Vikan

Tölublað

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 2

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 2
Árið 1973 tók Karlakór Reykjavíkur upp ný/an sumar- og ferðabúning. Hér sést einn af elstu félögunum, /ngi S. Bjarnason, i kjólfötum og einn afyngri meðHmunum, Hreiðar Pálmason, í nýja búningnum. Söngstjórinn og formaðurinn Páll Pampichler og Ragnar Ingólfsson í fimmtugsafmæli Ragnars. STRAX í byrjun árs 1926, var haldinn fundur í BÁRUNNI við Vonarstræti og Karlakór Reykjavíkurformlega stofnaður. Þetta skeði 3. janúar 1926. Stofnendur kórsins, sem voru mættir til fundar, voru 33 talsins, og undirrituðu fundargerð stofnfundarins. i dag er aðeins um þriðjungur þessara manna lifandi til að halda upp á 50 ára afmæli kórsins og minnast alls þess, sem á daga hans hefur drifið þennan tíma, og þeirrar þaráttu, sem hefur breytt þessum fábreytilega stofnfundi forðum í afmælishátíð félagsskapar, sem orðinn er þekktur víða um heim og snar þáttur í íslensku tónlistarlífi. Þessi stofnfundur var ekki aðeins stundar- hugdetta nokkurra manna. Að þessu hafði verið unnið lengi af forsjá og kunnáttu, og áhuginn, sem átti eftir að lifa áfram og eflast, var þegar vakinn. i upphafi var það tólistarmaðurinn Sigurður Þórðarson, sem vann ötullega og markvisst að undirþúningnum og naut þar aðstoðar annarra við að velja góða söngvara í kórinn. Sigurður haföi dvalið við tólistarnám í Þýska- landi, þarsem hann varsamtfmis Páli ísólfssyni um skeið, en snéri síöan heim 1918 og tók skömmu síðar við stjórn ýmissa kóra hér heima, en stofnaði síöan Karlakór Reykjavíkur, eins og áður er sagt. Árið áður hafði hann unnið að undirbúningi kórsins með því að velja í hann 2 VIKAN 22 TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.