Vikan

Eksemplar

Vikan - 01.04.1976, Side 43

Vikan - 01.04.1976, Side 43
er sykri stráð á hana, svo hún festist ekki við smjörpappírinn, sem henni er hvolft á. Losið pappírsformið af. Sé það fast á, vætið þá pappírinn með köldu vatni, þá losnar hann auðveldlega af. Helmingurinn af aprikósunum er gerður að mauki og afgangur- inn er brytjaður fremur gróft. Þetta verður að vera búið að gera, þegar kakan er tekin út úr ofninum. Maukinu smurt á kök- una og bitunum stráð þar á ofan. Kökunni rúllað saman, meðan hún er heit, því kólni hún eitthvað að ráði, er ómögulegt að rúlla henni upp. Þegar kakan er alveg orðin köld, er hún hulin með þeyttum rjóma og gróft rifnu súkkulaði stráð yfir. Á myndunum hér til hliðar má glöggt sjá, hvernig þessi ágæta kaka er búin til. HUNANGSKAKA. 3 egg 175 gr sykur 175grhunang 230 gr hveiti Þeytið egg og sykur sérstaklega vel. Hitið hunangið aðeins, svo það verði rétt fljótandi. Setjið hunang og hveiti til skiptis út í eggjahræruna. Bakið í stóru hring- formi við 170° í 1-1 1/4 klst. Prófið með prjóni, hvort kakan sé gegnbökuð^ / Fylling: Gott er að setja eplafyllingu í kökuna, og eru þá epli soðin í litlu vatni með dál. sykri. Einnig má setja heimatilbúið eggjakrem eða vanillukrem úr pökkum í kök- una. Súkkulaðikrem: 125 gr súkkulaði, 1 msk. vatn 2 dl flórsykur 2—3msk. sjóðandi vatn eða kaffi. Súkkulaðið brætt yfir gufu og hrært slétt með 1 msk af vatni. Hrærið sáldraðan flórsykurinn út með heita vatninu og blandið þessu saman við súkkulaðibráð- ina. Einnig má hafa aðeins bráðið súkkulaði yfir kökuna. Fallegt er að skreyta kökuna með marsip- anmyndum eins og myndin sýnir, og eru þær þá settar á kökuna áður en kremið stífnar. „Veistu hvaö Ljóminn er Ijómandi góöur”

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.