Vikan - 01.04.1976, Page 42
hveiti og blandað í deigið. Stíf-
þeyttar eggjahvíturnar skornar
varlega í deigið. Sett í vel smurt
brauðmylsnustráð form og bakað
við 180° í ca. 1 klst. Prófað
með prjóni.
SÍRÓPSKAKA MEÐ HNETU-
KJÖRNUM.
250 gr sýróp
60 gr sykur
75 gr smjör eða smjörlíki
1 egg
250 gr hveiti
3/4tsk. matarsódi
1 /2 dl súrmjólk
rifið hýði af 1/2sítrónu
100 gr gróftsaxaðir hnetukjarnar.
Sýróp, sykur og smjör hitað, þar
til allt er fljótandi. Hrært í og kælt
nokkuð. Eggið hrært saman við.
Hveiti og matarsóda blandað
saman og hrært saman við til
skiptis við hveitiblönduna. Sítr-
ónuhýðið og hneturnar settar
saman við. Deigið sett í 1 stórt
form eða 2 minni vel smurð og
hveiti stráð. Bakað við 180° í
ca. 3/4 klst., prófað með prjóni.
HUGSAÐ
FYRIR PÁSKA-
BAKSTRINUM
Nú eru páskarnir á næsta
leiti, og eflaust eru margir
farnir aö hugsa fyrir páska-
bakstrinum. Hér á eftir fara
uppskriftir af nokkrum kök-
um, sem gjarnan má baka
strax, þær verða jafngóðar
á annan páskadag, sé þeim
pakkað þétt í álpappír.
Krem, fyllingu og skreyt-
ingar geymum við þó að
sjálfsögðu þangað til rétt
áður en kökurnar eru bornar
fram.
ENGIFERKAKA MEÐ SÚKKU-
LAÐIBRÁÐ.
200 gr smjör eða smjörlíki
150 gr sykur
3 egg
1 dl súrmjólk
250 gr hveiti
1 tsk matarsódi
3 msk. sultaður engifer (saxaður)
(eða 2 tsk. engiferduft)
2 — 3 msk. af engifernum.
Bráð:
100 gr suðusúkkulaði m/dál.
smjörbita, eða ca. 100 gr flór-
sykur, 1 msk. kakó og 1 tsk. van-
illa og vatn.
Smjör og sykur hrært vel, eggin
sett í eitt í senn. Hveiti og matar-
sóda hrært saman við til skiptis
við mjólkina. Sé engifer fáanlegur
í verslunum, er hann skorinn í
bita og velt upp úr hveiti. Deigið
sett í smurt form, annað hvort
eitt stórt eða 2 minni. Bakað við
180° í ca. 1 klst. Prófað með
prjóni. Setjið bráð á kökuna,
meðan hún er enn volg.
ENSK RÚSÍNUKAKA.
200 gr smjör eða smjörlíki
200 gr sykur
2 egg
200 gr hveiti
rifið hýði af 1 /2 sítrónu
200 gr rúsínur
100 gr súkkat
Smjör og sykur hrært vel. Eggja-
rauðurnar settar í ein í senn, síðan
hveitið ásamt sítrónuhýði. Rúsín-
um og súkkati velt upp úr dál.
RÚLLUTERTA MEÐ APRÍKÓSU-
FYLLINGU.
3 egg
1 1/2 dl sykur
2 dl hveiti
1 tsk. lyftiduft
Fylling:
1 dós niðursoðnar apríkósur.
Skreyting:
2—3 dl þeyttur rjómi
rifið súkkulaði.
Egg og sykur þeytt Ijóst og létt.
Hveiti og lyftidufti blandað saman
við. Smjörpappírsform ca. 30x40
cm. að stærð smurt vel. Kakan
bökuð við 225° í ca. 10 mínútur.
Þegar kakan er tekin úr ofninum,
„Hag sýn húsmóöir notar Jurta” ö jurta
o *urta ^
I