Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1976, Blaðsíða 25

Vikan - 01.04.1976, Blaðsíða 25
VMRO MSTKONA SNiLUNCS Alfred Nobel var enn í París, þegar hún varð að lúta í lægra haldi fyrir veikindunum. i formi Ijóðsins lýsti hann tilfinningum sínum. Hann kallaði Ijóðið Lífsins gátu. ,,...því hefði átt að Ijúka svo sem venja er og færa okkur hjónaband með áhyggjum og yndi. En annað var okkur áskapað, annar brúð- gumi krafðist handar hennar... Og bauð henni hvílu í brúðarsæng grafar- innar.... Flest varðandi þetta ástarævintýri er gleymt og grafið. Enginn veit lengur, hvað stúlkan hét. Einmanaleikinn varð fylgdarsveinn Nobels eftir þetta. Æskuástin og sársaukinn vegna missis stúlkunnar, setti mark sitt á manninn, og hann reyndi ekki að gleyma henni í hringiðu nýrra ævintýra. Meira en tuttugu ár liðu, áður en nokkur kona hafði aftur teljandi áhrif á hann. Það var árið 1876. Alfred Nobel var að verða fjörutíu og þriggja ára, og löngu orðinn kunnur maður. Hann var vellauðugur, átti mörg glæsileg heimili — og hann var mesti vinnuþjarkur. Hann var fyrst og fremst efnafræðingur, en einnig draumlynt skáld. Vordag einn sat hann við skrifborð sitt í París, og þá sá hann allt í einu í hendi sér, að hann kæmist ekki lengur hjá því að ráöa sér einkaritara til að taka að sér sívaxandi bréfaskriftir. Af einhverjum orsökum hafði Nobel sérstaka ást á Austurríki og þó sér í lagi Vínarborg. Þess vegna setti hann auglýsingu í eitt dag- blaðanna í Vín. Hann orðaði hana sjálfur og kallaði sig ,,vel menntaðan miðaldra mann". Hann vildi helst ráða konu á hæfilegum aldri og vel að sér í tungumálum. Meðal umsókn- anna um starfið leyndist bréf frá Berthu Kinsky greifynju. Hún var af bæheimsku ætt- inni Kinsky von Chinic und Tettau, en sú ætt var þekkt langt aftur í aldir. Bertha var þrjátíu og þriggja ára, næstum gömul kona á þess tíma mælikvarða, og auk þess var hún fátæk og allslaus. En hún var fögur, auk þess óvenjulega vel menntuð og þar að auki einstaklega vel að sér ítungumálum. Sem stóð var hún ráðskona fjögurra ungra stúlkna af von Suttnerættinni í höll utan við Vín. Bertha var í mestu vandræðum. Hún og einn sonanna á heimilinu, Arthur Gundaccar, sem var sjö árum yngri en hún, elskuðu hvort annað af ástríðu. Og einn daginn var komið að þeim í heitum faðmlögum f garðinum. Þjónustustúlkan, sem sá þau, var afbrýðisöm út í Berthu, og sagði hallarfrúnni þegar alla söguna. Og húsmóðirin var ekki lengi að tilkynna Berthu, að þjónustu hennar væri ekki æskt lengur á heimilinu. Henni léttj því mjög, þegar Alfred Nobel valdi hana sem einkaritarann sinn. Nú gat hún „flúið" til Parísar. En svíinn frægi vissi ekkert um atburðina, sem gerst höfðu, og hún gat ekki gleymt. Nobel varð þegar hrifinn af greifynjunni, og henni gast einnig vel að honum og fan^H. hann hreint enginn eldri maður. Hann vtír maður á besta aldri, hafði mild, blá augu og tregablandinn róm. Hafði hamingjan loksins vitjað hans? Yrði lukkan hliðholl honum og Berthu von Kinsky? Dag einn, þegar þau fóru saman í ökuferð, gat hann ekki orða bundist: — Er hjarta yðar óbundið? Allt í einu gat Bertha ekki þagað lengur, og hún sagði þessum vingjarnlega manni alla sögu sína. Hann hlustaði með eftirtekt, en svaraði síðan, að framtíðin gæti enn veitt henni margt... nýtt líf og ný viðhorf. Svo varð Alfred Nobel að fara burtu um tíma. Og aðeins fjörutíu og átta klukkustund- um eftir brottför hans, fékk Bertha skeyti. Skeytið var frá Vín, frá Arthur, sem elskaði hana enn: — Ég get ekki lifað án þín, stóð í skeytinu. Til þess að verða sér úti um peninga fyrir fargjaldinu til Vínar seldi Bertha eina verðmæta hlutinn, sem hún átti, gullsleginn kross, sem hún hafði fengið í arf. Og stuttu seinna gengu hún og Arthur í hjónaband í lítilli kirkju í Vínarborg. Hjónavígslan fór fram með leynd. En leiðir Alfreds Nobels og Berthu von Suttner áttu eftir að liggja saman aftur þótt þau hittust ekki aftur. Hún varð þekkt sem höfundur bókarinnar Niður með vopnin og sem baráttukona fyrir friði í heiminum, og henni voru veitt friöarverðlaun Nobels löngu eftir dauða hans. Hugsunin um Berthu dró Nobel til Baden-bei-Wien stuttu eftir að hún hvarf út úr lífi hans. i þessari útborg Vínar 14. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.