Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 24
Gerjunarkútur úr g/eri. Svipaöir p/astkútar
undan allskonar efnum eru líka ágætir og fást
víða i verksmiöjum. Þá þarf auðvitað að þvo
ræki/ega fyrir notkun.
Þrýstikútur fyrir öt, sem hægt er að hatda
þrýstingi á allan timann, og tappa jafnframt af
honum eftir þörfum. Slíkir kútar kosta nú um
7.000 kr.
Þessarþrjár myndir eru teknar I sérvers/un með
efni og tæki til öl- og vingerðar í heimahúsum.
Þar fást allir mögu/egir hlutir til s/íkrar
framleiðslu.
VÍKINGA BLÓO
Ætli maður að reyna að afla sér einhverra
upplýsinga um aðferðir við bruggun öls eða
annarra tegunda vökva, sem eiga að innihalda
hærri vínandaprósentu en þá, sem leyfileg er
hér á landi, þá eru viðbrögð manna svo til
ávallt hin sömu: Menn lítá vel í kring um sig til
að gæta að hugsanlegum hlustendum, taka í
höndina á manni og leiða mann í skjól við
næsta hús, setja þar fingurinn við varirnar til
merkis um að hafa ekki hátt, — og fara að
hvísla. Það er að segja ef menn fást til að ræða
málið á annað borð.
En það er vandinn við að skrifa grein um
þessi mál, að ekki er gott að gera lesendanum
það skiljanlegt, að maður sé að hvísla. Það
eina sem ég get I rauninni beðið þig um, er að
fara með blaðiö aö kvöldi til niður I geymslu,
loka vel á eftir þér, draga fyrir alla glugga — og
auðvitað slökkva öll Ijós. Þá mátt þú lesa
greinina, í hljóði. Svo verður þú að lofa mér því
að framkvæma aldrei neitt af því, sem þú lest,
og þú mátt engum segja.
Lofarðu því? Gott. Þú mátt halda áfram.
Seinast í gær talaði ég við íslenskan
verkfræðing, sem sérhæfði sig I ölgerð og
vann lengi í ölgerð hér heima — við framleiðslu
löglegs öls að sjálfsögðu. Hann sagði og hló
við — Ölgerð í heimahúsum? Það er ekki fyrir
hvíta menn að fást við svoleiðis. Víst getur
maður orðið fullur af því, það veit ég vel, en
þetta er ekki drykkur, sem neinn menningar-
bragur er á.
Og hann hélt áfram: — Gott öl er ekki hægt
að búa til í heimahúsum. Til þess þarf alltof
flókna og fullkomna tækni og tæki, þannig að
óhætt er að segja, að skilyrði fyrir slíku
fyrirfinnst hvergi í heimahúsum. Jafnvel I
stórum og velþekkturn ölgerðarhúsum erlend-
is, þar sem öll tækni er fyrir hendi og kunnátta
til slíkra hluta, verður ölið aldrei alveg eins og
það var síðast. Jafnvel sjálft andrúmsloftið
innan ölgerðarinnar hefur sín miklu áhrif, sem
m.a. gera það að verkum, að bragð tveggja
ölgerða verður aldrei eins, þótt um sömu
öltegund sé að ræða.
Þetta voru nú orð sérfræðingsins um ölið,
enda segir annar merkur maður, E. A. Siebel í
jafngagnmerkri vísindabók „Chemical Process
Industries": „Ölgerðarmaður nútímans þarf
að vera allt í einu, verkfræðingur, lyfjafræð-
ingur og sýklafræðingur" - og aðrir kennimenn
segja, að ölgerðarmaður þurfi líka að búa yfir
mikilli sköpunargáfu listamannsins.
Vafalaust er allt þetta dagsatt og verður ekki
vefengt hér, en meiningin var heldur ekki að rita
vísindalega ritgerð um ölgerð. Slíkt væri alls
ekki I mínu valdi, enda sýnilega tilgangslaust
að skrifa vísindalega grein um ölgerð fyrir
mannskap, sem ekki má brugga, ekki má
drekka og ekki má einusinni eiga alvöruöl.
Samt ætla ég, hérna niðri í kjallara, í myrkri,
að hvísla að þér nokkrum orðum um þessa
guðaveig, sem allir mega drekka og eiga
nema aumingjarnir við. — Nema í sumarfriinu
á Mallorca. En fyrst ein gagnmerk setning,
svona til að halda samviskunni hreinni:
,,Bannað er að brugga á islandi eða búa til
áfenga drykki eða áfengan vökva" — og
,,Áfengi telst samkvæmt lögum þessum hver
sá vökvi, sem í er meira en 2 1/4% af v/nanda
að rúmmáli"
— sömuleiðis aðvörun frá einum umboðs-
manni efnis í alvöruöl:
„ 77/ þess að þetta ö/ verði ekki sterkara en
lög /eyfa skal varast að nota sykur við
ölgerðina."
En sleppum nú öllu gamni. Nú ætla ég að
tala af alvöru við alvörufólk, sem í þykjustunni
mætti búa til alvöruöl.
í upphafi er rétt að benda á, að ekki er hægt
að brugga vökva, sem inniheldur meira en
14% af vínmagni, og bjór hættir vökvinn að
heita, úr því að hann hef ur náð 9% vínmagni, en
frá 9% til 12% nefnist hann kornvín. Til að ná
vínmagni frá 12% til 14% þarf sérstaka tegund
gerla, svonefnda víngerla, og lengri gerjunar-
tíma en við alvöruöl. Alvöruöl er hér nefnt allt
öl, sem inniheldur vínmagn á milli platöls
(2 1/4% vlnmagns) og léttra vína með 9%
vínmagni. Alvöruöl gæti þannig innihaldið
vínmagn allt frá 2 1/4% til 9%, eða verið
einhvers staðar á 6.75% bilinu. Öll sterkari vín
en með 14% innihaldi vínmagns hafa verið
blönduð meö hreinum vínanda, sem fenginn er
annars staðar frá. Bjórgerill getur gerjað allt
upp að 12%, en víngerlar allt að 14%, þeirgefa
auk þess svokallað vínbragö af vökvanum,
sem bjórgerillinn gerir ekki.
I nógu háum sherry-ámum á Spáni er
mögulegt að komast upp í um 19% vínmagns,
en það gerist á þann hátt, að efst í ámunni
verður styrkleikinn mjög mikill, en aldrei meira
en 14% niðri við botn, þar sem sherry
víngerillinn vinnur sitt verk. Eftir að víninu hefir
verið tappað af ámunni fæst þannig meðal-
styrkur, sem er um 19%. Þá er eimuðum
vínanda oftast blandað í svokölluð heit vín til
24 VIKAN 22. TBL.