Vikan

Eksemplar

Vikan - 27.05.1976, Side 22

Vikan - 27.05.1976, Side 22
töskurnar. Það hafði róandi áhrif á hana að brjóta saman fötin. og hreinsa vasana af eldspýtustokk- um og smámynt. Þegar hún þreif- aði niður í einn vasann. fann hún eitthvað er hún kannaðist ekki við, og þegar hún tók hend- ina úr vasanum féll pappírsmiði á gólfið við fætur hennar. Hún be.vgði sig hægt niður og tók hann upp. Þar stóð: Kæra Súsanna! En hvað ég sakna þín! Ef þú aðeins vissir hve mikið! Sökn- uðurinn verður sárari og sárari, dag eftir dag, þar til nú, að mér finnst ég aðeins vera hálfur maður. Skyldur mínar fara í bága við hugsanir mfnar um þig. Til- finningar mínar til þin hafa vaxið svo, að þær verði ekki lengur byrgðar inni. Þess vegna geng ég nú um götur og stræti þessarar borgar, í þeirri von að þreytan yfirbugi mig, og svefninn komi. Ég þrái frelsi og akra Virginia, og friðinn sem fylgir því að vera hjá þér, og horfa inn í eldinn að loknu dagsverki. Þá fyrst mun ég verða heill aftur. Ástin mín, ég get ekki beðið mikið lengur. Flýttur þér! Absalom. Súsanna var furðulostin. Hve lengi hafði bréfið verið þarna? Það var ómögulegt að geta sér til um það. Hún hafði ekki verið í jakkanum, sem bréfið var í nokk- uð lengi. Hún hafði skilið hann eftir í rútunni, á stólbökum og í fatageymslum veitingahúsa. Hver sem var hefði getað sett bréfið í vasann. Ef til vill hafði Novak gert það. þegar hann hafði samband við hana? Hafði hann skilið eftir þessa siðustu vísbendingu um hættu, nokkrum mínútum áður en hann var skotinn til bana. Var hann að segja henni —’milli lín- anna í ástarbréfi — að dauðinn væri nærri, og að hún yrði hvað sem það kostaði að færa forsetan- um þessi mikilvægu skilaboð „Absaloms”? Og þó... Var það mögulegt? Hvar hefði hann átt að fá þennan þykka ljósa pappír, sem var svo sjaldséður í Austur-Evrópu? Hún hafði aldrei séð neitt, sem Novak hafði skrifað, og gat þess vegna ekki sagt um hvort rithöndin væri hans. Súsanna hikaði lengi með bréfið í hendinni. Kannski var það gildra. Tvíræðni bréfsins var augljós hverjum þeim sem vissi eitthvað um Absalonmálið. Það gat bent til þess að hún væri bandarískur njósnari. Þó þorði hún ekki að brenna bréfið. Kannski innihélt það skilaboð, skrifuð með micro- punktum eða ósýnilegu bleki. Hún setti bréfið aftur í vasann. þar hafði það verið í nokkra daga, svo að það var alveg jafngóður felustaður og hver annar. Hún borðaði morgunverð með ferðafélögum sinum. Sem betur fór var Elbert ekki viðstaddur. Endicottsysturnar voru heldur ekki með þeim. En nú skeði nokkuð sem breylti öllu. Það heyrðist mikill umgangur i anddyrinú, og Cristine Endicott kom upprifin og grátandi inn í matsalinn. Tárin streymdu niður hrúkkótt- ar kinnarnar, andlit hennar var náhvítt, og augun starandi. Hún var augsýnilega i móðursýkis- kasti. Dr. Weisenstein sló hana þvert yfir andlitið og þrýsti henni síðan róandi að sér. Þá fengu þau loksins að vita hvað hafði gerst. Framhald r næsta blaði. — Hvaða máli skiptir, hvernig ég sé mpð þeim? Segðu mér heldur, hvernig ég lit út með þau. Úrval áklæöa. Fást einmg í leöri rá kr. 57.800.- Landsins bezta úrval og þjónusta. Sendum í póstkröfu. Grensásvegi 7, símar 86511 - 83360. Framleiðandi: STÁLIÐJAN H.F i7Tr¥ HÚSGÖG VINSÆLU STILLANLEGU HVÍLDARSTÓLARNIR. 22 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.