, ef hann hefði enga
ánægju af því sjálfur. — Og samt
var ég aldrei viss. Ég las víst
áreiðanlega mörg hundruð bækur
fyrir hann.
— Já, hélt hún áfram. — Alltaf
var ég að prófa hann, alltaf efaðist
ég um hæfileika hans. Ég reyndi að
nálgast hann, en múrinn milli
okkar varð stöðugt rammgerðari.
En alltaf gerði hann nóg til þess, að
ég gafst ekki upp. Ég held, að aldrei
hafi nokkurt barn verið plagað eins
með stöðugum kröfum — hann átti
að ráða við þetta verkefni og þetta
verkefni — alltaf stöðugt ncyddi
ég hann til þess að sýna fram á, að
hann hefði nokkra hæfileika. Hann