Vikan - 01.04.1976, Blaðsíða 23
gaman, þegar sagt er við hann, að
hanm sé heimskur.
Hann gekk aftur út að glugg-
anum.
Eftir nokkra stund kom hann
aftur að segulbandstækinu.
— Það var einu sinni lítill dreng-
ur, sem bjó í stóru húsi með
mömmu sinni, pabba sínum og
systur sinni. Og einn daginn kom
pabbinn heim, fór inn í vinnu-
herbergið sitt, og drengurinn fór
inn til hans, án þess að banka fyrst.
— Þú ert vondur maður, hrópaði
drengurinn. — Ég hata þig! Ég hata
þig! Heyrirðu hvað ég segi? Ég hata
þig! Og pabbinn fór að gráta. —
Vertu góður, sagði hann. — Mér
líður ekki vel! Mér finnst svo leiðin-
legt, hvaðéghefgert. Vertu góðurog
hataðu mig ekki! En litli drengur-
inn sagði við hann: — Ég ætla að
refsa þér, heimski, heimski maður.
Ég vil ekki hafa þig hér lengur! Ég
vil losna við þig sem allra fyrst.
Hanú spilaði frásögn sína. Svo
hélt hann áfram að tala inn á
bandið.
— Þetta er Dibs. Ég hata pabba
minn. Hann er vondur við mig.
Honum þykir ekki vænt um mig.
Hann vill ekki hafa mig hjá sér. Ég
skal segja ykkur, hver hann er, svo
að þið gctið passað ykkur á honum.
Hann er vondur, mjög vondur,
reglulega vondur maður.
Aftur sagði hann fullt nafn og
heimilisfang föður slns.
— Hann er vísindamaður, hélt
hann áfram. — Hann hefur mjög
mikið að gera. Hann vill, að alltaf sé
dauðaþögn. Hann er ekki hrifinn af
drengnum. Drengurinn er ekki
hrifinn af honum.
Hann stöðvaði tækið aftur og
kom til mín.
— Hann er ekki vondur við mig
lengur, sagði hann. — En áður var
hann alltaf vondur við mig.
Kannski honum sé líka farið að
þykja vænt um mig núna.
Hann fór aftur að segulbandinu.
— Ég hata þig, pabbi, hrópaði
hann. — Ég hata þig! Þú mátt ekki
læsa mig inni oftar. Þá drep ég þig.
Hann spólaði til baka, tók
spóluna af og rétti mér hana.
— Geymdu þetta, sagði hann.
— Settu það í kassann og geymdu
það, bara handa okkur.
— Allt í lagi. Ég skal geyma
spóluna. Bara handa okkur.
— Mig langar til að fara inn í
leikherbergið, sagði hann.
— Við verðum að ljúka þessu I
eitt skipti fyrir öll.
Við gengum inn I leikherbergið,
og Dibs stökk upp I sandkassann og
tók þegar að grafa djúpa holu í
sandinn. Svo gekk hann að brúðu-
húsinu og sótti pabbadúkkuna.
— Var það eitthvað, sem þú
ætlaðir að segja? spurði hann
dúkkuna stranglega. — Þykir þér
leiðinlegt að hafa verið svona
slæmur?
Hann hristi dúkkuna, fleygði
henni í sandinn og lamdi hana með
skóflunni.
— Ég skal búa til fangelsi handa
þér og stóran lás á dyrnar, sagði
hann. — Svo geturðu séð eftir öllu
því slæma, sem þú hefur sagt og
gert.
Hann sótti kubbana og fór að
byggja fangelsi I holunni. Hann var
mjög fljótur að því.
— Vertu góðurvið mig og gerðu
þetta ekki, hrópaði hann í orðastað
pabbadúkkunnar. — Mér finnst svo
leiðinlegt að hafa verið svona
vondur. Vertu góður við mig og
leyfðu mér að reyna að bæta ráð
mitt.
— Ég skal refsa þér! Ég skal refsa
þér fyrir allt, sem þú hefur gert!
hrópaði Dibs hátt. Hann setti
pabbadúkkuna ofan í holuna og
kom siðan til mín.
— Ég hef alltaf verið hræddur
við pabba, sagði hann. — Hann
hefur alltaf verið vondur við mig.
— Varstu hræddur við hann?
spurði ég.
— Hann er ekki vondur við mig
lengur, sagði Dibs. — En ég ætla
samt að refsa honum.
— Þig langar enn til að refsa
honum, þó að hann sé ekki vondur
við þig lengur? sagði ég.
— Já, sagði Dibs: — Ég ætla að
refsa honum.
Svo fór hann aftur I sandkassann
og hélt áfram að byggja fangelsi.
Svo setti hann pabbadúkkuna í
fangelsið, setti spýtu ofan á sem
þak, og huldi síðan allt með sandi.
— Hver skiptir sér af þér nú?
hrópaði hann.
Framhald í næsta blaði.
SISSOR
SOLLRA55
BIlL KAVANAGU e.
FRANK FLETCUER
14. TBL. VIKAN 23