Vikan

Tölublað

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 15

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 15
AusturlensKra anr/Ta gænr v/ua / outyauu, auuu vai lanuiu uuun oijuní tyrkja fram ti/ 1878. Þessi myrtd er frá einni aðalgötu höfuðborgarinnar Sofiu, og fremst 6 myndinni má siá mosku meö minarettuturni. Gamli borgarhlutinn i borginni Plo vdiv varöveitir margar sérkennilegar gamlar byggingar og mannvirki. HVERSU FÁAR Viðtal við Evgeniu Gichevu Hjálmarsson frá Búlgaríu. — Ég þori að fullyrða, að enginn búlgari heldur, að hér búi eskimóar, enda eru fréttir um ísland miklu tíðari í búlgörskum fjölmiðlum en fréttir hérlendis um Búlgaríu. ísland var á allra vörum, þegar skákeinvígið var háð hér, og 'nú skrifar fjölskylda mln frá Búlgaríu um allsherjarverkfallið og stjórnmálaslit íslendinga við breta, svo þau fylgjast vel með því, sem gerist á islandi. — Viltu segja mér eitthvað frá því umhverfi sem þú ert alin upp I? — Ég er frá Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, og telur hún um milljón íbúa. Borgin liggur inni I miðju landi, ( 500 m hæð yfir sjávarmáli og er umkringd fjöllum og skóglendi á alla vegu. — Ekki þarftu að kvarta yfir flatlendinu hér, en hvernig verkar íslensk fjallanáttúra á þig? — Ég hef ferðast dálltið um island og meðal annars gengið á Fimmvörðuháls, sem ég er ákaflega stolt af, því ég held, aö þangað hafi ekki margir íslendingar komiö. islenska lands- lagið er mjög sérstætt og fallegt, og ég hef komið á staði, þar sem landslagið er svo stórbrotið og hádramatískt og sjóndeildar- hringurinn svo óendanlega víður vegna skóg- leysisins, að manneskjan verður að mér finnst ógnarlítil og hjálparvana. — Nú kvarta margar Islenskar konur yfir því að erfitt sé að komast út í atvinnlífið, og útlendingar hafa oft átt erfitt uppdráttar hér meðan þeir eru að komast inn í málið og kynnast íslenska þjóðfélaginu. Er ekki erfitt að vera bæði kona og útlendingur og ætla sér strax út I atvinnulífið? — Ég fékk vinnu á teiknistofu strax eftir að ég fluttist til Íslands. Maðurinn minn er við nám og ég þarf að vinna fyrir okkur. En ég verð að viðurkenna, að ég varð mjög undrandi yfir því hversu fáar konur hafa sérmenntun og hversu lífiö er gert erfitt fyrir þær, sem vinna úti. Nú hef ég mitt eigið land til viðmiðunar, og þar er þörfin mikil fyrir vinnuafl kvenna. Það sama er að segja um önnur austantjaldslönd. Þau geta hreinlegu ekki án þess verið að kvenfólk taki þátt í atvinnlífinu til jafns við karlmenn. — Nú er t.d. í Rússlandi farið að tala um „feminiseringu" vissra atvinnugreina, þ.e.a.s. starfsgreinar, svo sem læknisfræði og lög- fræði, sem hér hafa veriö nær eingöngu í höndum karlmanna, eru nú að mestu skipaðar kvenmönnum, eða um 80%. Hefur þróunin orðið svipuð í Búlgaríu? — I austantjaldslöndunum hafa konur yfir- gnæfandi betri sérmenntun, hlutfallslega við vesturlönd, og það sem gefið hefur konum kost á því að afla sér sérmenritunar og fá síðan að nota hana úti í atvinnulífinu, er auðvitað það, að stjórnvöld hafa gert þeim það kleift, því þessi lönd geta ekki verið án vinnuafls kvenna. i fyrsta lagi hefur þetta verið gert með takmörkun barneigna, það eru að meðaltali 1— 2 börn á hverja fjölskyldu, borið saman við 2— 3 börn á hverja vesturlenska fjölskyldu, Síðan hefur ríkið reist vóggustofur, leikskóla og dagheimili og séð þar með fyrir þörfum útivinnandi foreldra. Et við tökum t.d. arkitekta á Íslandi sem dæmi um það hvernig hlutfallið er milli kvenna og karla í þessari starfsgrein, þá 22. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.