Vikan - 27.05.1976, Síða 14
Búlgaría er fjalllent land, og minnir náttúrufegurðin viða á austurr/sku
Aipana, þar sem skiptast á barrskógar og beitiiönd.
Evgenia og eiginmaður hennar, Stefán Hjáimarsson, úti á akri / Bú/garfu.
■
KOM A OVARTI
KONUR HÉR HA
SÉRMENNTUN
í landafræðinni lesa íslensk barnaskólabörn,
að Færeyjar og island séu einu löndin í Evrópu,
þar sem sauðfé sé tiltölulega fleira en í
Búlgaríu, en þar með lýkur víst skyldleikanum
milli þessara landa, sem öll Evrópa skilur að.
Við lesum líka, að þúlgarar rækti tóbak og
angandi rósir til ilmvatnsframleiðslu, og má
bæta því við, að þarna séu þeir um leið aö gera
tilraun til að bæta fyrir tóbaksdauninn.
Sagt er líka, að búlgarar hristi höfuðið
játandi og kinki kolli neitandi, alveg öfugt við
okkur. Og nágrannar þeirra, albanir, sem eru
múhaðmeðstrúar, eru sagðir nudda saman
nefjum í kveðjuskyni, eins og nágrannar
íslendinga, grænlendingar.
Allt eru þetta nú ágætar upplýsingar, en til
þess að fræðast ögn meira um þetta land, sem
er flestum íslendingum mjög framandi ,tókst
Vikunni að hafa upp á eina búlgaranum, sem
búsettur er á islandi, Evgeniu Gichevu Hjálm-
arsson, sem við fundum á Teiknistofunni Arkir
í Reykjavík.
Evgenia er arkitekt að mennt og hefur verið
búsett á islandi í tvö ár. Við spurðum Evgeniu,
hvað hefði borið hana alla þessa löngu leið frá
Búlgarlu til Islands.
— Tengsl mín og kynni við Island lágu fyrst
í gegnum Tékkóslóvakíu, því ég var við
arkitektúrnám í Prag, og þar kynntist ég
manninum mínum, Stefáni Hjálmarssyni. Eftir
aö ég fluttist til islands hef ég haldið nánu
sambandi við þá tékka, sem hér eru búsettir.
Þar sem ég hef hér engan til aö tala við
móðurmálið, er það mér mikils virði aö fá að
tala tékknesku öðru hvoru.
Þetta segir Evgenia á ágætis íslensku, þótt
hún haldi því fram, aö á vinnustaö tali allir við
hana ensku, því hún þurfti að bjarga sér á því
máli I byrjun.
Viö islendingar erum kannski ekki svo ýkja
fróðir um þær þjóöir, sem búa í mikilli fjarlægð
frá okkur, svo ekki er hægt aö ætlast til aö
búlgarar viti mikið um island. Hvaöa hugmynd
skyldu nú búlgarar hafa um island og
íslendinga?
14 VIKAN 22. TBL.