Vikan - 01.04.1976, Qupperneq 24
BLÖMnSTÚLKA
Sgar Alfre<á> Nobel var ungur, leit hann björt-
raugufn á lifiö, taldiþað,, náðargjöf eðal-
nn". Mjög ungur hafði hann náð frábærum
fangri sem vísindamaður, en að eðlisfari var
hann draumlyndur.
Æmk,
ijágMí'- w/ ffl.
ingjánnínir h/aeja að méi
Alfred Nobel stríddi /engi viö b/ómgstú"
■Sofie Hess.,, Allt mitt lif hef ég att við ek^
að stríða. Nú verð ég að hafa barnfóstn^
fullorð/ð barn á föstum /aunum, og <
Þrjár konur skipuðu sess í hjarta
Alfreds Nobels, en hann varð fyrir
vonbrigðum með þærallar. Æskuástin
hans dó. konan, sem hefði getað
orðið lífsakkeri hans, hafði gefið
öðrum hjarta sitt, og litla blómasölu-
stúlkan, sem hann hreifst af, reyndist
vera lítisigld.
Alfred Nobel var aldrei reglulega hamingju-
samur í einkalífi sínu, og hann var piparsveinn
alla ævi. Kvenímynd hans var rússneska yfir-
stéttarkonan, sem var jafnoki karlmanna,
þegar rætt var um vísindi og heimspeki.
— Hvers vegna eru svo fáar slíkar konur til
í Svíþjóð og Frakklandi? furðaði hann sig á.
Lengi stóðu menn í þeirri trú, að Andriette
móðir Nobels hefði verið eina konan, sem
hafði einhver áhrif á líf þessa hægláta en
merkilega manns. Hann umgekkst hana í
einlægni, og hún brást aldrei trausti hans.
En samt komu aðrar konur við sögu í lífi
hans — og þær meira að segja þrjár:
— Ein var æskuástin hans, sem dó frá
honum.
— Ein hefði getað rofið einmanakennd
hans, ef hún hefði ekki svaraði honum játandi,
þegar hann spurði hana, hvort hún hefði gefið
einhverjum öðrum hjarta sitt.
— Og svo var það vínarstúlkan, en samband
þeirra varði í fimmtán ár og fékk þeim bæði
mikillar sælu og sárustu vonbrigða. Hið versta
losnaði hann þó við að reyna. Eftir dauða
hans, hótaði hún að selja bréf hans til hennar.
Æskuástina sína fann Alfred Nobel í París.
Hann var þá ekki orðinn fullra tuttugu ára.
Faðir hans hafði sent hann út í hinn stóra heim
til þess hann gæti séð sig um og aflað sér
frekari menntunar. Alfred Nobel varð ástfang-
inn í fyrsta sinn á lífsleiðinni. Áður hafði hon-
um fundist veröldin endalaus og þurr eyði-
mörk, en allt í einu lifnaði eyðimörkin við.
Nú átti hann sér aðeins eitt takmark —
að vinna ástir stúlkunnar sinnar. Framtíðin
var þeirra.
Hún var sænsk, ekki nema sextán ára, og
hún vann í lyfjaverslun. Hún var dásamleg í
hans augum — sannkölluð lífsins rós. Og hún
endurgalt tilfinningar hans. Þau áttu yndislegar
stundir saman.
En hamingjan varð endaslepp. Dauðinn
grúfði ætíð yfir sambandi þeirra eins og óút-
máanlegur skuggi. Unga stúlkan var með
24 VIKAN 14.TBL.