Vikan

Issue

Vikan - 27.05.1976, Page 7

Vikan - 27.05.1976, Page 7
ÚTHAFINU ég átti, heföi ekki skemmst í óveðrinu. Og enn riðu stórar öldur yfir bátinn við og við, og ég dældi af öllum kröftum. Ég leit til suðurs og kom auga á lítinn bát. Ég starði gegnum sælöðrið, en báturinn hvarf mér sjónum, þegar Torra seig niður í öldudal. Ég sá bátinn fljótt aftur á háum öldufaldi og nú mun nær méren áður. Báturinn kastaðist til * og frá eins og rekaspýta. Það var ógnvekjandi að sjá, hve stjórn- laust hafið þeytti honum fram og aftur. Ég sá þrjá menn stara á mig — og mig furðar ekki, þótt þeir hafi verið hissa. Ég veifaði til þeirra og reyndi að fela hræðsluna bak við brosgrettu. En báturinn hélt áfram, án þess mennirnir sýndu þess nokkur frekari merki að þeir hefðu séð mig, og ég var hræðilega einmana á eftir. Ég skalf af kulda. Öll föt mín undir sjóklæðunum voru orðin rennvot, svo að ég varð að skipta um föt. Ég skreið inn í tjaldið. Þar inni var hált af bleytu og ég var í klukkutíma að klæða mig í þurrar síðar nærbuxur og treyju. Ég fékk mér einnig slurk af konjaki til að fá I mig yl. Svo settist ég aftur á þóftuna og hélt þar kyrru fyrir í fjórar til fimm klukkustundir. Ég gerði lítið annað en halda mér og dæla af öllum lífs og sálar kröftum. Sendi- tækið mitt var blautt af sjó og því óvirkt. Stormurinn beint í andlitið, og mér fannst eins og það væri í skrúfstykki. Mér fannst tíminn hafa numið staðar, og ég horfði um öxl til áranna þriggja, sem ég hafði haft þennan leiðangur í huga. Fyrri tvö árin var ég haldinn lungnasjúkdómi, þá var ég skor- inn upp, og undanfarið ár hafði ég ekki gert annað en undirbúa mig undir þessa ferð, bæði líkamlega og fjárhagslega. Torra er sjötíu ára, margreynt fley, sem ég dáist að og virði. Hún er búin tveimur stórum flotholtum og miklu rými sjóþéttra vistageymslna, svo afar litlar líkur eru á, að hún sökkvi. En til hvers var ég að leggja upp í þessa ferð aleinn? Til hvers var ég að hætta lífinu? Var það af því að ég varð að staðfesta trú mína á lífið með einhverju móti? Var það þess vegna, sem mér fannst ég knúinn til að leggja í þessa einmanalegu ferð yfir hafið? í birtingu fór veðrið að lægja, en ég þorði ekki að fara strax að sofa. Mig sveið í augun undan sælöðr- inu, og það var ekki fyrr en vindinn hafði lægt nokkuð, að ég fór að slaka svolítið á. Ég skreið inn í tjaldið og fann svefnpokann rennvotan. Hvernig gat verið svona kalt í júní? Ég borðaði súkkulaðið og drakk konjak, og á eftir sannfærðist ég um, að storm- urinn væri genginn yfir. Um hádegisbilið tók aftur að hvessa af norðvestri — ég gat ekki legið lengur fyrir. Mér fannst eins og Torunn vinkona mín á Sval- barða væri að kalla til mín, og ég kallaði til hennar á móti. Ég missti allt vald á mér nokkra stund. Ég sat lengi í bátnum og starði út á hafið, án þess ég gæti hent reiður á nokkurri hugsun, eða tekið nokkrar ákvarðanir. Svo reið fyrsti brotsjórinn í annarri lotu yfir bátinn. — Neyðarsendirinn! Hvar er neyðarsendirinn? hrópaði ég upp yfirmig. — í kassa bakborðsmeg- inm. Náðu honum út. Ég fleygði mér inn undir segl- dúkinn, skrúfaði lokið af kassan- um og tók neyðarsendinn upp úr honum. Ég fór með hann eins og hann væri úr brothættu gleri. — Engin læti! i guðs bænum vertu rólegur! Vertu bara nógu rólegur. Svona já... Með þessu orðum reyndi ég að sefa sjálfan mig. Svo náði ég sambandi og heyrði raddir, sem voru margar mílur í burtu, en veittu mér samt huggun og eins konar öryggi. Ég var að velta því fyrir mér, hvort ég ætti að láta vita af því, hvernig ástatt var fyrir mér, þar sem í raun kærði ég mig ekki um, að mér yrði bjargað. Ég gat ekki hætt við ferðina að svo komnu máli. Senditækið er ekki stórt, og það er hægt að festa það við hand- legginn á sér, svo að maður í sjávarháska getur sent út neyðar- skeyti, þótt hann sé kominn í sjóinn og haldið sér á floti á björgunarhring einum saman. Allt síðdegið sat ég bara og fylgdist með öldunum, hvernig þær komu og hófu Torra upp með sér, og hvernig hún seig með þeim niður í öldudalina. Ég gat ekki haldið mér vakandi tjaldinu og reyndi að búa um mig sem best ég kunni. Báturinn valt gífurlega og ég með honum. Ég var of þreyttur til að hugsa nokkra heila hugsun, var bara sannfærður um, að við Torra hefðum þetta af. Klukkan þrjú um morguninn vaknaði ég og fann strax á mér hættu. Báturinn var að fyllast af vatni. Ég þeyttist út úr tjaldinu og greip austurstrog. Ég jós sem óður væri í tuttugu mínútur. Síðan skreiddist ég undir tjaldið aftur og fann til mikils léttis, því að mér virtist sem storminn væri að lægja. Mér rann í brjóst, en vaknað við vélarhljhóð. Þegar ég gægðist út, sá ég lítinn togara rétt hjá mér. Sex menn í olíustökkum stóðu á þilfarinu. — Halló! hrópaði ég ákafur og veifaði til þeirra. — Bíðið við. Togarinn nálgaðist mig nú óð- fluga. Skipverjar köstuðu til mín linu, en ég var of máttfarinn til að komast hjálparlaust um borð í togarann. Togarinn reyndist vera Excalibur frá Skotlandi. Ég fór úr öllu votu og fékk lánuð þurr föt. Svo var mér boðinn morgunverður, sem ég þáði með þökkum, þótt ég yrði strax hálfsjó- veikur af veltingnum á Excalibur. Ég gleypti í mig fiögur egg og hrúgu af beikoni, sem ég renndi niður með heitu tei. Svo lagðist ég upp í koju og lá þar í átta tíma. En sofnað gat ég ekki. Hvernig gat ég sofnað, þegar mér hafði loksins skilist, hvernig lífið sigrar dauð- ann? ★ 22. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.