Vikan - 27.05.1976, Page 6
BATI A
— Þértekst þaðaldrei! hrópaði
skipstjórinn á danska togaranum
Tridens. — Það er að koma norð-
vestan hvassviðri, átta vindstig,
svo það er best fyrir þig að koma
um borð til okkar. Hættu við
þetta. Ég skal fara með þig til
Aberdeen.
— Þakka þér fyrir þoðið! hróp-
aði ég á móti og reyndi að leyna
áhyggjum mínum með breiðu
brosi. — En ég er búinn að gera
svo margar áætlanir um þetta
ferðalag, að ég hlýt að standa
mig.
Hann gretti sig svolítið. Svo
veifaði hann með húfunni.
— Allt í lagi þá, eins og þú vilt.
Gangi þér vel.
Skipstjórinn fór úr brúnni. Vél-
arnar voru settar á fulla ferð, og
eftir nokkrar mínútur var Tridens
bara lítill blettur á einmanalegu
hafinu.
Ég var staddur fimmtíu og fimm
mílur beint austur af Hjaltlandi
og hafði verið á róðri í viku á
átján feta löngum bát. Slæmt
veður og svolítil sjóveiki háðu mér
fyrstu dagana, þegar ég þurfti ein-
mitt að koma á ákveðnu skipu-
lagi um borð. Ég þurfti að setja
mér að róa tólf klukkustundir á
sólarhring, og ég þurfti að ákveða
máltíðir og svefntíma. En þarna
austur af Hjaltlandi hafði ég kom-
ist upp á lag með þetta og vanist
hreyfingum hafsins. Sjálfstraust
mítt óx iíka dag frá degi. Danski
skipstjórinn hafði varað mig við
storminum, sem var í aðsigi, en
ég gat alls ekki gert mér í hugar-
lund, hvað var í vændum, því að
ég hafði aldrei verið á sjó í stormi.
i klukkustund reri ég með jöfn-
um og löngum áratogum. Síðan
batt ég allt fast, sem mér datt í
hug, að kynni kannski að sópast
um borð í storminum. Því næst
snæddi ég ágætis máltíð, kjöt og
hrísgrjón í karrísósu. Á eftir borð-
aði ég rababaragraut úr dós.
Svefnstaðurinn minn undir gula
segldúknum var ekki sérlega
þægilegur. Þetta litla tjald er ekki
nema hálfur metri á hæð, þar sem
það er hæst, svefnpokinn er
þröngur og bálkurinn undir er
harður. Eg tróð mér þarna inn á
milli þriggja sjóheldra kassa með
vistum og reyndi að skorða mig
sem fastast, svo að ég ylti ekki
alltof mikið, þegar stormurinn færi
að segja til sín.
Snemma um morguninn var
eins og rifið væri í segldúkinn
Robbin Buzza haföi verið alvarlega veikur, en komst til
fullrar heilsu aftur. Honum fannst sem lífið hefði sigrað
dauðann, en skildi ekki almennilega, hvernig það hafði
gerst. Hann lagði því til annarrar atlögu og bauð dauðanum
birginn. Hann réri einn á báti frá Hjaltlandi til Noregs og
þaðan til Svalbarða. Hér segir hann frá stormasömum
dögum á ferð sinni, dögunum, þegar næstum öll von var
úti.
yfir höfði mér. Eg skreið fram og
gægðist út. Svo langt sem augað
eygði sé ég ekkert annað en enda-
lausar himinháar öldur. Það var
kalt, svo að ég dró mig í skjól
aftur, fór í stakk og reyndi að
búa mig sem best undir þann
dómsdag, sem mér fannst vera í
vændum. Eftir klukkustund var
tjaldið farið að slást svo ákaflega
í storminum, að ég þorði ekki
að vera þar lengur, heldur skreidd-
ist ég út í ofviðrið. Hafið og storm-
vrinn ólmuðust allt í kringum mig
og björgunarvestið mitt, sem ég
hafði sett á mig, veitti mér ekki
lengur neina öryggistilfinningu. Ég
gat ekkert gert annað en reyna að
halda mér sem fastast.
Allt í einu reið stór alda yfir
Torra, en svo hét báturinn minn.
Ég rétt hafði tíma til að loka aug-
unum og draga djúpt að mér and-
ann. Báturinn stóð allt í einu lóð-
réttur í sjónum. Sjórinn gekk yfir
mig og hálffyllti bátinn. Ég spýtti
söltum sjónum út úr mér og
greip dæluna. Ég dældi og dældi,
svo að ég varð næstum uppgef-
inn, áður en ég gat þurrdælt
bátinn. Ég svipaðist um óttasleg-
inn til þess að sjá, hvenær ég
þyrfti að taka til við að dæla aftur.
— Guð minn góður, hjálpaðu
mér! Báturinn er svo lítill, og
hafið er svo stórt.
Þessi orð hrutu mér af munni,
án þess ég vissi af, en í sömu
andrá varð mér hugsað til séra
Dereks Wallace, skoska prestsins,
sem blessaði bátinn minn á Hjalt-
landi. Sú hjátrú er ríkjandi meðal
sjómanna á þessum slóðum, að er
prestur er látinn blessa bát, sé það
hið sama og senda áhöfn hans
beint í dauðann. Um þetta hugs-
aði ég, þegar sjórinn gekk yfir
bátinn.
Fjórar klukkustundir liðu. Ég
borðaði súkkulaði og sardínur.
Það gekk hratt á vistirnar, og ég
vonaði, að sjö vikna forðinn, sem
6 VIKAN 22. TBL.